Rekstur í þrot: Algengt í smærri fyrirtækjum að eigendur hafi veitt veð eða aðrar ábyrgðir Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. apríl 2020 13:00 Pétur Steinn Guðmundsson lögfræðingur hjá Deloitte leiðir okkur í gegnum helstu atriði þess að rekstur fari í þrot, þ.m.t. ábyrgðir stjórnarmanna eða eigenda. Vísir/Aðsent Í kjölfar kórónufaraldurs hafa fjölmiðlar miðlað ýmsum fréttum og upplýsingum sem nýtast vel fyrir úrræði stjórnvalda, hvort heldur sem er fyrir fyrirtæki eða heimili. Ekki síst hafa hlutabæturnar svo kölluðu verið í brennidepli. Engum dylst að fyrirtæki róa lífróður og opinbert leyndarmál að mörg fyrirtæki munu ekki lifa komandi krepputíma af. En hvernig gengur gjaldþrot fyrirtækja fyrir sig, hvað þurfa menn að búa sig undir og er gjaldþrot eina leiðin sem fyrirtæki fara í þegar rekstur fer í þrot? Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um fjárhagsáhyggjur frá ýmsum hliðum og lagalega útfærslu á rekstrarþroti fyrirtækja, þ.m.t. skuldaábyrgðir stjórnarmanna og eigenda. Atvinnulífið á Vísi fékk Pétur Stein Guðmundsson lögfræðing hjá Deloitte og sérfræðing í skattamálum til að svara nokkrum spurningum þannig að svörin geti nýst fyrirtækjaeigendum og öðrum forsvarsaðilum fyrirtækja, fari svo að rekstur lifi efnahagslegt áfall ekki af. Meðal annars fer Pétur Steinn yfir ábyrgð stjórnarmanna á vörslusköttum og öðrum skuldum. Þá segir Pétur Steinn algengt í minni félögum að eigendur hafi veitt veð eða aðrar ábyrgðir vegna lánveitinga. Rekstur í þrot Mörg fyrirtæki fara í rekstrarþrot með árangurslausu fjárnámi en ekki gjaldþroti. Hver er munurinn á þessu tvennu? Árangurslaust fjárnám „Þegar árangurslaust fjárnám hefur farið fram liggur fyrir að viðkomandi fyrirtæki (skuldari) hefur ekki getað lagt fram tryggingar fyrir greiðslu þeirrar skuldar sem var grundvöllur fjárnámsins. Árangurslaust fjárnám er skráð á vanskilaskrá og er þar í 4 ár. Kröfuhafi getur viðhaldið kröfu sinni á fyrirtækið með því að setja fram kröfu um fjárnám aftur og aftur innan hvers þess tíma sem fyrningartími kröfu nær til. Oftast er um fjögurra ára fyrningu að ræða samkvæmt fyrningarlögum, en einnig geta kröfur verið með 10 ára fyrningartíma svo sem skuldabréf og dómar, en mjög oft í slíkum tilvikum liggur fyrir árituð stefna um kröfuna og er hún þá tæk til fjárnámsgerðar. Hver sá sem telur sig eiga kröfu á viðkomandi félag, þar sem árangurslaust fjárnám liggur fyrir, getur krafist gjaldþrotaskipta innan þriggja mánaða frá fjárnámsgerðinni. Þannig getur kröfuhafi A látið gera árangurslaust fjárnam hjá skuldara, en kröfuhafi B krafist gjaldþrotaskipta. Ef skuldari telur að um mistök hafi verið að ræða þegar árangurslaust fjárnám var gert, er hægt að óska eftir endurupptöku fjárnámsins og þá með því að leggja fram einhverjar eignir sem tryggja kröfuna fyrir gerðabeiðanda (kröfuhafann). Oftast fer það ekki framhjá fyrirsvarsmönnum fyrirtækja ef verið er að krefjast fjárnáms hjá félaginu. Því er það val fyrirsvarsmannanna að ákveða hvort þeir mæti til fjárnámsgerðarinnar eða ekki. Ég tel að menn eigi að mæta, eða láta lögmenn mæta fyrir sig, en stundum er staðan þannig að það breytir litlu fyrir fyrirtækin að mæta, sérstaklega ef um er að ræða félag sem hefur enga burði til að halda uppi vörnum, eða eru svo fjárvana að ábyrgð kann að liggja á fyrirsvarsmönnum félagsins að óska sjálfir eftir gjaldþroti félagsins vegna aðstæðna. Mjög oft eru fyrirsvarsmenn ekki að meta erfiða stöðu rétt og leita ekki faglegrar aðstoðar, en vilja af veikum mætti og litlu eða engu fé, reyna að ná félaginu fyrir vind. Stundum eru félög bara gjaldþrota. Gjaldþrot „Gjaldþrot er sameiginleg fullnustuaðgerð lánadrottna þegar ekki eru til nægjanleg verðmæti fyrir alla kröfuhafa. Með gjaldþroti lýkur líftíma félagsins eins og það var og í hönd fer tímabundinn líftími í uppgjör sem stjórnað er af skiptastjóra félagsins og lýkur með skiptalokum og afskráningu félagsins. Þegar krafa kemur fram um gjaldþrot og fyrirsvarsmaður félags mætir í héraðsdóm, getur hann fengið 4 vikna frest áður en uppkvaðning úrskurðar fer fram, ef hann telur að hann geti náð samkomulagi, eða greitt skuldir sínar á þeim tíma. Náist það ekki kemur til þess að héraðsdómur kveður upp úrskurð um gjaldþrot fyrirtækisins. Við uppkvaðningu gjaldþrots verður til nýr lögaðili, þar sem skiptastjóri skoðar rekstur félagsins á síðustu misserum, tryggir allar eignir og fjármuni félagsins og fær yfirlit yfir skuldir þess. Skiptastjóri auglýsir í Lögbirtingarblaðinu kröfulýsingafrest, sem oftast eru tveir mánuðir, en á þessum tíma þurfa kröfuhafar að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra sem síðan tekur afstöðu til þeirra krafna sem fram koma. Stjórnendur fyrirtækisins hafa enga aðkomu að þessu ferli, en þeir gefa skýrslu fyrir skiptastjóra og svara spurningum sem vakna hjá skiptastjóra um reksturinn, svo sem um tilteknar greiðslur, afhendingu eigna eða annarra fjármuna út úr félaginu. Sá dagur þegar krafa berst héraðsdómi er svokallaður frestdagur, en hann er viðmiðunardagur um mögulega riftun tiltekinna þátta í rekstri félagsins. Á frestdegi liggur fyrir að krafa um gjaldþrot hefur komið fram og er þá mat kröfuhafans að félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Riftunartíminn sem miðast við frestdag er tvenns konar, annars vegar 6 mánuðir fyrir frestdag, sem er almennur viðmiðunartími og á almennt við í viðskiptum ótengdra aðila, en síðan er tveggja ára frestur þar sem viðskipti hafa átt sér stað við nákomna aðila, en þar er átt við t.d. skyldmenni og tengda aðila sem vegna stöðu sinnar geta hafað fengið greiðslur eða afhendingu fjármuna sem eru til þess fallin að mismuna kröfuhöfum þrotabúsins. Hér geta verið einstaklingar og fyrirtæki þar sem eignarhald er tengt að einhverju því leyti, en riftunarreglur gjaldþrotalaga taka á þeim atriðum sem hægt er að rifta og miða að því að gera kröfuhafa betur setta. Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á stjórnendum fyrirtækja þar sem erfiðleikar í rekstri eru til staðar. Ábyrgðin er meðal annars sú að ef fyrir liggur að ekki verði staðið í skilum við kröfukafa innan skamms tíma, þá ber fyrirsvarsmönnum félagsins að krefjast sjálfir gjaldþrotaskipta félagsins. Ef það er ekki gert geta fyrirsvarsmenn orðið ábyrgir og skaðabótaskyldir fyrir því að hafa ekki krafist gjaldþrotaskipta,“ segir Pétur Steinn. Tómur miðbær á tímum samkomubanns. Mörg fyrirtæki munu ekki lifa samdráttarskeiðið af.Vísir/Vilhelm Ábyrgðir og eignir Er hægt að ganga á eignir eigenda þegar fyrirtæki fara í þrot og hætta starfsemi? Í hvaða skuldaábyrgðum eru eigendur almennt vegna reksturs, þ.e. verða að greiða eftir þrot? „Ef um er að ræða fyrirtæki með takmarkaðri ábyrgð, svo sem hlutafélög eða einkahlutafélög, þá er meginreglan sú að eigendur þeirra bera ekki ábyrgð umfram það fé sem þeir hafa sett inn í félagið. Ef hins vegar er um félög að ræða þar sem allir eða hluti eigenda bera ótakmarkaða ábyrgð, svo sem í sameignarfélögum eða samlagsfélögum, þá bera slíkir aðilar ábyrgð við þrot félagsins og reyndar með eigin eignum, því ekki er gerður greinamunur á eignum félagsins eða eiganda með ótakmarkaðri ábyrgð. Eigandi fer því samhliða í þrot. Ef við hugsum út frá einkahlutafélögum eða hlutafélögum, þá geta eigendur og/eða stjórnendur félagsins borið ábyrgð. Það er algengt í minni félögum að eigendur hafa sett kröfuhöfum veð eða aðrar ábyrgðir vegna lánveitinga til félagsins. Þessir aðilar þurfa því að gera upp skuldir sínar við kröfuhafa sem hafa slík veð eða ábyrgðir. Þessu til viðbótar bera stjórnendur, þ.e. stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ábyrgð t.d. um skil á vörslusköttum vegna félagsins. Með vörslusköttum er m.a. átt við virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda, sem eru dregnir af launamönnum félagsins. Við gjaldþrot ber skiptastjóra að benda héraðssaksóknara á ef hann verður var við einhvers konar misnotkun á fé, sem kann að vera saknæm ráðstöfun. Það er mjög algengt að við slíkar ábendingar séu fyrirsvarsmenn fyrirtækja dæmdir fyrir skattsvik eða fjárdrátt eftir atvikum. Sem beint svar við spurningunni má segja að ef allt hefur verið með eðlilegum hætti í fyrirtækinu en það fer í þrot t.d. vegna hreins tekjufalls þá takmarkast ábyrgð eigenda við það hlutafé sem þeir settu inn í félagið. Málin eru hins vegar sjaldnast svo einföld, því oft hefur fjárþörf félags verið til komin áður og lýtur þá þeim sjónarmiðum sem áður er vikið að,“ segir Pétur Steinn. Pétur Steinn segir banka hafa heimild til að halda utan um skrár sinna viðskiptavina og svo kölluð kröfuvakt innheimtufyrirtækja geti haldið innheimtu skulda áfram.Vísir/Aðsent Fyrningartími og innheimta skulda Samkvæmt gjaldþrotalögunum fyrnast gjaldþrot á tveimur árum og vanskil af vanskilaskrá eftir fjögur ár. Bankar hafa hins vegar heimild til að vera með sérstaka skrá hjá sér og innheimtufyrirtæki endurlífga kröfur og innheimta skuldir í mörg ár. Hvaða reglur gilda um þetta og hversu lengi geta aðilar átt von á því að afleiðingar vari vegna reksturs sem fer í þrot? „Almennur fyrningartími við gjaldþrot eru tvö ár. Þetta var mikil breyting frá því sem áður var, þegar kröfuhafar gátu haldið mönnum í einskonar gíslingu í fjölda ára með því að virkja kröfur sínar á ný t.d. með fjárnámi. Þegar fyrningartíma gjaldþrots lýkur, þá eru engar þær kröfur til staðar, sem fram komu við gjaldþrotið. Einstaklingar eiga því að geta hafið endurreist sína eftir þetta tímabil. Eins og minnst var á áður er almennur fyringingartími kröfu 4 ár. Þegar slíkar kröfur eru skráðar á vanskilaskrá er líftími þeirra 4 ár og það sama á við um fjarnám. Ef hins vegar aðili fer í gjaldþrot, þá virkjast tveggja ára reglan og aðilum sem hafa umsjón með vanskilaskráningu er ekki heimilt að framlengja hana. Stundum þarf þó að gera kröfu um að slíkar skráningar séu afmáðar, en það á að vera auðsótt mál. Bankar verða að fara eftir sömu reglum. Þeim er ekki heimilt að miðla upplýsingum um vanskil einstakra aðila þótt þeir kunni að geyma viðskiptasögu viðskiptavinar hjá sér. Ef bankinn er að viðhalda persónugreinanlegum upplýsingum um fyrrum viðskiptamenn sína, geta þeir aðilar komið ábendingum til persónuverndar með kröfu um að slíkar upplýsingar verði afmáðar. Það kemur síðan í ljós hvort einhver málefnaleg rök bankans eru til staðar um varðveislu upplýsinganna. Vegna innheimtufyrirtækja, þá eru þeir með svokallaða kröfuvakt sem byggir á því að fylgst er með skuldara meðan krafan er ekki fyrnd. Ef krafa er fyrnd, þá er hún ekki til og ber að afmá hana úr kröfuvakt. Hafi félög farið í gjaldþrot og engar ábyrgðir eigenda til staðar, á að vera búið að afmá allar upplýsingar eftir þau tvö ár frá lokum þrotabúsins, þegar krafan er fyrnd. Þessi tími getur lengst hjá ábyrgðarmönnum ef t.d. fjárnám vegna ábyrgðar hefur verið gerð, þegar fyrir lá að ekkert fékkst upp í kröfurnar við gjaldþrot, en eins og áður segir eru vanskil á skráð í 4 ár, ef ekki kemur til gjaldþrots“ segir Pétur Steinn að lokum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjö ráð fyrir smærri fyrirtæki á krepputímum Í smærri fyrirtækjum mæðir mikið á eigandanum sem í flestum tilfellum ber nokkra hatta í fyrirtækinu: Er framkvæmdastjóri, fjármálastjóri, markaðstjóri, sölustjóri, starfsmannastjóri, innkaupastjóri, framleiðslustjóri og svo mætti lengi telja. 14. apríl 2020 11:00 Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kjölfar kórónufaraldurs hafa fjölmiðlar miðlað ýmsum fréttum og upplýsingum sem nýtast vel fyrir úrræði stjórnvalda, hvort heldur sem er fyrir fyrirtæki eða heimili. Ekki síst hafa hlutabæturnar svo kölluðu verið í brennidepli. Engum dylst að fyrirtæki róa lífróður og opinbert leyndarmál að mörg fyrirtæki munu ekki lifa komandi krepputíma af. En hvernig gengur gjaldþrot fyrirtækja fyrir sig, hvað þurfa menn að búa sig undir og er gjaldþrot eina leiðin sem fyrirtæki fara í þegar rekstur fer í þrot? Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um fjárhagsáhyggjur frá ýmsum hliðum og lagalega útfærslu á rekstrarþroti fyrirtækja, þ.m.t. skuldaábyrgðir stjórnarmanna og eigenda. Atvinnulífið á Vísi fékk Pétur Stein Guðmundsson lögfræðing hjá Deloitte og sérfræðing í skattamálum til að svara nokkrum spurningum þannig að svörin geti nýst fyrirtækjaeigendum og öðrum forsvarsaðilum fyrirtækja, fari svo að rekstur lifi efnahagslegt áfall ekki af. Meðal annars fer Pétur Steinn yfir ábyrgð stjórnarmanna á vörslusköttum og öðrum skuldum. Þá segir Pétur Steinn algengt í minni félögum að eigendur hafi veitt veð eða aðrar ábyrgðir vegna lánveitinga. Rekstur í þrot Mörg fyrirtæki fara í rekstrarþrot með árangurslausu fjárnámi en ekki gjaldþroti. Hver er munurinn á þessu tvennu? Árangurslaust fjárnám „Þegar árangurslaust fjárnám hefur farið fram liggur fyrir að viðkomandi fyrirtæki (skuldari) hefur ekki getað lagt fram tryggingar fyrir greiðslu þeirrar skuldar sem var grundvöllur fjárnámsins. Árangurslaust fjárnám er skráð á vanskilaskrá og er þar í 4 ár. Kröfuhafi getur viðhaldið kröfu sinni á fyrirtækið með því að setja fram kröfu um fjárnám aftur og aftur innan hvers þess tíma sem fyrningartími kröfu nær til. Oftast er um fjögurra ára fyrningu að ræða samkvæmt fyrningarlögum, en einnig geta kröfur verið með 10 ára fyrningartíma svo sem skuldabréf og dómar, en mjög oft í slíkum tilvikum liggur fyrir árituð stefna um kröfuna og er hún þá tæk til fjárnámsgerðar. Hver sá sem telur sig eiga kröfu á viðkomandi félag, þar sem árangurslaust fjárnám liggur fyrir, getur krafist gjaldþrotaskipta innan þriggja mánaða frá fjárnámsgerðinni. Þannig getur kröfuhafi A látið gera árangurslaust fjárnam hjá skuldara, en kröfuhafi B krafist gjaldþrotaskipta. Ef skuldari telur að um mistök hafi verið að ræða þegar árangurslaust fjárnám var gert, er hægt að óska eftir endurupptöku fjárnámsins og þá með því að leggja fram einhverjar eignir sem tryggja kröfuna fyrir gerðabeiðanda (kröfuhafann). Oftast fer það ekki framhjá fyrirsvarsmönnum fyrirtækja ef verið er að krefjast fjárnáms hjá félaginu. Því er það val fyrirsvarsmannanna að ákveða hvort þeir mæti til fjárnámsgerðarinnar eða ekki. Ég tel að menn eigi að mæta, eða láta lögmenn mæta fyrir sig, en stundum er staðan þannig að það breytir litlu fyrir fyrirtækin að mæta, sérstaklega ef um er að ræða félag sem hefur enga burði til að halda uppi vörnum, eða eru svo fjárvana að ábyrgð kann að liggja á fyrirsvarsmönnum félagsins að óska sjálfir eftir gjaldþroti félagsins vegna aðstæðna. Mjög oft eru fyrirsvarsmenn ekki að meta erfiða stöðu rétt og leita ekki faglegrar aðstoðar, en vilja af veikum mætti og litlu eða engu fé, reyna að ná félaginu fyrir vind. Stundum eru félög bara gjaldþrota. Gjaldþrot „Gjaldþrot er sameiginleg fullnustuaðgerð lánadrottna þegar ekki eru til nægjanleg verðmæti fyrir alla kröfuhafa. Með gjaldþroti lýkur líftíma félagsins eins og það var og í hönd fer tímabundinn líftími í uppgjör sem stjórnað er af skiptastjóra félagsins og lýkur með skiptalokum og afskráningu félagsins. Þegar krafa kemur fram um gjaldþrot og fyrirsvarsmaður félags mætir í héraðsdóm, getur hann fengið 4 vikna frest áður en uppkvaðning úrskurðar fer fram, ef hann telur að hann geti náð samkomulagi, eða greitt skuldir sínar á þeim tíma. Náist það ekki kemur til þess að héraðsdómur kveður upp úrskurð um gjaldþrot fyrirtækisins. Við uppkvaðningu gjaldþrots verður til nýr lögaðili, þar sem skiptastjóri skoðar rekstur félagsins á síðustu misserum, tryggir allar eignir og fjármuni félagsins og fær yfirlit yfir skuldir þess. Skiptastjóri auglýsir í Lögbirtingarblaðinu kröfulýsingafrest, sem oftast eru tveir mánuðir, en á þessum tíma þurfa kröfuhafar að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra sem síðan tekur afstöðu til þeirra krafna sem fram koma. Stjórnendur fyrirtækisins hafa enga aðkomu að þessu ferli, en þeir gefa skýrslu fyrir skiptastjóra og svara spurningum sem vakna hjá skiptastjóra um reksturinn, svo sem um tilteknar greiðslur, afhendingu eigna eða annarra fjármuna út úr félaginu. Sá dagur þegar krafa berst héraðsdómi er svokallaður frestdagur, en hann er viðmiðunardagur um mögulega riftun tiltekinna þátta í rekstri félagsins. Á frestdegi liggur fyrir að krafa um gjaldþrot hefur komið fram og er þá mat kröfuhafans að félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Riftunartíminn sem miðast við frestdag er tvenns konar, annars vegar 6 mánuðir fyrir frestdag, sem er almennur viðmiðunartími og á almennt við í viðskiptum ótengdra aðila, en síðan er tveggja ára frestur þar sem viðskipti hafa átt sér stað við nákomna aðila, en þar er átt við t.d. skyldmenni og tengda aðila sem vegna stöðu sinnar geta hafað fengið greiðslur eða afhendingu fjármuna sem eru til þess fallin að mismuna kröfuhöfum þrotabúsins. Hér geta verið einstaklingar og fyrirtæki þar sem eignarhald er tengt að einhverju því leyti, en riftunarreglur gjaldþrotalaga taka á þeim atriðum sem hægt er að rifta og miða að því að gera kröfuhafa betur setta. Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á stjórnendum fyrirtækja þar sem erfiðleikar í rekstri eru til staðar. Ábyrgðin er meðal annars sú að ef fyrir liggur að ekki verði staðið í skilum við kröfukafa innan skamms tíma, þá ber fyrirsvarsmönnum félagsins að krefjast sjálfir gjaldþrotaskipta félagsins. Ef það er ekki gert geta fyrirsvarsmenn orðið ábyrgir og skaðabótaskyldir fyrir því að hafa ekki krafist gjaldþrotaskipta,“ segir Pétur Steinn. Tómur miðbær á tímum samkomubanns. Mörg fyrirtæki munu ekki lifa samdráttarskeiðið af.Vísir/Vilhelm Ábyrgðir og eignir Er hægt að ganga á eignir eigenda þegar fyrirtæki fara í þrot og hætta starfsemi? Í hvaða skuldaábyrgðum eru eigendur almennt vegna reksturs, þ.e. verða að greiða eftir þrot? „Ef um er að ræða fyrirtæki með takmarkaðri ábyrgð, svo sem hlutafélög eða einkahlutafélög, þá er meginreglan sú að eigendur þeirra bera ekki ábyrgð umfram það fé sem þeir hafa sett inn í félagið. Ef hins vegar er um félög að ræða þar sem allir eða hluti eigenda bera ótakmarkaða ábyrgð, svo sem í sameignarfélögum eða samlagsfélögum, þá bera slíkir aðilar ábyrgð við þrot félagsins og reyndar með eigin eignum, því ekki er gerður greinamunur á eignum félagsins eða eiganda með ótakmarkaðri ábyrgð. Eigandi fer því samhliða í þrot. Ef við hugsum út frá einkahlutafélögum eða hlutafélögum, þá geta eigendur og/eða stjórnendur félagsins borið ábyrgð. Það er algengt í minni félögum að eigendur hafa sett kröfuhöfum veð eða aðrar ábyrgðir vegna lánveitinga til félagsins. Þessir aðilar þurfa því að gera upp skuldir sínar við kröfuhafa sem hafa slík veð eða ábyrgðir. Þessu til viðbótar bera stjórnendur, þ.e. stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ábyrgð t.d. um skil á vörslusköttum vegna félagsins. Með vörslusköttum er m.a. átt við virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda, sem eru dregnir af launamönnum félagsins. Við gjaldþrot ber skiptastjóra að benda héraðssaksóknara á ef hann verður var við einhvers konar misnotkun á fé, sem kann að vera saknæm ráðstöfun. Það er mjög algengt að við slíkar ábendingar séu fyrirsvarsmenn fyrirtækja dæmdir fyrir skattsvik eða fjárdrátt eftir atvikum. Sem beint svar við spurningunni má segja að ef allt hefur verið með eðlilegum hætti í fyrirtækinu en það fer í þrot t.d. vegna hreins tekjufalls þá takmarkast ábyrgð eigenda við það hlutafé sem þeir settu inn í félagið. Málin eru hins vegar sjaldnast svo einföld, því oft hefur fjárþörf félags verið til komin áður og lýtur þá þeim sjónarmiðum sem áður er vikið að,“ segir Pétur Steinn. Pétur Steinn segir banka hafa heimild til að halda utan um skrár sinna viðskiptavina og svo kölluð kröfuvakt innheimtufyrirtækja geti haldið innheimtu skulda áfram.Vísir/Aðsent Fyrningartími og innheimta skulda Samkvæmt gjaldþrotalögunum fyrnast gjaldþrot á tveimur árum og vanskil af vanskilaskrá eftir fjögur ár. Bankar hafa hins vegar heimild til að vera með sérstaka skrá hjá sér og innheimtufyrirtæki endurlífga kröfur og innheimta skuldir í mörg ár. Hvaða reglur gilda um þetta og hversu lengi geta aðilar átt von á því að afleiðingar vari vegna reksturs sem fer í þrot? „Almennur fyrningartími við gjaldþrot eru tvö ár. Þetta var mikil breyting frá því sem áður var, þegar kröfuhafar gátu haldið mönnum í einskonar gíslingu í fjölda ára með því að virkja kröfur sínar á ný t.d. með fjárnámi. Þegar fyrningartíma gjaldþrots lýkur, þá eru engar þær kröfur til staðar, sem fram komu við gjaldþrotið. Einstaklingar eiga því að geta hafið endurreist sína eftir þetta tímabil. Eins og minnst var á áður er almennur fyringingartími kröfu 4 ár. Þegar slíkar kröfur eru skráðar á vanskilaskrá er líftími þeirra 4 ár og það sama á við um fjarnám. Ef hins vegar aðili fer í gjaldþrot, þá virkjast tveggja ára reglan og aðilum sem hafa umsjón með vanskilaskráningu er ekki heimilt að framlengja hana. Stundum þarf þó að gera kröfu um að slíkar skráningar séu afmáðar, en það á að vera auðsótt mál. Bankar verða að fara eftir sömu reglum. Þeim er ekki heimilt að miðla upplýsingum um vanskil einstakra aðila þótt þeir kunni að geyma viðskiptasögu viðskiptavinar hjá sér. Ef bankinn er að viðhalda persónugreinanlegum upplýsingum um fyrrum viðskiptamenn sína, geta þeir aðilar komið ábendingum til persónuverndar með kröfu um að slíkar upplýsingar verði afmáðar. Það kemur síðan í ljós hvort einhver málefnaleg rök bankans eru til staðar um varðveislu upplýsinganna. Vegna innheimtufyrirtækja, þá eru þeir með svokallaða kröfuvakt sem byggir á því að fylgst er með skuldara meðan krafan er ekki fyrnd. Ef krafa er fyrnd, þá er hún ekki til og ber að afmá hana úr kröfuvakt. Hafi félög farið í gjaldþrot og engar ábyrgðir eigenda til staðar, á að vera búið að afmá allar upplýsingar eftir þau tvö ár frá lokum þrotabúsins, þegar krafan er fyrnd. Þessi tími getur lengst hjá ábyrgðarmönnum ef t.d. fjárnám vegna ábyrgðar hefur verið gerð, þegar fyrir lá að ekkert fékkst upp í kröfurnar við gjaldþrot, en eins og áður segir eru vanskil á skráð í 4 ár, ef ekki kemur til gjaldþrots“ segir Pétur Steinn að lokum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjö ráð fyrir smærri fyrirtæki á krepputímum Í smærri fyrirtækjum mæðir mikið á eigandanum sem í flestum tilfellum ber nokkra hatta í fyrirtækinu: Er framkvæmdastjóri, fjármálastjóri, markaðstjóri, sölustjóri, starfsmannastjóri, innkaupastjóri, framleiðslustjóri og svo mætti lengi telja. 14. apríl 2020 11:00 Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sjö ráð fyrir smærri fyrirtæki á krepputímum Í smærri fyrirtækjum mæðir mikið á eigandanum sem í flestum tilfellum ber nokkra hatta í fyrirtækinu: Er framkvæmdastjóri, fjármálastjóri, markaðstjóri, sölustjóri, starfsmannastjóri, innkaupastjóri, framleiðslustjóri og svo mætti lengi telja. 14. apríl 2020 11:00
Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“ 1. apríl 2020 07:00