Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 13:27 Frá tónleikum í Ekvador fyrr í mánuðinum. AP/Dolores Ochoa Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. Með því að fara yfir tölur yfir fjölda fólks sem hefur dáið að undanförnu og bera það saman við sama tímabil undanfarinnar ára hafa blaðamenn New York Times séð að víðsvegar í Suður-Ameríku hefur fjöldinn margfaldast. Er það til marks um að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Vanda Suður-Ameríku má að miklu leyti rekja til þess að sjúkrahús standa ekki vel vegna fjárskorts og verri efnahagsstöðu. Embættismönnum þar gekk til að mynda mun verr að kaupa nauðsynlegar byrgðir en embættismönnum í ríkari löndum. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar brugðist lítið og illa við vegna faraldursins. Til að mynd Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Samkvæmt opinberum tölum hafa minnst 11.519 dáið þar í landi en meðal annars vegna þess að skimun er mjög lítil er fjöldi látinna líklega mun hærri en það. Borgin Manaus hefur orðið sérstaklega illa úti vegna faraldursins. Í apríl dóu þar um 2.800 manns, sem er sirka þrisvar sinnum meira en á hefðbundnu ári. Arthur Virgílio Neto, borgarstjóri, segir að illa hafi gengið að verða borginni út um nauðsynjar eins og lyf og hlífðarbúnað. Hann segir að skortur af leiðsögn ríkisstjórnar Bolsonaro hafi valdið miklum skaða og viðhorf forsetans til félagsforðunar sömuleiðis. Í grafreitum Manaus hafa starfsmenn þruft að grafa fólk í fjöldagröfum vegna þess hve margir hafa dáið. Lík lágu á víð og dreif um sjúkrahús borgarinnar um tíma og fjölmargir dóu á heimilum sínum. Svipaða sögu er að segja frá Perú, þar voru umfangsmiklar aðgerðir tilkynntar í upphafi faraldursins. Hermenn voru sendir á götur borga og bæja landsins til að tryggja að útgöngubannið yrði framfylgt og tiltölulega gott ástand efnahags Perú gerði yfirvöldum þar kleift að styðja við bak almennings. Þrátt fyrir það hafa fjölmargir dáið þar í landi. NYT segir til dæmis að starfsmenn sjúkrahúsa hafi þurft að geyma lík utandyra og jafnvel sjúklinga líka vegna skorts á rúmum. Í borginni Guayaquil í Ekvador er útlit fyrir að fimm sinnum fleiri hafi dáið í apríl en í sama mánuði undanfarinnar ára. Hundruð íbúa elita að líkum fjölskyldumeðlima sinna sem fóru á sjúkrahús og sneru aldrei aftur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Ekvador Perú Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. Með því að fara yfir tölur yfir fjölda fólks sem hefur dáið að undanförnu og bera það saman við sama tímabil undanfarinnar ára hafa blaðamenn New York Times séð að víðsvegar í Suður-Ameríku hefur fjöldinn margfaldast. Er það til marks um að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Vanda Suður-Ameríku má að miklu leyti rekja til þess að sjúkrahús standa ekki vel vegna fjárskorts og verri efnahagsstöðu. Embættismönnum þar gekk til að mynda mun verr að kaupa nauðsynlegar byrgðir en embættismönnum í ríkari löndum. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar brugðist lítið og illa við vegna faraldursins. Til að mynd Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Samkvæmt opinberum tölum hafa minnst 11.519 dáið þar í landi en meðal annars vegna þess að skimun er mjög lítil er fjöldi látinna líklega mun hærri en það. Borgin Manaus hefur orðið sérstaklega illa úti vegna faraldursins. Í apríl dóu þar um 2.800 manns, sem er sirka þrisvar sinnum meira en á hefðbundnu ári. Arthur Virgílio Neto, borgarstjóri, segir að illa hafi gengið að verða borginni út um nauðsynjar eins og lyf og hlífðarbúnað. Hann segir að skortur af leiðsögn ríkisstjórnar Bolsonaro hafi valdið miklum skaða og viðhorf forsetans til félagsforðunar sömuleiðis. Í grafreitum Manaus hafa starfsmenn þruft að grafa fólk í fjöldagröfum vegna þess hve margir hafa dáið. Lík lágu á víð og dreif um sjúkrahús borgarinnar um tíma og fjölmargir dóu á heimilum sínum. Svipaða sögu er að segja frá Perú, þar voru umfangsmiklar aðgerðir tilkynntar í upphafi faraldursins. Hermenn voru sendir á götur borga og bæja landsins til að tryggja að útgöngubannið yrði framfylgt og tiltölulega gott ástand efnahags Perú gerði yfirvöldum þar kleift að styðja við bak almennings. Þrátt fyrir það hafa fjölmargir dáið þar í landi. NYT segir til dæmis að starfsmenn sjúkrahúsa hafi þurft að geyma lík utandyra og jafnvel sjúklinga líka vegna skorts á rúmum. Í borginni Guayaquil í Ekvador er útlit fyrir að fimm sinnum fleiri hafi dáið í apríl en í sama mánuði undanfarinnar ára. Hundruð íbúa elita að líkum fjölskyldumeðlima sinna sem fóru á sjúkrahús og sneru aldrei aftur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Ekvador Perú Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira