Hjólhestaspyrna og jafntefli hjá Chelsea | Þriðja tap Burnley í röð Anton Ingi Leifsson skrifar 1. janúar 2020 14:30 Alireza Jahanbakhsh jafnar metin. vísir/getty Alireza Jahanbakhsh bjargaði stigi fyrir Brighton er liðið gerði jafntefli við Chelsea, 1-1, í fyrsta leik ársins í enska boltanum. Chelsea komst yfir strax á tíundu mínútu leiksins er Cesar Azpilicueta kom gestunum yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik. Alireza Jahanbakhsh skoraði jöfnunarmarkið sex mínútum fyrir leikslok og það var af dýrari gerðinni. Hjólhestaspyrna eftir hornspyrnu og lokatölur 1-1. Alireza Jahanbakhsh skoraði flottasta mark áratugarins þegar að hann jafnaði í 1-1 á móti Chelsea. pic.twitter.com/nvPXzYQb4y— Síminn (@siminn) January 1, 2020 Chelsea er í 4. sæti deildarinnar með 36 stig, fimm stigum á undan Man. United sem leikur við Arsenal í kvöld. Brighton er í 13. sætinu. Aston Villa vann 2-1 sigur á Burnley á útivelli. Wesley kom Villa yfir á 27. mínútu og stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Jack Grealish forystuna. Chris Wood fór illa með þónokkur færi en náði hins vegar að skora tíu mínútum fyrir leikslok og minnka muninn fyrir Burnley. Nær komust þeir ekki og þriðja tap Burnley í röð staðreynd en Jóhann Berg Guðmundsson lék síðari hálfleikinn.FT Burnley 1-2 Aston Villa It's a massive, massive win for #AVFC thanks to Jack Grealish's 41st minute goal. The bad news? Two nasty looking injuries for Wesley and Tom Heaton.https://t.co/5rLgZncRkx#bbcfootball#BURAVLpic.twitter.com/s8DUz3fCjE— BBC Sport (@BBCSport) January 1, 2020 Burnley er í 14. sætinu með 24 stig en Villa er í 16. sætinu með 21. Enski boltinn
Alireza Jahanbakhsh bjargaði stigi fyrir Brighton er liðið gerði jafntefli við Chelsea, 1-1, í fyrsta leik ársins í enska boltanum. Chelsea komst yfir strax á tíundu mínútu leiksins er Cesar Azpilicueta kom gestunum yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik. Alireza Jahanbakhsh skoraði jöfnunarmarkið sex mínútum fyrir leikslok og það var af dýrari gerðinni. Hjólhestaspyrna eftir hornspyrnu og lokatölur 1-1. Alireza Jahanbakhsh skoraði flottasta mark áratugarins þegar að hann jafnaði í 1-1 á móti Chelsea. pic.twitter.com/nvPXzYQb4y— Síminn (@siminn) January 1, 2020 Chelsea er í 4. sæti deildarinnar með 36 stig, fimm stigum á undan Man. United sem leikur við Arsenal í kvöld. Brighton er í 13. sætinu. Aston Villa vann 2-1 sigur á Burnley á útivelli. Wesley kom Villa yfir á 27. mínútu og stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Jack Grealish forystuna. Chris Wood fór illa með þónokkur færi en náði hins vegar að skora tíu mínútum fyrir leikslok og minnka muninn fyrir Burnley. Nær komust þeir ekki og þriðja tap Burnley í röð staðreynd en Jóhann Berg Guðmundsson lék síðari hálfleikinn.FT Burnley 1-2 Aston Villa It's a massive, massive win for #AVFC thanks to Jack Grealish's 41st minute goal. The bad news? Two nasty looking injuries for Wesley and Tom Heaton.https://t.co/5rLgZncRkx#bbcfootball#BURAVLpic.twitter.com/s8DUz3fCjE— BBC Sport (@BBCSport) January 1, 2020 Burnley er í 14. sætinu með 24 stig en Villa er í 16. sætinu með 21.