Mætti með risastóra diskókúlu á fyrsta stefnumótið: „Eins og rómantísk bíómyndasena“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. maí 2020 20:00 Aðsend mynd „Ég hafði séð hana í auglýsingum og vissi aðeins af henni í gegnum vinkonu mína“, segir Arnar Eyfells sem var Einhleypa Makamála fyrir tæpu ári síðan en Arnar hefur nú fundið ástina í örmum fyrirsætunnar og leiklistarnemans Brynju Kúlu. Brynja er búsett í Los Angeles þar sem hún stundar nám í leiklist og stefnir parið á að búa þar saman í framtíðinni. Arnar starfar í auglýsingageiranum og er einn eigenda auglýsingastofunnar Ketchup Creative. „Námið mitt frestaðist aðeins út af einni lítilli veiru sem er víst á sveimi, en stefnan er tekin aftur út til Los Angeles þegar ástandið leyfir“, segir Brynja. Makamál eru forvitin að vita hvort að Brynja hafi mögulega séð viðtalið við Arnar í Einhleypunni. „Hún sá reyndar ekki viðtalið fyrr en eftir að við vorum búin að kynnast“, segir Arnar. „En ég mæli samt hiklaust með Einhleypunni, þetta svínvirkar. Þó að Brynja hafi reyndar ekki séð mig þar þá er ég allavega ekki lengur á lausu, haha!“ Kynntust fyrir algjöra tilviljun „Ég og Viktoría vinkona mín, sem einnig er vinkona Arnars, fengum okkur að borða saman eitt kvöldið og daginn eftir hittir hún Arnar. Af einhverri tilviljun datt það bara út úr henni að hún ætti sko geggjaða vinkonu sem væri líka á lausu. Hún sagði að hún hafi bara einhvern veginn misst það út úr sér, sagt það án þess að pæla í því. Hún skildi það eiginlega ekki sjálf því hún er vanalega ekki týpan í að koma fólki saman. En hún er greinilega mjög góð í því, því við smellpössum saman“. Arnar sendi Brynju skilaboð á Instagram og upp frá því var fyrsta stefnumótið planað. Aðsend mynd Einsog drauma-bíómyndasena Hvernig var svo fyrsta stefnumótið? „Arnar bauð mér á óvissudeit. Spurði mig nokkurra spurninga og sagði mér svo að taka með sundföt og hlýja úlpu. Ég tók það til og hann sótti mig“. Arnar segist auðvitað hafa tekið risa diskókúlu með í ferðalagið sem hann spennti í belti í aftursætið. „Auðvitað þurfti Kúlan að hafa allavega eins og eina diskókúlu með.“ Brynja segir að henni hafi fundist það eiginlega skrítið, á mjög góðan hátt, að í bílnum á leiðinni hafi henni liðið einsog hún væri búin að þekkja hann lengi. Svo komumst við líka bara strax að því að við ættum eiginlega allt sameiginlegt. Smekkurinn okkar er mjög líkur, lífssýnin og áhugasvið. Svo þegar komið var á áfangastað, sem var leyni náttúrulaug sem við höfðum út af fyrir okkur, þá stungum við okkur ofan í. Brynja segir Arnar hafa verið búinn að útbúa „picknick“ sem var algjörlega úthugsað. Karfa með öllu í litlum krukkum, blóm í vasa og kampavín. Veðrið var sjúkt, 17 stiga hiti, glampandi sól og við enduðum deitið á því að horfa á miðnætursólina setjast í örmum hvors annars. Algjört rómantískt-bíómynda deit eins og eitthvað sem maður horfir á og hugsar: „Það eru aldrei nein fyrstu deit svona í raunveruleikanum“. „En þetta er svo sannarlega til. Arnar er svo mikill „planer“ þannig að auðvitað planaði hann drauma-bíómyndasenuna sína og allt fór eftir áætlun. Eða meira að segja betur en það“. Í Einhleypu viðtalinu sem Makamál tóku við Arnar í fyrra var hann einmitt spurður um draumastefnumótið. Þar er greinilegt að sjá á svarinu að draumurinn hefur ræst. „Það væri eitthvað movie-moment. Einhver sena úr Midnight in Paris og Roman Holiday blönduð saman í einhverja fallega súpu. Ég er alveg hopeless romantic“. Hægt er að skoða Einhleypu viðtalið hér. Aðsend mynd Makamál óska þessu skemmtilega pari góðs gengis í framtíðinni og óska þeim einnig innilega til hamingju með ástina. Lengi lifi rómantíkin og draumastefnumótin. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Fólk að stelast í bólið og þorir ekki á Húð og kyn Aukin tíðni kynsjúkdóma hefur vakið athygli fyrstu mánuði ársins. Makamál slógu á þráðinn til Siggu Daggar, kynfræðings, og fengu að heyra hennar vangaveltur um mögulegar ástæður þessarar aukningar. 14. maí 2020 21:00 Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10. 