Keppendur í Eurovision telja sér mismunað Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2020 14:41 Fjórir þátttakendur fengur aukreitis 500 þúsund krónur sem þýðir vitaskuld að samkeppnisstaða atriðanna var brengluð. Af þeim tíu lögum sem tóku þátt í söngvakeppninni var það svo að fjögur þeirra fengu aukreitis 500 þúsund króna framlag frá Ríkissjónvarpinu fyrir að vera með. Svokallaðir valdir höfundar voru fjórir: Jón Ólafsson og Hildur Vala, Dimma, Daði Freyr og svo Þormóður Eiríksson, JóiP&Króli en Kid Isak flutti þeirra lag. „Þessir höfundar fengu sömu upphæð og aðrir til þess að útfæra lagið en að auki fengu þessir völdu höfundar hver um sig 500.000kr. eingreiðslu fyrir að vera með,“ segir Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri sjónvarps í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fastur kostnaður rúm hálf milljón króna Aðrir keppendur fengu 500 þúsund til að vinna sitt atriði sem þýðir að framlag Ríkisútvarpsins til hinna völdu höfunda var um hundrað prósentum hærra. Rúnar Freyr hefur greint frá því að fjórir aðilar, þau Jón Ólafsson og Hildur Vala, Dimma, Daði Freyr og svo Þormóður Eiríksson, JóiP&Króli en Kid Isak flutti þeirra lag, hafi fengið 500 þúsund krónur fyrir að vera með. Sem hlýtur að vekja upp spurningar um mismunun og skakka samkeppnisstöðu sem velta má fyrir sér hvort viðeigandi sé að ríkið standa fyrir slíku? Fimm hundruð þúsund krónur eru hugsaðar sem grunnkostnaður fyrir leigu á stúdíói, upptökustjóra, búninga og svo framvegis. „Að auki greiðum við svo öllum listamönnum sem koma fram í upptökunni á laginu, söngvurum og hljóðfæraleikurum, samkvæmt taxta sem unnin var í samráði við FÍH. Þessar tölur eru allt frá rúmum 35.000 kr, fyrir leik á eitt hljóðfæri, og upp í rúmar 110.000 kr. fyrir sólósöng. Við greiðum svo öllum listamönnum sérstaklega fyrir að koma fram á keppnunum. Bakraddir, dansarar og söngvarar fá allir greitt fyrir framkomuna allt frá 55.000 til 112.000 kr,“ sagði Rúnar Freyr í samtali við DV fyrir mánuði. Elísabet telur þetta ójafnan leik Hinir sex flytjendurnir, sem ekki fengu þessar aukreitis fimm hundruð þúsund krónur fyrir að vera með eru Brynja Mary, Elísabet Ormslev, Ísold og Helga, Íva Marín Adrichem, Matti Matt og Nína. Vísir ræddi við þrjú þeirra og þeim var sumum hverjum brugðið; töldu þau þetta til marks um ójafnan leik og þannig ekki sanngjarnt. Elísabet var hissa þegar Vísir upplýsti hana um að svo væri í pottinn búið. Elísabet segir að þetta komi sér mjög á óvart, að sumir keppenda hafi fengið 500 þúsund krónur. Sem gerir leikinn heldur ójafnan. „Auðvitað kemur þetta mér mjög á óvart. Ég var meðvituð um að RÚV biður listamenn sérstaklega um að taka þátt, ég hef vitað það lengi. Og mér finnst það alveg skemmtilegur vinkill að fá breiðari flóru listamanna sem myndu kannski ekki vera með nema vera beðnir um það. Hins vegar hefði ég viljað vita af þessu. Þetta mætti kannski vera meira gegnsæi með hvernig þetta virkar. Auðvitað er þetta ójafnvægi á leikvellinum, að hafa þetta svona.“ Þannig að þú lítur á þetta sem ójafnan leik? „Ég skil að RÚV vilji reyna að fá ferskt blóð og fjölbreytni inn í keppnina og ég styð það alveg. En, ég vissi ekki af þessu. Og auðvitað er þetta kannski ekki alveg sanngjarnt gagnvart hinum atriðunum sem vitaskuld leggja alveg jafn mikla vinnu, blóð svita og tár í lög sín og atriði.“ Elísabet bendir einnig á annað atriði sem er að hún er ekkert viss um að þeir sem nutu fyrirgreiðslu séu sér meðvituð um það að þau hafi verið að fá meira en aðrir þátttakendur. „Það er ekki við þau að sakast. Mér þætti áhugavert að vita ástæðurnar fyrir þessu, svo ég skilji betur hvers vegna þetta er svona? Kannski er gild ástæða fyrir þessu. Gæti verið.“ Klár mismunun Iva Marín Adrichem segir að persónulega sjái hún ekkert athugavert við það að tónlistarfólk sé fengið til að semja lög fyrir Söngvakeppnina. „Hinsvegar er langt því frá ásættanlegt ef rétt reynist að þeir sem beðnir voru um lag hafi fengið 500.000 krónur til viðbótar við þann styrk sem allir keppendur fengu fyrir framleiðslu atriðis síns. Það er ekkert annað en mismunun og það hefði átt að liggja fyrir frá upphafi,“ segir Iva. Iva segir að ef rétt reynist þá sé þetta mjög ósanngjarnt og í raun ámælisvert. Hún bendir á að Ríkissjónvarpið ohf. hafi gefið upp þá ástæðu að þeir hafi ráðið fólk til lagasmíðanna vegna skorts á innsendingum í keppnina. En, það stenst varla skoðun. „Sú ástæða finnst mér fjarri því að halda vatni þar sem yfir 150 umsóknir um þátttöku bárust. Því skil ég ekki af hverju fleiri ungum og lítt þekktum tónlistarmönnum hafi ekki verið gefið meira tækifæri til að láta ljós sitt skína.“ Íva segir að það hefði átt að gera höfundum og flytjendum það ljóst að svona væri í pottinn búið strax frá upphafi. Ef hluti keppenda hafi verið að fá hálfa milljón aukreitis þá finnist henni það mjög slæmt og ámælisvert. „Persónulega finnst mér líka að þetta eigi að vera annað hvort eða. Annað hvort biður þú fólk um að semja lög fyrir stóru keppnina og engin söngvakeppni eða það er söngvakeppni, allir velkomnir og enginn með forskot fram yfir annan.“ Yngri ég væri eflaust brjálaður Matti Matt segir að þeir hjá Ríkissjónvarpinu séu náttúrlega að gera sitt besta til að búa til gott sjónvarpsefni. „Og ef þetta er leiðin til að fá þekktari (vinsælli) lagahöfunda að borðinu þá skil ég alveg þá pælingu... en mér finnst samt að lögin eigi ekki að fá greiða leið inn nema að þau beri höfuð og herðar yfir lög sem koma inn eftir venjulegum leiðum,“ segir Matti og bendir á að þarna koma allavega inn tvö vinsælustu lögin og þá hlýtur að vera hægt að réttlæta vinnubrögðin. Matti segist skilja það vel að þessi pæling pirri þá keppendur sem ekki fengu hálfa milljón og yngri hann væri án vafa brjálaður vegna þeirrar mismununar. Matti, sem er þaulreyndur tónlistarmaður og hefur meðal annars farið í lokakeppnina, með Vinum Sjonna, segir keppnina hafa farið í gegnum allskonar tilraunastarfsemi í vali á lögum og lagahöfundum. „Þetta er kannski ekkert verri leið en hvað annað en ég skil samt alveg að aðrir höfundar séu pirraðir á þessu. Það er alveg hægt að réttlæta þá hugsun og yngri ég væri eflaust brjálaður.“ Matti sem sagt skilur að Ríkissjónvarpið vilji hafa keppnina sem skemmtilegasta og fjölbreytta. „Ég er mjög sáttur með mitt framlag og ég var bara 272 atkvöðum frá að keppa í úrslitum og er bara hamingjusamur með það,“ segir Matti kátur. Eurovision Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Daði og Gagnamagnið unnu með miklum yfirburðum Lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu gjörsigraði í Söngvakeppninni 2020 sem haldin var í Laugardalshöll á laugardaginn en í tilkynningu frá RÚV má sjá hvernig atkvæðin skiptust. 2. mars 2020 15:53 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 22:54 Egill Ólafsson harðorður í garð RÚV: Látið með kynnana sem stjörnur en keppendur í aukahlutverki Egill Ólafsson, hinn reynslumikli söngvari Stuðmanna, Spilverks þjóðanna og Þursaflokksins, er afar gagnrýninn á umgjörð Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. 2. mars 2020 06:45 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Af þeim tíu lögum sem tóku þátt í söngvakeppninni var það svo að fjögur þeirra fengu aukreitis 500 þúsund króna framlag frá Ríkissjónvarpinu fyrir að vera með. Svokallaðir valdir höfundar voru fjórir: Jón Ólafsson og Hildur Vala, Dimma, Daði Freyr og svo Þormóður Eiríksson, JóiP&Króli en Kid Isak flutti þeirra lag. „Þessir höfundar fengu sömu upphæð og aðrir til þess að útfæra lagið en að auki fengu þessir völdu höfundar hver um sig 500.000kr. eingreiðslu fyrir að vera með,“ segir Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri sjónvarps í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fastur kostnaður rúm hálf milljón króna Aðrir keppendur fengu 500 þúsund til að vinna sitt atriði sem þýðir að framlag Ríkisútvarpsins til hinna völdu höfunda var um hundrað prósentum hærra. Rúnar Freyr hefur greint frá því að fjórir aðilar, þau Jón Ólafsson og Hildur Vala, Dimma, Daði Freyr og svo Þormóður Eiríksson, JóiP&Króli en Kid Isak flutti þeirra lag, hafi fengið 500 þúsund krónur fyrir að vera með. Sem hlýtur að vekja upp spurningar um mismunun og skakka samkeppnisstöðu sem velta má fyrir sér hvort viðeigandi sé að ríkið standa fyrir slíku? Fimm hundruð þúsund krónur eru hugsaðar sem grunnkostnaður fyrir leigu á stúdíói, upptökustjóra, búninga og svo framvegis. „Að auki greiðum við svo öllum listamönnum sem koma fram í upptökunni á laginu, söngvurum og hljóðfæraleikurum, samkvæmt taxta sem unnin var í samráði við FÍH. Þessar tölur eru allt frá rúmum 35.000 kr, fyrir leik á eitt hljóðfæri, og upp í rúmar 110.000 kr. fyrir sólósöng. Við greiðum svo öllum listamönnum sérstaklega fyrir að koma fram á keppnunum. Bakraddir, dansarar og söngvarar fá allir greitt fyrir framkomuna allt frá 55.000 til 112.000 kr,“ sagði Rúnar Freyr í samtali við DV fyrir mánuði. Elísabet telur þetta ójafnan leik Hinir sex flytjendurnir, sem ekki fengu þessar aukreitis fimm hundruð þúsund krónur fyrir að vera með eru Brynja Mary, Elísabet Ormslev, Ísold og Helga, Íva Marín Adrichem, Matti Matt og Nína. Vísir ræddi við þrjú þeirra og þeim var sumum hverjum brugðið; töldu þau þetta til marks um ójafnan leik og þannig ekki sanngjarnt. Elísabet var hissa þegar Vísir upplýsti hana um að svo væri í pottinn búið. Elísabet segir að þetta komi sér mjög á óvart, að sumir keppenda hafi fengið 500 þúsund krónur. Sem gerir leikinn heldur ójafnan. „Auðvitað kemur þetta mér mjög á óvart. Ég var meðvituð um að RÚV biður listamenn sérstaklega um að taka þátt, ég hef vitað það lengi. Og mér finnst það alveg skemmtilegur vinkill að fá breiðari flóru listamanna sem myndu kannski ekki vera með nema vera beðnir um það. Hins vegar hefði ég viljað vita af þessu. Þetta mætti kannski vera meira gegnsæi með hvernig þetta virkar. Auðvitað er þetta ójafnvægi á leikvellinum, að hafa þetta svona.“ Þannig að þú lítur á þetta sem ójafnan leik? „Ég skil að RÚV vilji reyna að fá ferskt blóð og fjölbreytni inn í keppnina og ég styð það alveg. En, ég vissi ekki af þessu. Og auðvitað er þetta kannski ekki alveg sanngjarnt gagnvart hinum atriðunum sem vitaskuld leggja alveg jafn mikla vinnu, blóð svita og tár í lög sín og atriði.“ Elísabet bendir einnig á annað atriði sem er að hún er ekkert viss um að þeir sem nutu fyrirgreiðslu séu sér meðvituð um það að þau hafi verið að fá meira en aðrir þátttakendur. „Það er ekki við þau að sakast. Mér þætti áhugavert að vita ástæðurnar fyrir þessu, svo ég skilji betur hvers vegna þetta er svona? Kannski er gild ástæða fyrir þessu. Gæti verið.“ Klár mismunun Iva Marín Adrichem segir að persónulega sjái hún ekkert athugavert við það að tónlistarfólk sé fengið til að semja lög fyrir Söngvakeppnina. „Hinsvegar er langt því frá ásættanlegt ef rétt reynist að þeir sem beðnir voru um lag hafi fengið 500.000 krónur til viðbótar við þann styrk sem allir keppendur fengu fyrir framleiðslu atriðis síns. Það er ekkert annað en mismunun og það hefði átt að liggja fyrir frá upphafi,“ segir Iva. Iva segir að ef rétt reynist þá sé þetta mjög ósanngjarnt og í raun ámælisvert. Hún bendir á að Ríkissjónvarpið ohf. hafi gefið upp þá ástæðu að þeir hafi ráðið fólk til lagasmíðanna vegna skorts á innsendingum í keppnina. En, það stenst varla skoðun. „Sú ástæða finnst mér fjarri því að halda vatni þar sem yfir 150 umsóknir um þátttöku bárust. Því skil ég ekki af hverju fleiri ungum og lítt þekktum tónlistarmönnum hafi ekki verið gefið meira tækifæri til að láta ljós sitt skína.“ Íva segir að það hefði átt að gera höfundum og flytjendum það ljóst að svona væri í pottinn búið strax frá upphafi. Ef hluti keppenda hafi verið að fá hálfa milljón aukreitis þá finnist henni það mjög slæmt og ámælisvert. „Persónulega finnst mér líka að þetta eigi að vera annað hvort eða. Annað hvort biður þú fólk um að semja lög fyrir stóru keppnina og engin söngvakeppni eða það er söngvakeppni, allir velkomnir og enginn með forskot fram yfir annan.“ Yngri ég væri eflaust brjálaður Matti Matt segir að þeir hjá Ríkissjónvarpinu séu náttúrlega að gera sitt besta til að búa til gott sjónvarpsefni. „Og ef þetta er leiðin til að fá þekktari (vinsælli) lagahöfunda að borðinu þá skil ég alveg þá pælingu... en mér finnst samt að lögin eigi ekki að fá greiða leið inn nema að þau beri höfuð og herðar yfir lög sem koma inn eftir venjulegum leiðum,“ segir Matti og bendir á að þarna koma allavega inn tvö vinsælustu lögin og þá hlýtur að vera hægt að réttlæta vinnubrögðin. Matti segist skilja það vel að þessi pæling pirri þá keppendur sem ekki fengu hálfa milljón og yngri hann væri án vafa brjálaður vegna þeirrar mismununar. Matti, sem er þaulreyndur tónlistarmaður og hefur meðal annars farið í lokakeppnina, með Vinum Sjonna, segir keppnina hafa farið í gegnum allskonar tilraunastarfsemi í vali á lögum og lagahöfundum. „Þetta er kannski ekkert verri leið en hvað annað en ég skil samt alveg að aðrir höfundar séu pirraðir á þessu. Það er alveg hægt að réttlæta þá hugsun og yngri ég væri eflaust brjálaður.“ Matti sem sagt skilur að Ríkissjónvarpið vilji hafa keppnina sem skemmtilegasta og fjölbreytta. „Ég er mjög sáttur með mitt framlag og ég var bara 272 atkvöðum frá að keppa í úrslitum og er bara hamingjusamur með það,“ segir Matti kátur.
Eurovision Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Daði og Gagnamagnið unnu með miklum yfirburðum Lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu gjörsigraði í Söngvakeppninni 2020 sem haldin var í Laugardalshöll á laugardaginn en í tilkynningu frá RÚV má sjá hvernig atkvæðin skiptust. 2. mars 2020 15:53 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 22:54 Egill Ólafsson harðorður í garð RÚV: Látið með kynnana sem stjörnur en keppendur í aukahlutverki Egill Ólafsson, hinn reynslumikli söngvari Stuðmanna, Spilverks þjóðanna og Þursaflokksins, er afar gagnrýninn á umgjörð Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. 2. mars 2020 06:45 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Daði og Gagnamagnið unnu með miklum yfirburðum Lagið Think about things með Daða og Gagnamagninu gjörsigraði í Söngvakeppninni 2020 sem haldin var í Laugardalshöll á laugardaginn en í tilkynningu frá RÚV má sjá hvernig atkvæðin skiptust. 2. mars 2020 15:53
Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 22:54
Egill Ólafsson harðorður í garð RÚV: Látið með kynnana sem stjörnur en keppendur í aukahlutverki Egill Ólafsson, hinn reynslumikli söngvari Stuðmanna, Spilverks þjóðanna og Þursaflokksins, er afar gagnrýninn á umgjörð Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. 2. mars 2020 06:45
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp