Smærri fyrirtæki: Að viðhalda viðskiptavinum í samkomubanni Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. apríl 2020 11:00 Í samkomubanni er um að gera að virkja viðskiptavini með þeim leiðum sem hægt er. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráð Bandaríkjanna er meðal þeirra sem hefur sett saman nokkrar hugmyndir fyrir smærri fyrirtæki sem eru lokuð vegna samkomubanns. Þessar hugmyndir geta líka nýst þeim fyrirtækjum sem eru opin en starfsemi og velta lítil þar sem fáir eru á ferli. Markmið hugmyndanna er að nýta tímann sem nú er til að viðhalda og virkja viðskiptavini eins og kostur er og efla viðskiptatryggð. Hér eru fimm leiðir sem byggja á fyrrgreindum hugmyndum. 1. Virk samskipti Að vera í virkum samskiptum við viðskiptavini er lykilatriði og því þarf öll upplýsingamiðlun að vera góð og aðgengileg. Það hvort fyrirtækið er alveg lokað, hvort það er opið á einhverjum tímum/dögum, bjóði upp á netverslun eða símapantanir, allt eru þetta upplýsingar sem þurfa að blasa við. Ekki gefa þér að viðskiptavinir séu upplýstir um það sem þú hefur upp á að bjóða en reyndu frekar að vera virkur í samskiptum með einhvers konar miðlun. Tölvupóstar, samfélagsmiðlar, vefsíður eru leiðir til að nýta núna. Eins þarf að vera mjög augljóst hvernig viðskiptavinir geta haft samband við fyrirtækið, til dæmis uppgefið símanúmer eða netfang. Fyrirtæki sem ekki eru með netverslun eru hvött til að bjóða upp á aðrar leiðir til viðskipta. Eru til dæmis einhverjar vörur sem hægt er að kaupa, þótt fyrirtækið sé lokað? Og hvernig eiga viðskiptavinir þá að bera sig að? 2. Gjafabréf Ein hugmyndin er að bjóða upp á gjafabréf til sölu því þótt fólk haldi sig heima núna verður það ekki þannig til lengdar. Myndi gjafabréf nýtast sem afmælisgjöf, úttekt, dekur eða eitthvað annað til að hlakka til þegar samkomubanni lýkur? Það er bæði hægt að útbúa gjafabréfin rafræn en eins að póstleggja þau. Greiðsla getur verið í formi millifærslu eða símagreiðslu. 3. Nýttu tæknina og vertu ,,live“ Mörg fyrirtæki eiga sér trygga viðskiptavini sem langar að vera í sambandi og hafa fullan hug á að versla við þig aftur. Ein af hugmyndunum sem velt er upp er að fyrirtæki búi til lítil vidjó og miðli á samfélagsmiðlum. Vidjóin gætu til dæmis verið í formi fróðleiks. Sem dæmi má nefna hárgreiðslustofa sem útbýr vidjó um hvað ber að varast þegar fólk litar hárið heima hjá sér og hvaða atriði þarf þá helst að hafa í huga. 4. Viðburður Sum fyrirtæki hefðu að öllu jafna staðið fyrir ýmsu ef ekkert væri samkomubannið og viðskiptin í eðlilegum farvegi. Hvenær á fyrirtækið til dæmis afmæli? Leið til að búa til viðburð væri að undirbúa snemma eitthvað sem standa á fyrir síðar á árinu eða að láta sér detta eitthvað í hug sem hægt væri að gera rafrænt með viðskiptavinum. Tilboð og afslættir Þá er ein hugmyndin að virkja viðskipti í lokun með tilboðum og afsláttum og jafnvel að standa fyrir viðburði þar sem valdar vörur eru á tilboðsverði í einn dag eða um helgi. Að bjóða upp á einhvern afslátt í tilefni Sumardagsins fyrsta, út samkomubann eða eitthvað álíka eru dæmi um leiðir sem hægt væri að fara. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Góðu ráðin Stjórnun Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Sjá meira
Viðskiptaráð Bandaríkjanna er meðal þeirra sem hefur sett saman nokkrar hugmyndir fyrir smærri fyrirtæki sem eru lokuð vegna samkomubanns. Þessar hugmyndir geta líka nýst þeim fyrirtækjum sem eru opin en starfsemi og velta lítil þar sem fáir eru á ferli. Markmið hugmyndanna er að nýta tímann sem nú er til að viðhalda og virkja viðskiptavini eins og kostur er og efla viðskiptatryggð. Hér eru fimm leiðir sem byggja á fyrrgreindum hugmyndum. 1. Virk samskipti Að vera í virkum samskiptum við viðskiptavini er lykilatriði og því þarf öll upplýsingamiðlun að vera góð og aðgengileg. Það hvort fyrirtækið er alveg lokað, hvort það er opið á einhverjum tímum/dögum, bjóði upp á netverslun eða símapantanir, allt eru þetta upplýsingar sem þurfa að blasa við. Ekki gefa þér að viðskiptavinir séu upplýstir um það sem þú hefur upp á að bjóða en reyndu frekar að vera virkur í samskiptum með einhvers konar miðlun. Tölvupóstar, samfélagsmiðlar, vefsíður eru leiðir til að nýta núna. Eins þarf að vera mjög augljóst hvernig viðskiptavinir geta haft samband við fyrirtækið, til dæmis uppgefið símanúmer eða netfang. Fyrirtæki sem ekki eru með netverslun eru hvött til að bjóða upp á aðrar leiðir til viðskipta. Eru til dæmis einhverjar vörur sem hægt er að kaupa, þótt fyrirtækið sé lokað? Og hvernig eiga viðskiptavinir þá að bera sig að? 2. Gjafabréf Ein hugmyndin er að bjóða upp á gjafabréf til sölu því þótt fólk haldi sig heima núna verður það ekki þannig til lengdar. Myndi gjafabréf nýtast sem afmælisgjöf, úttekt, dekur eða eitthvað annað til að hlakka til þegar samkomubanni lýkur? Það er bæði hægt að útbúa gjafabréfin rafræn en eins að póstleggja þau. Greiðsla getur verið í formi millifærslu eða símagreiðslu. 3. Nýttu tæknina og vertu ,,live“ Mörg fyrirtæki eiga sér trygga viðskiptavini sem langar að vera í sambandi og hafa fullan hug á að versla við þig aftur. Ein af hugmyndunum sem velt er upp er að fyrirtæki búi til lítil vidjó og miðli á samfélagsmiðlum. Vidjóin gætu til dæmis verið í formi fróðleiks. Sem dæmi má nefna hárgreiðslustofa sem útbýr vidjó um hvað ber að varast þegar fólk litar hárið heima hjá sér og hvaða atriði þarf þá helst að hafa í huga. 4. Viðburður Sum fyrirtæki hefðu að öllu jafna staðið fyrir ýmsu ef ekkert væri samkomubannið og viðskiptin í eðlilegum farvegi. Hvenær á fyrirtækið til dæmis afmæli? Leið til að búa til viðburð væri að undirbúa snemma eitthvað sem standa á fyrir síðar á árinu eða að láta sér detta eitthvað í hug sem hægt væri að gera rafrænt með viðskiptavinum. Tilboð og afslættir Þá er ein hugmyndin að virkja viðskipti í lokun með tilboðum og afsláttum og jafnvel að standa fyrir viðburði þar sem valdar vörur eru á tilboðsverði í einn dag eða um helgi. Að bjóða upp á einhvern afslátt í tilefni Sumardagsins fyrsta, út samkomubann eða eitthvað álíka eru dæmi um leiðir sem hægt væri að fara.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Góðu ráðin Stjórnun Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Sjá meira