Erlent

Hyggjast skima alla borgar­búa í Wu­han

Atli Ísleifsson skrifar
Wuhan var nær algjörlega lokað í ellefu vikur en byrjað var að slaka á takmörkunum þar strax 8. apríl.
Wuhan var nær algjörlega lokað í ellefu vikur en byrjað var að slaka á takmörkunum þar strax 8. apríl. Getty

Borgaryfirvöld í Wuhan, þar sem kórónuveiran var fyrst staðfest, ætla að ráðast í gríðarlega umfangsmikla rannsókn á útbreiðslu veirunnar þar í borg.

Til stendur að skima hvern einasta borgarbúa fyrir veirunni, en í Wuhan búa ellefu milljónir manna. Átakið á að standa í tíu daga en ekki hefur verið gefið út hvenær ráðast á í framkvæmdina.

Sex ný tilfelli kórónuveirunnar greindust í borginni um helgina en áður hafði veiran ekkert látið á sér kræla frá því í byrjun aprílmánaðar.

Wuhan var nær algjörlega lokað í ellefu vikur en byrjað var að slaka á takmörkunum þar strax 8. apríl.


Tengdar fréttir

Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO

Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×