Egill Ploder nýr liðsmaður FM957: „Hlakka til að sýna mig og sanna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2020 15:35 Egill Ploder er einn af stofnendum samfélagsmiðlahópsins Áttunnar. Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder Ottósson hefur verið ráðinn sem útvarpsmaður á FM957. Egil mun stýra þættinum Keyrslan alla virka daga frá 14 - 18 nema föstudaga þar sem hann verður á milli 13 - 16 og FM95Blö á sínum stað klukkan fjögur. Egill mun einnig starfa á markaðsdeild Sýnar samhliða útvarpsverkefnum. Egill ætlar sér stóra hluti á nýjum vettvangi. „Starfið leggst mjög vel í mig. Ég þekki náttúrulega aðeins til starfsfólksins hérna á Suðurlandsbraut og það hefur verið tekið ótrúlega vel á móti manni,“ segir Egill og bætir við að FM957 sé stöð sem sé búin að vera á toppnum frá stofnun. „Ég hlakka til að fá að koma með mína punkta og áherslur inn og fá þá mögulega að taka þátt í því að gera gott enn betra. Starfið á markaðsdeildinni verður líka mjög áhugavert. Enda hef ég haft mikinn áhuga og reynslu af markaðsmálum. Þó kannski sérstaklega á samfélagsmiðlamarkaðsmálum. Þannig að ég er gríðarlega jákvæður fyrir framtíðinni og hlakka til að sýna mig og sanna fyrir hlustendum og samstarfsmönnum.“ Egill kom að því að stofna samfélagsmiðlamerkið Áttan sem sló rækilega í gegn á sínum tíma. Hann segir framtíð Áttunnar óljósa. „Þetta gerðist rosalega hratt og því er ekki kominn 100 prósent ákvörðun varðandi framtíð merkisins. En við erum ekkert að drífa okkur og eins og staðan er núna er Burning Questions ennþá á dagskrá hjá Áttan Miðlum. Það skýrist kannski betur á næstu vikum hvort við setjum Áttuna í sjálfskipaða sóttkví eða höldum áfram í fullum gangi.“ Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder Ottósson hefur verið ráðinn sem útvarpsmaður á FM957. Egil mun stýra þættinum Keyrslan alla virka daga frá 14 - 18 nema föstudaga þar sem hann verður á milli 13 - 16 og FM95Blö á sínum stað klukkan fjögur. Egill mun einnig starfa á markaðsdeild Sýnar samhliða útvarpsverkefnum. Egill ætlar sér stóra hluti á nýjum vettvangi. „Starfið leggst mjög vel í mig. Ég þekki náttúrulega aðeins til starfsfólksins hérna á Suðurlandsbraut og það hefur verið tekið ótrúlega vel á móti manni,“ segir Egill og bætir við að FM957 sé stöð sem sé búin að vera á toppnum frá stofnun. „Ég hlakka til að fá að koma með mína punkta og áherslur inn og fá þá mögulega að taka þátt í því að gera gott enn betra. Starfið á markaðsdeildinni verður líka mjög áhugavert. Enda hef ég haft mikinn áhuga og reynslu af markaðsmálum. Þó kannski sérstaklega á samfélagsmiðlamarkaðsmálum. Þannig að ég er gríðarlega jákvæður fyrir framtíðinni og hlakka til að sýna mig og sanna fyrir hlustendum og samstarfsmönnum.“ Egill kom að því að stofna samfélagsmiðlamerkið Áttan sem sló rækilega í gegn á sínum tíma. Hann segir framtíð Áttunnar óljósa. „Þetta gerðist rosalega hratt og því er ekki kominn 100 prósent ákvörðun varðandi framtíð merkisins. En við erum ekkert að drífa okkur og eins og staðan er núna er Burning Questions ennþá á dagskrá hjá Áttan Miðlum. Það skýrist kannski betur á næstu vikum hvort við setjum Áttuna í sjálfskipaða sóttkví eða höldum áfram í fullum gangi.“
Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira