Á síðasta ári byrjaði Gulli Helga að fylgjast með leikarahjónunum Gísla Erni Garðarssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur í framkvæmdum við Nesveg á Seltjarnarnesinu. Þau tóku þá ákvörðun að taka hús sitt algjörlega í gegn frá a-ö og byrjaði ferðalaginu í síðustu þáttaröð af Gulla Byggir. Nú var loksins komið að því að sjá lokaútkomuna og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að sjá hana í þætti gærkvöldsins.
Hjónin höfðu búið í eigninni í fjögur ár áður en framkvæmdir hófust og hafa þau þurft að búa hjá foreldrum Gísla síðan þá.
Þegar framkvæmdir hófust var búið að endurhanna húsið og gera nýjar teikningar. Eitt af því sem átti að gera var að stækka húsið í áttina að sjónum og koma einnig fyrir risastórum glugga sem er um fimm metrar á breidd og yfir tvo metra á hæð. Áætlun sem engum leist í raun vel á þar sem veðráttan er ekki alltaf nægilega góð svona upp við sjó.
Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.
Margir af helstu leikurum Íslands hreinsuðu allt út úr húsi Gísla og Nínu og má sjá hvernig það gekk hér að neðan.
Koma þurfti fyrir risastórum glugga í húsinu og var það nokkuð erfitt verkefni.