Jesus hélt á­fram að fara illa með E­ver­ton og drauma­byrjun Moyes

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gabriel Jesus fagnar í dag.
Gabriel Jesus fagnar í dag. vísir/getty

Manchester City vann 2-1 sigur á Everton í dag er liðin mættust á Etihad-leikvanginum. Gabriel Jesus skoraði bæði mörk City.

Phil Foden virtist vera koma City yfir í fyrri hálfleik en markið var svo dæmt af eftir skoðun í VARsjánni. Staðan var því markalaus í hálfleik.

Gabriel Jesus skoraði fyrsta markið á 51. mínútu og fjórum mínútum tvöfaldaði hann forystuna með sínu öðru marki. Skorar alltaf gegn Everton.







Richarlison minnkaði muninn fyrir Everton nítján mínútum fyrir leikslok eftir fyrirgjöf Theo Walcott en nær komust gestirnir ekki og lokatölur 2-1.

City er í 3. sætinu með 44 stig en Everton er í 10. sætinu með 25 stig. Fyrsti tapleikur Carlo Ancelotti en Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 67 mínúturnar.





David Moyes byrjar frábærlega með West Ham en Hamrarnir unnu 4-0 sigur á Bournemouth í fyrsta leik Moyes með félagið eftir að hann tók við liðinu í annað sinn.

Staðan var 3-0 í hálfleik. Mark Noble hafði þá skorað í tvígang og Sebastian Haller gerði eitt mark. Felipe Anderson bætti við fjórða markinu í síðari hálfleiknum.

West Ham er í sextánda sætinu með 22 stig og komst upp úr fallsæti með sigrinum en Bournemouth er komið í fallsæti, 18. sætið með 20 stig.





Norwich og Crystal Palace gerðu svo 1-1 jafntefli. Todd Cantwell kom Norwich yfir á fjórðu mínútu en Connor Wickham jafnaði metin á 85. mínútu.

Norwich er á botninum með fjórtán stig en Palace er í níunda sætinu með 28 stig.



Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira