Toyota reiknar með 80% samdrætti Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. maí 2020 07:00 Toyota reiknar með 80% samdrætti í hagnaði. Toyota Toyota reiknar með að umtalsverður samdráttur verði í sölu á nýjum bílum og gerir ráð fyrir 80% samdrætti í hagnaði. „Samdráttur í sölu mun verða meiri en í Lehman kreppunni, en vegna þess að við munum áfram skila hagnaði getum við fjárfest í framtíðinni,“ sagði Akio Toyoda, framkvæmdastjóri Toyota í viðtali við Financial Times. Toyota áætlar að skila hagnaði sem nemur 20% af þeim hagnaði sem félagið skilaði í fyrra, sem var 2,4 trilljón japönsk jen eða um 3.277.147.513.286 íslenskar krónur. Sem væri slakasti árangur Toyota síðan árið 2011. Þá skýrðist dýfan af miklum jarðskjálfta og flóðbylgju. Þá gerir Toyota ráð fyrir því að selja um 8,9 milljón bíla á heimsvísu en áætlanir gerðu ráð fyrir 10,5 milljónum. Við þessa tilkynningu lækkaði Toyota um tvö prósent í kauphöllinni í Tókýó. Ekki bara Toyota sem spáir samdrætti Honda skilaði umtalsverðu tapi á síðasta ársfjórðungi eftir að sala minnkaði umtalsvert í kjölfar kórónaveirunnar. Mazda sendi frá sér afkomuviðvörun og gerir ráð fyrir að tekjur muni dragast saman um 81% vegna kórónaveirunnar. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Toyota reiknar með að umtalsverður samdráttur verði í sölu á nýjum bílum og gerir ráð fyrir 80% samdrætti í hagnaði. „Samdráttur í sölu mun verða meiri en í Lehman kreppunni, en vegna þess að við munum áfram skila hagnaði getum við fjárfest í framtíðinni,“ sagði Akio Toyoda, framkvæmdastjóri Toyota í viðtali við Financial Times. Toyota áætlar að skila hagnaði sem nemur 20% af þeim hagnaði sem félagið skilaði í fyrra, sem var 2,4 trilljón japönsk jen eða um 3.277.147.513.286 íslenskar krónur. Sem væri slakasti árangur Toyota síðan árið 2011. Þá skýrðist dýfan af miklum jarðskjálfta og flóðbylgju. Þá gerir Toyota ráð fyrir því að selja um 8,9 milljón bíla á heimsvísu en áætlanir gerðu ráð fyrir 10,5 milljónum. Við þessa tilkynningu lækkaði Toyota um tvö prósent í kauphöllinni í Tókýó. Ekki bara Toyota sem spáir samdrætti Honda skilaði umtalsverðu tapi á síðasta ársfjórðungi eftir að sala minnkaði umtalsvert í kjölfar kórónaveirunnar. Mazda sendi frá sér afkomuviðvörun og gerir ráð fyrir að tekjur muni dragast saman um 81% vegna kórónaveirunnar.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent