Lífið

Sagan af því þegar konurnar létu Gissur byrja á Facebook

Kristján Már Unnarsson skrifar
Gissur græjaður á Facebook í góðum félagsskap kvenna sem stjönuðu við hann í setustofunni á Heilsuhælinu í Hveragerði í haust.
Gissur græjaður á Facebook í góðum félagsskap kvenna sem stjönuðu við hann í setustofunni á Heilsuhælinu í Hveragerði í haust. Mynd/KMU.

Stjórnendur morgunþáttarins Í bítið hófu þáttinn í morgun á því að færa áhorfendum þá sorgarfrétt að hinn ástsæli fréttamaður Gissur Sigurðsson væri látinn. Þeir Gunnlaugur Helgason og Heimir Karlsson minntust síðan langs samstarfs þeirra við Gissur í morgunútvarpinu á Bylgunni.

„Hann sagði í raun miklu meira en bara fréttir. Hann sagði sögur,“ sagði Gunnlaugur.

„Hann færði fréttamennskuna svolítið upp á annað stig. Einstakur maður, hann Gissur. Bráðfyndinn, bráðskarpur,“ sagði Heimir.

Sjá nánar hér:

Sú frétt Vísis í haust að Gissur Sigurðsson væri búinn að stofna Facebook-aðgang vakti athygli.

Sjá hér: Gissur mættur á Facebook

„Segja má að síðasta vígið sé fallið hvað varðar Íslendinga og Facebook nú þegar Gissur Sigurðsson hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðilinn og tímaþjófinn,“ sagði í fréttinni.

Gissur í góðum félagsskap í matsalnum í Hveragerði.Mynd/KMU.

„Nú er ég kominn á facebook gott fólk! Hlakka til að vera samferða ykkur,“ sagði Gissur í ávarpi sínu á samfélagsmiðlinum.

Sagan af því hvernig það kom til að Gissur fór á Facebook var sögð hér Í bítið:


Tengdar fréttir

Andlát: Gissur Sigurðsson

Gissur Sigurðsson fréttamaður lést af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi í fyrrinótt. Hann sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.