18. maí 2020 21:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál „Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Ég hafði séð hana í auglýsingum og vissi aðeins af henni í gegnum vinkonu mína“, segir Arnar Eyfells sem var Einhleypa Makamála fyrir tæpu ári síðan en Arnar hefur nú fundið ástina í örmum fyrirsætunnar og leiklistarnemans Brynju Kúlu. Brynja er búsett í Los Angeles þar sem hún stundar nám í leiklist og stefnir parið á að búa þar saman í framtíðinni. Arnar starfar í auglýsingageiranum og er einn eigenda auglýsingastofunnar Ketchup Creative. „Námið mitt frestaðist aðeins út af einni lítilli veiru sem er víst á sveimi, en stefnan er tekin aftur út til Los Angeles þegar ástandið leyfir“, segir Brynja. Makamál eru forvitin að vita hvort að Brynja hafi mögulega séð viðtalið við Arnar í Einhleypunni. „Hún sá reyndar ekki viðtalið fyrr en eftir að við vorum búin að kynnast“, segir Arnar. „En ég mæli samt hiklaust með Einhleypunni, þetta svínvirkar. Þó að Brynja hafi reyndar ekki séð mig þar þá er ég allavega ekki lengur á lausu, haha!“ Kynntust fyrir algjöra tilviljun „Ég og Viktoría vinkona mín, sem einnig er vinkona Arnars, fengum okkur að borða saman eitt kvöldið og daginn eftir hittir hún Arnar. Af einhverri tilviljun datt það bara út úr henni að hún ætti sko geggjaða vinkonu sem væri líka á lausu. Hún sagði að hún hafi bara einhvern veginn misst það út úr sér, sagt það án þess að pæla í því. Hún skildi það eiginlega ekki sjálf því hún er vanalega ekki týpan í að koma fólki saman. En hún er greinilega mjög góð í því, því við smellpössum saman“. Arnar sendi Brynju skilaboð á Instagram og upp frá því var fyrsta stefnumótið planað. Aðsend mynd Einsog drauma-bíómyndasena Hvernig var svo fyrsta stefnumótið? „Arnar bauð mér á óvissudeit. Spurði mig nokkurra spurninga og sagði mér svo að taka með sundföt og hlýja úlpu. Ég tók það til og hann sótti mig“. Arnar segist auðvitað hafa tekið risa diskókúlu með í ferðalagið sem hann spennti í belti í aftursætið. „Auðvitað þurfti Kúlan að hafa allavega eins og eina diskókúlu með.“ Brynja segir að henni hafi fundist það eiginlega skrítið, á mjög góðan hátt, að í bílnum á leiðinni hafi henni liðið einsog hún væri búin að þekkja hann lengi. Svo komumst við líka bara strax að því að við ættum eiginlega allt sameiginlegt. Smekkurinn okkar er mjög líkur, lífssýnin og áhugasvið. Svo þegar komið var á áfangastað, sem var leyni náttúrulaug sem við höfðum út af fyrir okkur, þá stungum við okkur ofan í. Brynja segir Arnar hafa verið búinn að útbúa „picknick“ sem var algjörlega úthugsað. Karfa með öllu í litlum krukkum, blóm í vasa og kampavín. Veðrið var sjúkt, 17 stiga hiti, glampandi sól og við enduðum deitið á því að horfa á miðnætursólina setjast í örmum hvors annars. Algjört rómantískt-bíómynda deit eins og eitthvað sem maður horfir á og hugsar: „Það eru aldrei nein fyrstu deit svona í raunveruleikanum“. „En þetta er svo sannarlega til. Arnar er svo mikill „planer“ þannig að auðvitað planaði hann drauma-bíómyndasenuna sína og allt fór eftir áætlun. Eða meira að segja betur en það“. Í Einhleypu viðtalinu sem Makamál tóku við Arnar í fyrra var hann einmitt spurður um draumastefnumótið. Þar er greinilegt að sjá á svarinu að draumurinn hefur ræst. „Það væri eitthvað movie-moment. Einhver sena úr Midnight in Paris og Roman Holiday blönduð saman í einhverja fallega súpu. Ég er alveg hopeless romantic“. Hægt er að skoða Einhleypu viðtalið hér. Aðsend mynd Makamál óska þessu skemmtilega pari góðs gengis í framtíðinni og óska þeim einnig innilega til hamingju með ástina. Lengi lifi rómantíkin og draumastefnumótin.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Fólk að stelast í bólið og þorir ekki á Húð og kyn Aukin tíðni kynsjúkdóma hefur vakið athygli fyrstu mánuði ársins. Makamál slógu á þráðinn til Siggu Daggar, kynfræðings, og fengu að heyra hennar vangaveltur um mögulegar ástæður þessarar aukningar. 14. maí 2020 21:00 Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10. 18. maí 2020 21:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál „Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00
Fólk að stelast í bólið og þorir ekki á Húð og kyn Aukin tíðni kynsjúkdóma hefur vakið athygli fyrstu mánuði ársins. Makamál slógu á þráðinn til Siggu Daggar, kynfræðings, og fengu að heyra hennar vangaveltur um mögulegar ástæður þessarar aukningar. 14. maí 2020 21:00
Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10. 18. maí 2020 21:00