Enski boltinn

Missti af einum Totten­ham-leik á ára­tugnum og það var vegna höfuð­meiðsla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hressir stuðningsmenn Tottenham.
Hressir stuðningsmenn Tottenham. vísir/getty

Dominic Powell, stuðningsmaður Tottenham, birti ansi athyglisverða færslu á Twitter-síðu sinni nú á áramótunum.

Powell greindi frá því að hann hafi einungis misst af einum leik Tottenham síðasta áratuginn. Frá 2010 til desember 2019 sá Powell 543 leiki með Tottenham.

Hann segir að það hafi verið hæðir og lægðir á þessum leikjum en eini leikurinn sem hann missti af var útileikur gegn CSKA Moskvu árið 2016.

Powell hafði áhuga á því að fara á leikinn en mátti ekki fljúga vegna höfuðmeiðsla.

Magnaður stuðningsmaður og hann verður væntanlega á vellinum í dag er Tottenham spilar á útivelli gegn Southampton í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×