Fyrirtæki í vanda með launa- og skattagreiðslur Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. apríl 2020 11:10 Drungi yfir öllu á tímum kórónufaraldurs. Vísir/Vilhelm Nokkrir viðmælendur Vísis, sem eru með lítinn rekstur, segjast þurfa að gera ráðstafanir til að geta greitt virðisaukaskattinn sem er á gjalddaga næsta mánudag. Þá hafi launagreiðslur verið erfiðar um mánaðarmótin og ekki greiddar út að fullu í öllum tilfellum. Ástandið sé hreinlega fordæmalaust þar sem innkoma fyrirtækja hefur verið nánast engin síðustu daga og vikur. Ríkisskattstjóri sendi fyrirtækjum tilkynningu í gær þar sem minnt var á að næsti gjalddagi virðisaukaskatts er á mánudag, 6.apríl. Ólíkt staðgreiðslunni gera úrræði stjórnvalda ekki ráð fyrir frestun eða skiptingu á þessum greiðslum. Hins vegar verður ekki beitt álagi að þessu sinni vegna vanskila, en vextir eru að jafnaði 1% fyrstu tíu daga vanskila. Vextir greiðast þó ef virðisaukaskattur hefur ekki verið greiddur innan mánaðar frá gjalddaga og í þeim tilfellum reiknast dráttarvextir á ógreiddan virðisaukaskatt frá gjalddaga. Í tilkynningu ríkisskattstjóra er þeim fyrirtækjum sem kunna að eiga í greiðsluerfiðleikum bent á að hafa samband við innheimtumann ríkissjóðs til að leita samninga um greiðsludreifingu , sem af þessu má gera ráð fyrir að muni þá innifela vexti frá gjalddaga. Skil á skýrslunni mikilvæg Þá er sérstök athygli vakin á því að fyrirtæki skili inn virðisaukaskattskýrslunni enda séu fullnægjandi skil á henni eitt af skilyrðum þess að fyrirtæki geti sótt um að fresta skilum á afdreginni staðgreiðslu. Uppgjörstímabil virðisaukaskattsins til greiðslu á mánudag er fyrir tímabilið janúar og febrúar 2020. Eiga hvorki fyrir launum né skattagreiðslum „Ég sé það auðvitað í mínu starfi hvernig staðan verður erfiðari dag frá degi hjá þeim fyrirtækjum sem misstu allar sínar tekjur á augabragði,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri 3 Skref bókhaldsþjónustu á Facebooksíðu sinni í morgun. Hún hvetur fólk til að standa með fyrirtækjum og reyna að styðja við þau eins og kostur er. Þar bendir hún á að fleiri fyrirtæki en þau sem eru í ferðaþjónustu hafi orðið illa fyrir barðinu á kórónufaraldrinum. Nefnir hún sérstaklega hárgreiðslu- og snyrtistofur sem þurftu að loka í kjölfar herts samkomubanns. Þá segist Ingibjörg vita til þess að fyrirtæki hafi nýtt sér úrræði stjórnvalda um skert starfshlutfall án þess að hafa getað greitt út launin. „Margir nýta sér hlutastarfaleiðina frekar en að segja upp starfsfólki án þess þó að geta jafnvel borgað launin. Eða leiguna og annan fastan rekstrarkostnað. Það gæti hjálpað verulega mikið að kaupa núna vöru og þjónustu sem við svo nýtum seinna.“ Nokkrir viðmælendur Vísis sem eru með lítinn rekstur taka undir orð Ingibjargar. Segja sumir viðmælendur að greiðsludreifing á virðisaukaskattinum hefði getað nýst vel á meðan aðrir segja að það muni strax um, að geta greitt virðisaukaskattinn á mánaðartímabili án vaxta, samhliða því að hafa frestað greiðslum staðgreiðslu. Launagreiðslur hafi verið erfiðar um mánaðarmótin og ekki greidd út að fullu í sumum tilfellum. Að sögn þessara viðmælenda hefur sala aldrei verið jafn lítil og síðustu daga og vikur og enginn tími sambærilegur í rekstrinum hvað það varðar. „Maður hrekkur hreinlega í kút ef einhver viðskiptavinur slæðist hingað inn,“ sagði einn viðmælandi. Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjá meira
Nokkrir viðmælendur Vísis, sem eru með lítinn rekstur, segjast þurfa að gera ráðstafanir til að geta greitt virðisaukaskattinn sem er á gjalddaga næsta mánudag. Þá hafi launagreiðslur verið erfiðar um mánaðarmótin og ekki greiddar út að fullu í öllum tilfellum. Ástandið sé hreinlega fordæmalaust þar sem innkoma fyrirtækja hefur verið nánast engin síðustu daga og vikur. Ríkisskattstjóri sendi fyrirtækjum tilkynningu í gær þar sem minnt var á að næsti gjalddagi virðisaukaskatts er á mánudag, 6.apríl. Ólíkt staðgreiðslunni gera úrræði stjórnvalda ekki ráð fyrir frestun eða skiptingu á þessum greiðslum. Hins vegar verður ekki beitt álagi að þessu sinni vegna vanskila, en vextir eru að jafnaði 1% fyrstu tíu daga vanskila. Vextir greiðast þó ef virðisaukaskattur hefur ekki verið greiddur innan mánaðar frá gjalddaga og í þeim tilfellum reiknast dráttarvextir á ógreiddan virðisaukaskatt frá gjalddaga. Í tilkynningu ríkisskattstjóra er þeim fyrirtækjum sem kunna að eiga í greiðsluerfiðleikum bent á að hafa samband við innheimtumann ríkissjóðs til að leita samninga um greiðsludreifingu , sem af þessu má gera ráð fyrir að muni þá innifela vexti frá gjalddaga. Skil á skýrslunni mikilvæg Þá er sérstök athygli vakin á því að fyrirtæki skili inn virðisaukaskattskýrslunni enda séu fullnægjandi skil á henni eitt af skilyrðum þess að fyrirtæki geti sótt um að fresta skilum á afdreginni staðgreiðslu. Uppgjörstímabil virðisaukaskattsins til greiðslu á mánudag er fyrir tímabilið janúar og febrúar 2020. Eiga hvorki fyrir launum né skattagreiðslum „Ég sé það auðvitað í mínu starfi hvernig staðan verður erfiðari dag frá degi hjá þeim fyrirtækjum sem misstu allar sínar tekjur á augabragði,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri 3 Skref bókhaldsþjónustu á Facebooksíðu sinni í morgun. Hún hvetur fólk til að standa með fyrirtækjum og reyna að styðja við þau eins og kostur er. Þar bendir hún á að fleiri fyrirtæki en þau sem eru í ferðaþjónustu hafi orðið illa fyrir barðinu á kórónufaraldrinum. Nefnir hún sérstaklega hárgreiðslu- og snyrtistofur sem þurftu að loka í kjölfar herts samkomubanns. Þá segist Ingibjörg vita til þess að fyrirtæki hafi nýtt sér úrræði stjórnvalda um skert starfshlutfall án þess að hafa getað greitt út launin. „Margir nýta sér hlutastarfaleiðina frekar en að segja upp starfsfólki án þess þó að geta jafnvel borgað launin. Eða leiguna og annan fastan rekstrarkostnað. Það gæti hjálpað verulega mikið að kaupa núna vöru og þjónustu sem við svo nýtum seinna.“ Nokkrir viðmælendur Vísis sem eru með lítinn rekstur taka undir orð Ingibjargar. Segja sumir viðmælendur að greiðsludreifing á virðisaukaskattinum hefði getað nýst vel á meðan aðrir segja að það muni strax um, að geta greitt virðisaukaskattinn á mánaðartímabili án vaxta, samhliða því að hafa frestað greiðslum staðgreiðslu. Launagreiðslur hafi verið erfiðar um mánaðarmótin og ekki greidd út að fullu í sumum tilfellum. Að sögn þessara viðmælenda hefur sala aldrei verið jafn lítil og síðustu daga og vikur og enginn tími sambærilegur í rekstrinum hvað það varðar. „Maður hrekkur hreinlega í kút ef einhver viðskiptavinur slæðist hingað inn,“ sagði einn viðmælandi.
Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjá meira