Hundar hafa jákvæð áhrif á aksturslag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. maí 2020 07:00 Chihuahua hundur í Trabant 601. Matthias Rietschel Að aka með hund í bílnum dregur úr streitu og hvetur til öruggari aksturs samkvæmt rannsókn sem unnin var af spænska bílaframleiðandanum SEAT í Bretlandi. Rúmlega helmingur hundaeigenda eða 54% segjast aka af meiri varkárni þegar hundur þeirra er með í för. Sérstaklega segjast yngri ökumenn fara gætilega þegar þeir eru með hund í bílnum eða um 69% þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára. Innan við helmingur eldri ökumanna segjast aka af meiri varkárni ef hundur er með í för. 42% þeirra sem eru yfir 55 ára segjast vera varari um sig í umferðinni ef hundur er meðferðis. Að hafa hund í bílnum hefur einnig jákvæð áhrif á stress. En 35% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni segja að þeir séu rólegri undir stýri ef það er hundur í bílnum. Gæludýr Umferðaröryggi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent
Að aka með hund í bílnum dregur úr streitu og hvetur til öruggari aksturs samkvæmt rannsókn sem unnin var af spænska bílaframleiðandanum SEAT í Bretlandi. Rúmlega helmingur hundaeigenda eða 54% segjast aka af meiri varkárni þegar hundur þeirra er með í för. Sérstaklega segjast yngri ökumenn fara gætilega þegar þeir eru með hund í bílnum eða um 69% þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára. Innan við helmingur eldri ökumanna segjast aka af meiri varkárni ef hundur er með í för. 42% þeirra sem eru yfir 55 ára segjast vera varari um sig í umferðinni ef hundur er meðferðis. Að hafa hund í bílnum hefur einnig jákvæð áhrif á stress. En 35% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni segja að þeir séu rólegri undir stýri ef það er hundur í bílnum.
Gæludýr Umferðaröryggi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent