Heimaæfingar í samkomubanni: „Við höfum ótrúlega aðlögunarhæfni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2020 09:00 Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga Nagli, er þjálfari og sálfræðingur. Vísir/Vilhelm Ragga Nagli fékk Arnald Birgi Konráðsson, sem er betur þekktur sem Biggi þjálfari, til sín í hlaðvarpið Heilsuvarpið til þess að ræða um heimaæfingar, enda ekki vanþörf á „nú þegar allar líkamsræktarstöðvar eru lok, lok og læs og allt í stáli.“ Í þættinum fara þessir tveir reynslumiklu þjálfarar yfir hvað fólk getur gert heima og hvernig hægt er að auka ákefðina með lágmarks búnaði. Biggi gefur líka hugmynd að mjög áhrifaríkri æfingu sem hægt er að gera heima í stofu með eigin skrokki og jafnvel bara einni ketilbjöllu. „Það eru fáir menn jafn hoknir af reynslu og Biggi þegar kemur að þjálfun því hann hefur yfir 20 ára reynslu í bransanum. Hann hefur ekki aðeins þjálfað þúsundir heldur tugþúsundir. Hann stofnaði og rak Boot Camp stöðvarnar um árabil en þar áður sleit hann barnskónum í hinu legendary Gym80 innan um kanónur eins og Jón Pál, Hjalta Úrsus, Magnús Ver og Jón bónda,“ segir Ragga um gest þáttarins. „Biggi er náttúrulega heilt stjörnukerfi af fróðleik. Vonandi getið þið bætt einhverju við vopnabúrið ykkar í heimaæfingum og haldið áfram að taka á því, hvort sem það er heima í stofu, í bílskúrnum, úti í garði, úti á túni, bara hvar sem er. Hættum ekki að hreyfa okkur, heilsuhegðunin er það sem mun halda geðheilsunni í lagi á þessum kórónutímum.“ Hægt er að hlusta á heimaæfingaþáttinn af Heilsuvarpinu í heild sinni í spilaranum hér að neðan og öllum helstu efnisveitum. Óþarfi að vinna á nærbuxunum „Auðvitað eru þetta viðbrigði fyrir marga og það eru viðbrigði fyrir marga sem eru ekki vanir að vinna heima að þurfa allt í einu að vinna heima og finna sér rútínu í kring um það. Þeir sem eru vanir að vinna í jakkafötum, að þurfa að fara að gíra sig upp í það. En það er ótrúlega góð leið samt sem áður, að hafa tilgang. Finndu þína rútínu.“ Biggi hvetur fólk til að klæða sig fyrir vinnuna á morgnana, en ekki endilega í æfingafötin sem það ætlar að nota eftir vinnu. „Vertu þú.“ Ragga, sem er lærður sálfræðingur, tekur undir þetta og segir að fötin sendi ákveðin skilaboð til sjálfsins og hafi áhrif á hugarfarið okkar. „Þó að þú sért heima þá þarftu ekkert endilega að sitja við tölvuna á nærbrókinni.“ Í þættinum segir Biggi frá æfingu og það eina sem þarf er ein ketilbjalla eða annað sem er til á heimilinu.Vísir/Vilhelm Ný rútína heima Þau segja að það sama gildi um æfingafötin, það sé óþarfi að fara í Kvennahlaupsbolinn þó að enginn sjái þig á æfingu, það sé betra að æfa í sömu fötum og venjulega. Í því sé ákveðin hvatning. Biggi hvetur fólk til að fara út að fá sér ferskt loft eða hreyfa sig utan dyra líka. „Stór hluti af því hvað mörgum finnst þetta erfitt, það er af því að við erum að flækja þetta fyrir okkur. Búum okkur til okkar rútínu heima sem okkur líður vel með.“ Það þurfi ekki allar æfingar að fara fram í stofunni, þeir sem ekki eru í einangrun geti líka fært æfingarnar út. „Við höfum ótrúlega aðlögunarhæfni, við þurfum bara að ögra okkur í nokkra daga og þá er það komið.“ Ragga segir að það sé best að einstaklingar sem ætla að æfa heima, haldi sömu rútínu og fyrir samkomubann og lokanir líkamsræktarstöðva hvort sem það var drykkur eða næring fyrir æfingu, ákveðin tónlist eða annað. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ragga Nagli skrifar um heilsu hér á Vísi. Hægt er að nálgast pistlana hennar HÉR! Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sumarbústaðasyndrómið Þekkirðu þegar þú ferð í sumarbústað og það eina sem þú hugsar um er næsta máltíð. 6. apríl 2020 12:00 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Ragga Nagli fékk Arnald Birgi Konráðsson, sem er betur þekktur sem Biggi þjálfari, til sín í hlaðvarpið Heilsuvarpið til þess að ræða um heimaæfingar, enda ekki vanþörf á „nú þegar allar líkamsræktarstöðvar eru lok, lok og læs og allt í stáli.“ Í þættinum fara þessir tveir reynslumiklu þjálfarar yfir hvað fólk getur gert heima og hvernig hægt er að auka ákefðina með lágmarks búnaði. Biggi gefur líka hugmynd að mjög áhrifaríkri æfingu sem hægt er að gera heima í stofu með eigin skrokki og jafnvel bara einni ketilbjöllu. „Það eru fáir menn jafn hoknir af reynslu og Biggi þegar kemur að þjálfun því hann hefur yfir 20 ára reynslu í bransanum. Hann hefur ekki aðeins þjálfað þúsundir heldur tugþúsundir. Hann stofnaði og rak Boot Camp stöðvarnar um árabil en þar áður sleit hann barnskónum í hinu legendary Gym80 innan um kanónur eins og Jón Pál, Hjalta Úrsus, Magnús Ver og Jón bónda,“ segir Ragga um gest þáttarins. „Biggi er náttúrulega heilt stjörnukerfi af fróðleik. Vonandi getið þið bætt einhverju við vopnabúrið ykkar í heimaæfingum og haldið áfram að taka á því, hvort sem það er heima í stofu, í bílskúrnum, úti í garði, úti á túni, bara hvar sem er. Hættum ekki að hreyfa okkur, heilsuhegðunin er það sem mun halda geðheilsunni í lagi á þessum kórónutímum.“ Hægt er að hlusta á heimaæfingaþáttinn af Heilsuvarpinu í heild sinni í spilaranum hér að neðan og öllum helstu efnisveitum. Óþarfi að vinna á nærbuxunum „Auðvitað eru þetta viðbrigði fyrir marga og það eru viðbrigði fyrir marga sem eru ekki vanir að vinna heima að þurfa allt í einu að vinna heima og finna sér rútínu í kring um það. Þeir sem eru vanir að vinna í jakkafötum, að þurfa að fara að gíra sig upp í það. En það er ótrúlega góð leið samt sem áður, að hafa tilgang. Finndu þína rútínu.“ Biggi hvetur fólk til að klæða sig fyrir vinnuna á morgnana, en ekki endilega í æfingafötin sem það ætlar að nota eftir vinnu. „Vertu þú.“ Ragga, sem er lærður sálfræðingur, tekur undir þetta og segir að fötin sendi ákveðin skilaboð til sjálfsins og hafi áhrif á hugarfarið okkar. „Þó að þú sért heima þá þarftu ekkert endilega að sitja við tölvuna á nærbrókinni.“ Í þættinum segir Biggi frá æfingu og það eina sem þarf er ein ketilbjalla eða annað sem er til á heimilinu.Vísir/Vilhelm Ný rútína heima Þau segja að það sama gildi um æfingafötin, það sé óþarfi að fara í Kvennahlaupsbolinn þó að enginn sjái þig á æfingu, það sé betra að æfa í sömu fötum og venjulega. Í því sé ákveðin hvatning. Biggi hvetur fólk til að fara út að fá sér ferskt loft eða hreyfa sig utan dyra líka. „Stór hluti af því hvað mörgum finnst þetta erfitt, það er af því að við erum að flækja þetta fyrir okkur. Búum okkur til okkar rútínu heima sem okkur líður vel með.“ Það þurfi ekki allar æfingar að fara fram í stofunni, þeir sem ekki eru í einangrun geti líka fært æfingarnar út. „Við höfum ótrúlega aðlögunarhæfni, við þurfum bara að ögra okkur í nokkra daga og þá er það komið.“ Ragga segir að það sé best að einstaklingar sem ætla að æfa heima, haldi sömu rútínu og fyrir samkomubann og lokanir líkamsræktarstöðva hvort sem það var drykkur eða næring fyrir æfingu, ákveðin tónlist eða annað. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ragga Nagli skrifar um heilsu hér á Vísi. Hægt er að nálgast pistlana hennar HÉR!
Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sumarbústaðasyndrómið Þekkirðu þegar þú ferð í sumarbústað og það eina sem þú hugsar um er næsta máltíð. 6. apríl 2020 12:00 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Sjá meira
Sumarbústaðasyndrómið Þekkirðu þegar þú ferð í sumarbústað og það eina sem þú hugsar um er næsta máltíð. 6. apríl 2020 12:00