Smærri fyrirtæki: Sjö leiðir til að forðast þrot Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. maí 2020 11:00 Atvinnurekendur standa frammi fyrir erfiðum áskorunum. Vísir/Getty Staðan er svipuð um allan heim: Fyrirtæki berjast í bökkum, stjórnvöld reyna að ráðast í aðgerðir og bjóða fram alls kyns úrræði og smátt og smátt er dregið úr höftum svo samfélag og atvinnulíf geti farið að aðlagast á ný. Þá er ferðaþjónustan að fara illa um allan heim og veitingastaðir, verslanir og fleiri tala um 50-75% tekjufall að meðaltali, hjá sumum blasir þrot nú þegar við á meðan aðrir reyna hvað þeir geta að snúa vörn í sókn. Karen Mills starfar hjá Harvard Business School í dag en veitti áður samtökum smærri fyrirtækja í Bandaríkjunum forstöðu og er einn þekktasti álitsgjafi fjölmiðla vestanhafs þegar kemur að rekstri smærri fyrirtækja. Í viðtali við CNBS gaf hún smærri fyrirtækjum eftirfarandi sjö ráð til að forðast þrot. Stjórnvöld og bankar Nýtið ykkur þau úrræði sem stjórnvöld bjóða upp á og eiga við og það sama gildir um banka fyrirtækisins. Skerið niður og endursemjið Yfirfarið alla kostnaðarliði, forgangsraðið þeim, skerið niður það sem er hægt að reynið að endursemja um lægra verð fyrir þá kostnaðarliði sem enn standa eftir. Innheimta Setjið aukinn kraft í að innheimta ef einhverjar kröfur eru útistandandi. Semjið um greiðsludreifingu frekar en að fá ekkert greitt ef þess þarf. Ef fyrirtæki eru með viðskiptavini sem eru líklegir til að geta inn á borgað fyrir verkefni þá er um að gera að nýta sér það, þó ekki væri nema til að létta á útlögðum kostnaði áður en verkefni eru innheimt að fullu. Lækkið launakostnað Þetta hljómar sem köld aðgerð enda eru uppsagnir erfiðar en þegar spurningin snýst um að bjarga fyrirtækinu eru uppsagnir oftast óhjákvæmilegar í einhverjum mæli. Hér er þó tilefni til að benda á að á Íslandi er hlutastarfaleiðin það úrræði sem flest fyrirtæki reyna að nýta. Aukið framleiðni Nú þarf að reyna að ná sem mestu út úr hverri vinnandi stund því öll vinna þarf að skila sér með eins mikilli framleiðni og kostur er. Að sögn Mills eru líkur á betri framleiðni ef unnið er í fámennum hópum í marga klukkustundir frekar en fjölmennum hópum í færri klukkustundir. Breytið pantana- og innkaupaverklagi Víða hafa fleiri en eigendur eða framkvæmdastjóri getað pantað inn vörur þegar þarf, til dæmis kaffi, salernispappír, skriffæri og fleira. Þá þarf oft að panta eða kaupa vörur í reikning til að fylgja eftir einhverjum verkefnum fyrir viðskiptavini. Til að halda öllum kostnaði í lágmarki er mælt með því að engin útgjöld verði leyfð án skriflegs samþykkis frá einum aðila. Þetta er talið geta lækkað kostnað um eitthvað en skert á allri yfirsýn yfir útgjöld, stór sem smá. Viðskiptavinurinn Að þjónusta viðskiptavini vel er alltaf markmið en aldrei jafn mikilvægt og nú þegar kreppir að. Á þessum tíma þarf markmiðið um mjög góða þjónustu að breytast í framúrskarandi þjónustu. Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Sjá meira
Staðan er svipuð um allan heim: Fyrirtæki berjast í bökkum, stjórnvöld reyna að ráðast í aðgerðir og bjóða fram alls kyns úrræði og smátt og smátt er dregið úr höftum svo samfélag og atvinnulíf geti farið að aðlagast á ný. Þá er ferðaþjónustan að fara illa um allan heim og veitingastaðir, verslanir og fleiri tala um 50-75% tekjufall að meðaltali, hjá sumum blasir þrot nú þegar við á meðan aðrir reyna hvað þeir geta að snúa vörn í sókn. Karen Mills starfar hjá Harvard Business School í dag en veitti áður samtökum smærri fyrirtækja í Bandaríkjunum forstöðu og er einn þekktasti álitsgjafi fjölmiðla vestanhafs þegar kemur að rekstri smærri fyrirtækja. Í viðtali við CNBS gaf hún smærri fyrirtækjum eftirfarandi sjö ráð til að forðast þrot. Stjórnvöld og bankar Nýtið ykkur þau úrræði sem stjórnvöld bjóða upp á og eiga við og það sama gildir um banka fyrirtækisins. Skerið niður og endursemjið Yfirfarið alla kostnaðarliði, forgangsraðið þeim, skerið niður það sem er hægt að reynið að endursemja um lægra verð fyrir þá kostnaðarliði sem enn standa eftir. Innheimta Setjið aukinn kraft í að innheimta ef einhverjar kröfur eru útistandandi. Semjið um greiðsludreifingu frekar en að fá ekkert greitt ef þess þarf. Ef fyrirtæki eru með viðskiptavini sem eru líklegir til að geta inn á borgað fyrir verkefni þá er um að gera að nýta sér það, þó ekki væri nema til að létta á útlögðum kostnaði áður en verkefni eru innheimt að fullu. Lækkið launakostnað Þetta hljómar sem köld aðgerð enda eru uppsagnir erfiðar en þegar spurningin snýst um að bjarga fyrirtækinu eru uppsagnir oftast óhjákvæmilegar í einhverjum mæli. Hér er þó tilefni til að benda á að á Íslandi er hlutastarfaleiðin það úrræði sem flest fyrirtæki reyna að nýta. Aukið framleiðni Nú þarf að reyna að ná sem mestu út úr hverri vinnandi stund því öll vinna þarf að skila sér með eins mikilli framleiðni og kostur er. Að sögn Mills eru líkur á betri framleiðni ef unnið er í fámennum hópum í marga klukkustundir frekar en fjölmennum hópum í færri klukkustundir. Breytið pantana- og innkaupaverklagi Víða hafa fleiri en eigendur eða framkvæmdastjóri getað pantað inn vörur þegar þarf, til dæmis kaffi, salernispappír, skriffæri og fleira. Þá þarf oft að panta eða kaupa vörur í reikning til að fylgja eftir einhverjum verkefnum fyrir viðskiptavini. Til að halda öllum kostnaði í lágmarki er mælt með því að engin útgjöld verði leyfð án skriflegs samþykkis frá einum aðila. Þetta er talið geta lækkað kostnað um eitthvað en skert á allri yfirsýn yfir útgjöld, stór sem smá. Viðskiptavinurinn Að þjónusta viðskiptavini vel er alltaf markmið en aldrei jafn mikilvægt og nú þegar kreppir að. Á þessum tíma þarf markmiðið um mjög góða þjónustu að breytast í framúrskarandi þjónustu.
Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Sjá meira