Fjarvinna heldur víða áfram: Öryggi og algeng mistök Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. maí 2020 11:00 Arnar Gunnarsson tæknistjóri hjá ORIGO segir hættu á að smá kæruleysi fari að gera vart við sig nú þegar fjarvinnan ílengist hjá mörgum. Vísir/Vilhelm „Þegar að fjarvinna ílengist eins og nú hefur gerst vegna COVID-19 fara línur milli vinnustaðar og heimils að hverfa og förum við ósjálfrátt að slaka á okkar verklagi og vinnusiðferði,“ segir Arnar S. Gunnarsson tæknistjóri hjá Origo og bætir við Smátt og smátt leyfum við okkur að gera hluti sem við færum aldrei að gera í vinnunni og það getur því miður leitt af sér mistök.“ Fjölmargir vinnustaðir líta nú á fjarvinnu sem nýjan valkost og flestir gera ráð fyrir að fjarvinna verði meiri í framtíðinni en áður. Tæknin er ekki fyrirstaða lengur og margir í góðri aðstöðu til að vinna að heiman. En hver eru algengustu mistökin sem fólk gerir í fjarvinnu? „Þessi mistök tengjast oftast samfélagsmiðlum og vafri um netið sem endar með einum smell á óæskilega vefsíðu sem inniheldur einhverja óværu eða reynir að stela upplýsingum frá okkur með að villa á sér heimildum og nær í framhaldi að veikja allverulega öryggi þeirra gagna sem við vinnum með á tölvum fyrirtækisins,“ segir Arnar. Vinna og persónulega notkun aðskilin Að sögn Arnars er einnig mikilvægt að tryggja öryggi gagna fyrir vinnuna með því að gera greinamun á því hvernig við notum vinnutölvurnar okkar. Í heimavinnunni þurfum við sérstaklega að hafa í huga að tryggja aðskilnað milli vinnunotkunar og persónulegrar notkunar og að vinnutölvan verði ekki nýja heimilisvélin sem allir fá óhindraðan aðgang að,“ segir Arnar. Sem dæmi um einkanotkun bendir Arnar á atriði eins og að streyma sjónvarpsefni eða hala niður gögnum sem ekki tengjast vinnunni. Þá segir Arnar mikilvægt að fólk læsi tölvunni og takmarki þannig aðgengi að henni. Að gera þetta snýst ekkert um að treysta ekki öðru heimilisfólki heldur að vernda gögn og fyrirbyggja ófyrirséð mistök. Samkvæmt könnunum gekk fjarvinna mjög vel í samkomubanni og þótt mörg fyrirtæki geri ráð fyrir að draga nokkuð úr henni, er ljóst að viðhorf til fjarvinnu er að breytast og margir gera ráð fyrir að hún verði nýr hluti af sveigjanleika nýrra tíma. Til að tryggja öryggi þeirra sem áfram munu starfa í fjarvinnu þarf að vera tryggt að starfsfólk noti öruggar og vottaðar eða samþykktar fjarvinnulausnir af hálfu upplýsingatæknisviðs fyrirtækisins. Arnar segir vinnuveitendur ekkert síður standa frammi fyrir áskorunum sem huga þarf að. Vinnuveitendur standa hér frammi fyrir erfiðum áskorunum þar sem tryggja þarf aðgengi starfsmanna að verkfærum og gögnum til að sinni sínu starfi en jafnframt að tryggja öryggi án þess að það verði of hamlandi og framleiðni starfsmanns gjaldi fyrir. Mikilvægustu atriðin til að hafa í huga hér er notkun á tveggja þátta auðkenningu, takmörkun réttinda á útstöðvar til breytinga og að tryggja notkun skilríkja til að verja þjónustur sem eru opnar á internetið,“ segir Arnar. Stjórnun Fjarvinna Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
„Þegar að fjarvinna ílengist eins og nú hefur gerst vegna COVID-19 fara línur milli vinnustaðar og heimils að hverfa og förum við ósjálfrátt að slaka á okkar verklagi og vinnusiðferði,“ segir Arnar S. Gunnarsson tæknistjóri hjá Origo og bætir við Smátt og smátt leyfum við okkur að gera hluti sem við færum aldrei að gera í vinnunni og það getur því miður leitt af sér mistök.“ Fjölmargir vinnustaðir líta nú á fjarvinnu sem nýjan valkost og flestir gera ráð fyrir að fjarvinna verði meiri í framtíðinni en áður. Tæknin er ekki fyrirstaða lengur og margir í góðri aðstöðu til að vinna að heiman. En hver eru algengustu mistökin sem fólk gerir í fjarvinnu? „Þessi mistök tengjast oftast samfélagsmiðlum og vafri um netið sem endar með einum smell á óæskilega vefsíðu sem inniheldur einhverja óværu eða reynir að stela upplýsingum frá okkur með að villa á sér heimildum og nær í framhaldi að veikja allverulega öryggi þeirra gagna sem við vinnum með á tölvum fyrirtækisins,“ segir Arnar. Vinna og persónulega notkun aðskilin Að sögn Arnars er einnig mikilvægt að tryggja öryggi gagna fyrir vinnuna með því að gera greinamun á því hvernig við notum vinnutölvurnar okkar. Í heimavinnunni þurfum við sérstaklega að hafa í huga að tryggja aðskilnað milli vinnunotkunar og persónulegrar notkunar og að vinnutölvan verði ekki nýja heimilisvélin sem allir fá óhindraðan aðgang að,“ segir Arnar. Sem dæmi um einkanotkun bendir Arnar á atriði eins og að streyma sjónvarpsefni eða hala niður gögnum sem ekki tengjast vinnunni. Þá segir Arnar mikilvægt að fólk læsi tölvunni og takmarki þannig aðgengi að henni. Að gera þetta snýst ekkert um að treysta ekki öðru heimilisfólki heldur að vernda gögn og fyrirbyggja ófyrirséð mistök. Samkvæmt könnunum gekk fjarvinna mjög vel í samkomubanni og þótt mörg fyrirtæki geri ráð fyrir að draga nokkuð úr henni, er ljóst að viðhorf til fjarvinnu er að breytast og margir gera ráð fyrir að hún verði nýr hluti af sveigjanleika nýrra tíma. Til að tryggja öryggi þeirra sem áfram munu starfa í fjarvinnu þarf að vera tryggt að starfsfólk noti öruggar og vottaðar eða samþykktar fjarvinnulausnir af hálfu upplýsingatæknisviðs fyrirtækisins. Arnar segir vinnuveitendur ekkert síður standa frammi fyrir áskorunum sem huga þarf að. Vinnuveitendur standa hér frammi fyrir erfiðum áskorunum þar sem tryggja þarf aðgengi starfsmanna að verkfærum og gögnum til að sinni sínu starfi en jafnframt að tryggja öryggi án þess að það verði of hamlandi og framleiðni starfsmanns gjaldi fyrir. Mikilvægustu atriðin til að hafa í huga hér er notkun á tveggja þátta auðkenningu, takmörkun réttinda á útstöðvar til breytinga og að tryggja notkun skilríkja til að verja þjónustur sem eru opnar á internetið,“ segir Arnar.
Stjórnun Fjarvinna Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira