Enski boltinn

Leikvangi Tottenham breytt í heilsugæslustöð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimavöllur Tottenham í Lundúnum
Heimavöllur Tottenham í Lundúnum vísir/getty

Leikvangur enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham hefur nýst heilbrigðisyfirvöldum í Lundúnum vel í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn.

Raunar hefur leikvangnum, sem er nær splunkunýr, verið breytt í heilsugæslustöð en þar eru meðal annars tekin sýni vegna Covid-19 og þau greind. Sjúkrarými hafa verið sett upp í búningsklefum og fleira.

Leikvangur Tottenham var tekinn í notkun á síðasta ári og er um að ræða stórglæsilegt og mikilfenglegt mannvirki og er hann nú undirlagður fyrir heilbrigðisyfirvöld. Hefur Tottenham unnið náið með nærliggjandi sjúkrahúsum við uppsetninguna.

Tottenham tilkynnti fyrr í dag að félagið væri hætt við að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda til að greiða starfsfólki sínu, öðru en leikmönnum laun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×