Nýtt tilfelli ebóla staðfest í Austur-Kongó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 13:02 Ebólafaraldurinn hefur leikið Austur-Kongó grátt frá því í ágúst 2018 þegar faraldurinn braust þar út. EPA/HUGH KINSELLA CUNNINGHAM Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu og þýða að faraldurinn muni standa yfir í minnst tvo mánuði til viðbótar áður en heilbrigðisstarfsmenn geta verið vissir um að niðurlögum veirunnar hafi verið ráðið. Faraldurinn, sem hófst í ágúst 2018, hefur dregið meira en 2.200 manns til dauða. „Fréttirnar komu aðeins tveimur dögum fyrir endalok veirunnar, þetta þykir okkur afar sorglegt,“ sagði Marie Roseline Belizaire, sem fer fyrir ebóla-deild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við erum enn í viðbragðsstöðu. Og við munum vera það þar til yfirlíkur.“ Faraldurinn er sá tíundi sinnar tegundar í Kongó og er hann sá annar versti sem hefur riðið yfir landið. Hann fylgir fast á hæla ebólafaraldursins sem reið yfir Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu á árunum 2013-2016. Tilfellið sem tilkynnt var á föstudag er 26 ára gamall maður í Bení, hundruð þúsunda manna borg í Austur-Kongó, sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Síðar á föstudag tilkynntu kongósk yfirvöld að maðurinn hafi látist. Ebóla er sérstaklega skæð veira og hafa nærri tveir af hverjum þremur sem smitast hafa af henni látist í þessum faraldri. Erfitt hefur reynst að bregðast við veirunni vegna átaka í Austur-Kongó sem hafa geisað samhliða faraldrinum og hafa árásir á heilbrigðisstarfsmenn verið tíðar. Í Kongó hafa 215 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest og lítill hluti þeirra hefur verið í héraðinu Norður Kívú, þar sem ebólafaraldurinn hefur verið hvað verstur. Þá hefur skæðasti yfirstandandi mislingafaraldur í heiminum leikið Austur-Kongó grátt og hafa meira en 6.000 manns látið lífið af sökum hans síðasta árið. Samkvæmt Belizaire taka heilbrigðisstarfsmenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um 200 sýni á dag á bæði lifandi og látnum einstaklingum sem taldir eru vera smitaðir af ebóla. Þá sagði hún að teymi hennar fái minnst 5.000 tilkynningar á dag, sem sendar eru þegar sjúklingar sýna einkenni ebóla. Einkennin eru meðal annars hár hiti, blæðingar, uppköst og niðurgangur. Þessi einkenni geta einnig verið einkenni mislinga, malaríu og margra annarra sjúkdóma. Ebóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austur-Kongó Tengdar fréttir Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59 Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02 Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar. Fréttirnar komu mörgum í opna skjöldu og þýða að faraldurinn muni standa yfir í minnst tvo mánuði til viðbótar áður en heilbrigðisstarfsmenn geta verið vissir um að niðurlögum veirunnar hafi verið ráðið. Faraldurinn, sem hófst í ágúst 2018, hefur dregið meira en 2.200 manns til dauða. „Fréttirnar komu aðeins tveimur dögum fyrir endalok veirunnar, þetta þykir okkur afar sorglegt,“ sagði Marie Roseline Belizaire, sem fer fyrir ebóla-deild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Við erum enn í viðbragðsstöðu. Og við munum vera það þar til yfirlíkur.“ Faraldurinn er sá tíundi sinnar tegundar í Kongó og er hann sá annar versti sem hefur riðið yfir landið. Hann fylgir fast á hæla ebólafaraldursins sem reið yfir Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu á árunum 2013-2016. Tilfellið sem tilkynnt var á föstudag er 26 ára gamall maður í Bení, hundruð þúsunda manna borg í Austur-Kongó, sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Síðar á föstudag tilkynntu kongósk yfirvöld að maðurinn hafi látist. Ebóla er sérstaklega skæð veira og hafa nærri tveir af hverjum þremur sem smitast hafa af henni látist í þessum faraldri. Erfitt hefur reynst að bregðast við veirunni vegna átaka í Austur-Kongó sem hafa geisað samhliða faraldrinum og hafa árásir á heilbrigðisstarfsmenn verið tíðar. Í Kongó hafa 215 tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest og lítill hluti þeirra hefur verið í héraðinu Norður Kívú, þar sem ebólafaraldurinn hefur verið hvað verstur. Þá hefur skæðasti yfirstandandi mislingafaraldur í heiminum leikið Austur-Kongó grátt og hafa meira en 6.000 manns látið lífið af sökum hans síðasta árið. Samkvæmt Belizaire taka heilbrigðisstarfsmenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um 200 sýni á dag á bæði lifandi og látnum einstaklingum sem taldir eru vera smitaðir af ebóla. Þá sagði hún að teymi hennar fái minnst 5.000 tilkynningar á dag, sem sendar eru þegar sjúklingar sýna einkenni ebóla. Einkennin eru meðal annars hár hiti, blæðingar, uppköst og niðurgangur. Þessi einkenni geta einnig verið einkenni mislinga, malaríu og margra annarra sjúkdóma.
Ebóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Austur-Kongó Tengdar fréttir Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59 Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02 Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Ebólaveiran búin að stökkbreytast Vísindamenn sem fylgjast með útbreiðslu ebóluveirunnar í Gíneu segja að veiran hafi nú stökkbreyst. 29. janúar 2015 09:59
Ferðabann vegna Ebólafaraldursins Yfirvöld í Kenýa hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að ferðamönnum frá Líberíu, Gíneu og Síerra Leone verði bannað að koma inn í landið vegna Ebólafaraldursins. 16. ágúst 2014 19:02
Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi. 6. ágúst 2014 22:34