Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 09:00 Hermann Hreiðarsson horfir á eftir boltanum fara í vitlaust mark. Getty/Neal Simpson Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska sjálfsmarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Fyrsta sjálfsmarkið hjá íslenskum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni skoraði Hermann Hreiðarsson og það leit dagsins ljós 4. október 1997. Fyrstur til að „skora“ á Old Trafford Sjálfsmarkið skoraði hann í leik Manchester United og Crystal Palace á Old Trafford. Hann varð bæði fyrsti Íslendingurinn til að „skora“ á Old Trafford og til að „skora“ fyrir Manchester United. Hermann Hreiðarsson var þarna á sínu fyrsta og eina tímabili Crystal Palace en hann hafði byrjað 1997 sem leikmaður ÍBV og farið til Englands á miðju tímabili á Íslandi. Hermann Hreiðarsson var á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið til Crystal Palace frá ÍBV fyrr um sumarið.Getty/Neal Simpson Hermann var á bekknum og kom ekkert við sögu í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en kom inn á sem varamaður undir lok leiks í 5. umferð og var síðan í fyrsta sinn í byrjunarliðinu á móti Wimbledon 20. september 1997. Crystal Palace vann þar 1-0 sigur og Hermann hélt sæti sínu. Búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu Þegar kom að leiknum á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford 4. október 1997 þá var Hermann búinn að vera í byrjunarliðinu í þremur leikjum í röð. Manchester United komst í 1-0 á 17. mínútu með marki Teddy Sheringham og á 30. mínútu varð Hermanni fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. David Beckham fékk boltann út á hægri kanti og nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Hann átti sendingu inn á markteig og þar var Hermann einn og yfirgefinn en enginn sóknarmaður Manchester United nálægur. Hermann ruglaðist hins vegar í ríminu og rendi sér í boltann sem fór af honum óverjandi í bláhornið. Kevin Miller í marki Crystal Palace átti enga möguleika á að verja skotið eins og sjá má hér fyrir neðan. Beckham lagði því upp markið en fékk þó ekki skráða stoðsendingu því enska úrvalsdeildin skráir ekki stoðsendingu fyrir sjálfsmörk. Hermann Hreiðarsson kláraði leikinn og Manchester United liðinu tókst ekki að bæta við mörkum síðasta klukkutíma leiksins. Næsti leikur Hermanns var á Íslandi Hermann hélt líka sæti sínu í byrjunarliði Crystal Palace og í næsta leik á eftir náði liðið markalausu jafntefli á móti verðandi Englandsmeisturum Arsenal. Í millitíðinni fór Hermann hins vegar til Íslands og spilaði allan tímann í vinstri bakverðinum þegar íslenska landsliðið vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvellinum. Hermann Hreiðarsson getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa skorað sjálfsmarkið.Skjámynd/Youtube Hermann skoraði síðan sitt fyrsta mark fyrir Crystal Palace, það er í rétt mark, þremur vikum eftir leikinn á Old Trafford þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Sheffield Wednesday á Hillsborough. Hermann kom þá Palace í 1-0 á 27. mínútu leiksins. Hermann Hreiðarsson og félagar í Crystal Palace urðu að sætta sig við fall úr ensku úrvalsdeildinni um vorið og Hermann var síðan seldur til C-deildarliðs Brentford í september 1998. Rúmu ári síðan var Wimbledon búið að kaupa hann og Hermann því aftur kominn í ensku úrvalsdeildina þar sem spilaði síðan meira eða minna frá 1999 til 2010 fyrir utan eitt tímabil með Ipswich Town í b-deildinni. Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska sjálfsmarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Fyrsta sjálfsmarkið hjá íslenskum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni skoraði Hermann Hreiðarsson og það leit dagsins ljós 4. október 1997. Fyrstur til að „skora“ á Old Trafford Sjálfsmarkið skoraði hann í leik Manchester United og Crystal Palace á Old Trafford. Hann varð bæði fyrsti Íslendingurinn til að „skora“ á Old Trafford og til að „skora“ fyrir Manchester United. Hermann Hreiðarsson var þarna á sínu fyrsta og eina tímabili Crystal Palace en hann hafði byrjað 1997 sem leikmaður ÍBV og farið til Englands á miðju tímabili á Íslandi. Hermann Hreiðarsson var á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið til Crystal Palace frá ÍBV fyrr um sumarið.Getty/Neal Simpson Hermann var á bekknum og kom ekkert við sögu í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en kom inn á sem varamaður undir lok leiks í 5. umferð og var síðan í fyrsta sinn í byrjunarliðinu á móti Wimbledon 20. september 1997. Crystal Palace vann þar 1-0 sigur og Hermann hélt sæti sínu. Búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu Þegar kom að leiknum á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford 4. október 1997 þá var Hermann búinn að vera í byrjunarliðinu í þremur leikjum í röð. Manchester United komst í 1-0 á 17. mínútu með marki Teddy Sheringham og á 30. mínútu varð Hermanni fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. David Beckham fékk boltann út á hægri kanti og nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Hann átti sendingu inn á markteig og þar var Hermann einn og yfirgefinn en enginn sóknarmaður Manchester United nálægur. Hermann ruglaðist hins vegar í ríminu og rendi sér í boltann sem fór af honum óverjandi í bláhornið. Kevin Miller í marki Crystal Palace átti enga möguleika á að verja skotið eins og sjá má hér fyrir neðan. Beckham lagði því upp markið en fékk þó ekki skráða stoðsendingu því enska úrvalsdeildin skráir ekki stoðsendingu fyrir sjálfsmörk. Hermann Hreiðarsson kláraði leikinn og Manchester United liðinu tókst ekki að bæta við mörkum síðasta klukkutíma leiksins. Næsti leikur Hermanns var á Íslandi Hermann hélt líka sæti sínu í byrjunarliði Crystal Palace og í næsta leik á eftir náði liðið markalausu jafntefli á móti verðandi Englandsmeisturum Arsenal. Í millitíðinni fór Hermann hins vegar til Íslands og spilaði allan tímann í vinstri bakverðinum þegar íslenska landsliðið vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvellinum. Hermann Hreiðarsson getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa skorað sjálfsmarkið.Skjámynd/Youtube Hermann skoraði síðan sitt fyrsta mark fyrir Crystal Palace, það er í rétt mark, þremur vikum eftir leikinn á Old Trafford þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Sheffield Wednesday á Hillsborough. Hermann kom þá Palace í 1-0 á 27. mínútu leiksins. Hermann Hreiðarsson og félagar í Crystal Palace urðu að sætta sig við fall úr ensku úrvalsdeildinni um vorið og Hermann var síðan seldur til C-deildarliðs Brentford í september 1998. Rúmu ári síðan var Wimbledon búið að kaupa hann og Hermann því aftur kominn í ensku úrvalsdeildina þar sem spilaði síðan meira eða minna frá 1999 til 2010 fyrir utan eitt tímabil með Ipswich Town í b-deildinni.
Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00
Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00