Toyota reiknar með 80% samdrætti Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. maí 2020 07:00 Toyota reiknar með 80% samdrætti í hagnaði. Toyota Toyota reiknar með að umtalsverður samdráttur verði í sölu á nýjum bílum og gerir ráð fyrir 80% samdrætti í hagnaði. „Samdráttur í sölu mun verða meiri en í Lehman kreppunni, en vegna þess að við munum áfram skila hagnaði getum við fjárfest í framtíðinni,“ sagði Akio Toyoda, framkvæmdastjóri Toyota í viðtali við Financial Times. Toyota áætlar að skila hagnaði sem nemur 20% af þeim hagnaði sem félagið skilaði í fyrra, sem var 2,4 trilljón japönsk jen eða um 3.277.147.513.286 íslenskar krónur. Sem væri slakasti árangur Toyota síðan árið 2011. Þá skýrðist dýfan af miklum jarðskjálfta og flóðbylgju. Þá gerir Toyota ráð fyrir því að selja um 8,9 milljón bíla á heimsvísu en áætlanir gerðu ráð fyrir 10,5 milljónum. Við þessa tilkynningu lækkaði Toyota um tvö prósent í kauphöllinni í Tókýó. Ekki bara Toyota sem spáir samdrætti Honda skilaði umtalsverðu tapi á síðasta ársfjórðungi eftir að sala minnkaði umtalsvert í kjölfar kórónaveirunnar. Mazda sendi frá sér afkomuviðvörun og gerir ráð fyrir að tekjur muni dragast saman um 81% vegna kórónaveirunnar. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent
Toyota reiknar með að umtalsverður samdráttur verði í sölu á nýjum bílum og gerir ráð fyrir 80% samdrætti í hagnaði. „Samdráttur í sölu mun verða meiri en í Lehman kreppunni, en vegna þess að við munum áfram skila hagnaði getum við fjárfest í framtíðinni,“ sagði Akio Toyoda, framkvæmdastjóri Toyota í viðtali við Financial Times. Toyota áætlar að skila hagnaði sem nemur 20% af þeim hagnaði sem félagið skilaði í fyrra, sem var 2,4 trilljón japönsk jen eða um 3.277.147.513.286 íslenskar krónur. Sem væri slakasti árangur Toyota síðan árið 2011. Þá skýrðist dýfan af miklum jarðskjálfta og flóðbylgju. Þá gerir Toyota ráð fyrir því að selja um 8,9 milljón bíla á heimsvísu en áætlanir gerðu ráð fyrir 10,5 milljónum. Við þessa tilkynningu lækkaði Toyota um tvö prósent í kauphöllinni í Tókýó. Ekki bara Toyota sem spáir samdrætti Honda skilaði umtalsverðu tapi á síðasta ársfjórðungi eftir að sala minnkaði umtalsvert í kjölfar kórónaveirunnar. Mazda sendi frá sér afkomuviðvörun og gerir ráð fyrir að tekjur muni dragast saman um 81% vegna kórónaveirunnar.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent