Þegar þér finnst yfirmaðurinn ekki kunna að meta þig Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. maí 2020 09:00 Það er mannlegt að vilja fá hrós og góða endurgjöf fyrir störf sín og framlag til vinnu. Vísir/Getty Það getur verið allur gangur á því hvort starfsfólki finnist þeirra framlag vera metið af yfirmönnum eða samstarfsfólki í vinnu. Þá er ójafnræði í álagi á vinnustöðum staðreynd, sumir upplifa sig þannig að þeir séu að kikna undan álagi og fjölda verkefna á meðan aðrir virðast komast frekar rólega í gegnum daginn og jafnvel með færri verkefni á sinni könnu. Í grein Harvard Business Review segir álitsgjafi það mannlegt að hafa þörf á hrósi eða jákvæðri endurgjöf og það eigi við um alla. Annað getur valdið vanlíðan, jafnvel ótta og oft fer fólk að efast um sína eigin getu eða virði sem starfsmaður. Hér eru nokkur ráð fyrir fólk sem upplifir sig ekki metið af yfirmanni. 1. Sjálfskoðun Fyrsta atriðið er sjálfskoðun og þar þarf hver og einn að spyrja sig heiðarlega: Hversu mikið hrós er eðlilegt að ég fái? Er vinnan sem ég legg fram framúrskarandi og á hún meiri athygli skilið? Er hún betri en sambærileg vinna samstarfsfélaga minna? Um leið skaltu taka smá mat á umhverfinu og velta fyrir þér hvort staðan sé kannski þannig að bæði yfirmenn og samstarfsfélagar eru á hvolfi sjálfir, allir eiga nóg með sitt og þeirra framlag kannski ekkert síður en þitt. Mundu einnig að til þess að vera metinn að verðleikum þarf framlagið þitt að vera sýnilegt öðrum. Ef það er það ekki, settu þér það þá sem markmið að gera þitt framlag sýnilegra yfirmönnum og samstarfsfólki. 2. Talaðu við yfirmanninn: En ekki biðja um hrós Ef staðan er samt þannig að þér finnst þú eiga skilið meiri og betri endurgjöf frá yfirmanni þínum, er næsta skref að velta fyrir sér hver sé líklegasta leiðin til að svo verði. Yfirmaðurinn þinn getur til dæmis verið týpan sem í dagsins önn man ekkert sérstaklega eftir því að huga að öllum mannlegu þáttum starfsmanna sinna og eitt er víst að þú ert ekki að fara að breyta viðkomandi. Þegar þú talar við yfirmanninn skaltu ekki setjast niður til að biðja um hrós. Óskaðu frekar eftir samtali með yfirmanninum þar sem þú ferð yfir helstu verkefni síðustu vikna eða mánaða. Óskaðu eftir endurgjöf frá yfirmanninum um hvaða verkefni gengu vel og hvaða verkefni hefðu mátt ganga betur. Vertu hreinskilin/n og spurðu hvar yfirmaðurinn þinn telur þína styrleika liggja helst og hvernig þeir nýtast sem best. Spurðu líka hvaða atriði þú mættir ná betri tökum á. Fyrir þetta samtal þarft þú að vera búin/n að skrifa niður lista með helstu verkefnum og þar máttu alls ekki velja aðeins þau bestu. Almennt mælast svona listar og yfirferð vel fyrir hjá yfirmönnum og þeim finnst ánægjulegt að sjá hversu mikið eða mörgu starfsfólkið hefur áorkað. 3. Ef þú ert í forsvari fyrir teymi Ef þú ferð fyrir teymi eða verkefnahópi sem þér finnst ekki metið að verðleikum er eitt mikilvægasta atriðið að upplýsa betur um það hvað teymið er að gera, hver verkefni eru og hvaða ávinningar hljótast af þeim fyrir heildina. Að láta yfirmenn vita um framgang verkefna, áskoranir og áfangasigra þarf að vera eitthvað sem unnið er að markvisst og reglubundið. 4. Vertu leiðandi í að viðurkenna framlag annarra Að vilja viðurkenningu fyrir störf sín þýðir líka að þú þarft að vera meðvitaður um að virða og viðurkenna störf annarra. Þetta á við um bæði samstarfsfólk, undirmenn eða yfirmenn. Ef yfirmaðurinn er til dæmis ekki duglegur að hrósa eða koma með jákvæða endurgjöf inn í hópinn, er ekkert sem segir að þú ættir ekki að gera það enda hefur jákvæðni oftast einhver smitandi og góð áhrif á samstarfshópa og teymi. Það besta býr í sjálfum þér En hvað sem yfirmönnunum líður eða þeirra framkoma gagnvart þér, felst besta og dýrmætasta viðurkenningin í því hvernig þú metur og upplifir þína eigin frammistöðu og framlag. Gott ráð er að gefa sér smá tíma í lok hverrar viku og fara yfir verkefni vikunnar, hvernig gekk, hvað gekk mjög vel og hvað ertu ánægðastur/ánægðust með. Ef eitthvað fór ekki eins vel og þú hefðir viljað, nýttu það þá sem lærdóm til að gera enn betur næst en passaðu þig á því að hugsa meira um það sem jákvætt er en það sem miður fór. Góðu ráðin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Það getur verið allur gangur á því hvort starfsfólki finnist þeirra framlag vera metið af yfirmönnum eða samstarfsfólki í vinnu. Þá er ójafnræði í álagi á vinnustöðum staðreynd, sumir upplifa sig þannig að þeir séu að kikna undan álagi og fjölda verkefna á meðan aðrir virðast komast frekar rólega í gegnum daginn og jafnvel með færri verkefni á sinni könnu. Í grein Harvard Business Review segir álitsgjafi það mannlegt að hafa þörf á hrósi eða jákvæðri endurgjöf og það eigi við um alla. Annað getur valdið vanlíðan, jafnvel ótta og oft fer fólk að efast um sína eigin getu eða virði sem starfsmaður. Hér eru nokkur ráð fyrir fólk sem upplifir sig ekki metið af yfirmanni. 1. Sjálfskoðun Fyrsta atriðið er sjálfskoðun og þar þarf hver og einn að spyrja sig heiðarlega: Hversu mikið hrós er eðlilegt að ég fái? Er vinnan sem ég legg fram framúrskarandi og á hún meiri athygli skilið? Er hún betri en sambærileg vinna samstarfsfélaga minna? Um leið skaltu taka smá mat á umhverfinu og velta fyrir þér hvort staðan sé kannski þannig að bæði yfirmenn og samstarfsfélagar eru á hvolfi sjálfir, allir eiga nóg með sitt og þeirra framlag kannski ekkert síður en þitt. Mundu einnig að til þess að vera metinn að verðleikum þarf framlagið þitt að vera sýnilegt öðrum. Ef það er það ekki, settu þér það þá sem markmið að gera þitt framlag sýnilegra yfirmönnum og samstarfsfólki. 2. Talaðu við yfirmanninn: En ekki biðja um hrós Ef staðan er samt þannig að þér finnst þú eiga skilið meiri og betri endurgjöf frá yfirmanni þínum, er næsta skref að velta fyrir sér hver sé líklegasta leiðin til að svo verði. Yfirmaðurinn þinn getur til dæmis verið týpan sem í dagsins önn man ekkert sérstaklega eftir því að huga að öllum mannlegu þáttum starfsmanna sinna og eitt er víst að þú ert ekki að fara að breyta viðkomandi. Þegar þú talar við yfirmanninn skaltu ekki setjast niður til að biðja um hrós. Óskaðu frekar eftir samtali með yfirmanninum þar sem þú ferð yfir helstu verkefni síðustu vikna eða mánaða. Óskaðu eftir endurgjöf frá yfirmanninum um hvaða verkefni gengu vel og hvaða verkefni hefðu mátt ganga betur. Vertu hreinskilin/n og spurðu hvar yfirmaðurinn þinn telur þína styrleika liggja helst og hvernig þeir nýtast sem best. Spurðu líka hvaða atriði þú mættir ná betri tökum á. Fyrir þetta samtal þarft þú að vera búin/n að skrifa niður lista með helstu verkefnum og þar máttu alls ekki velja aðeins þau bestu. Almennt mælast svona listar og yfirferð vel fyrir hjá yfirmönnum og þeim finnst ánægjulegt að sjá hversu mikið eða mörgu starfsfólkið hefur áorkað. 3. Ef þú ert í forsvari fyrir teymi Ef þú ferð fyrir teymi eða verkefnahópi sem þér finnst ekki metið að verðleikum er eitt mikilvægasta atriðið að upplýsa betur um það hvað teymið er að gera, hver verkefni eru og hvaða ávinningar hljótast af þeim fyrir heildina. Að láta yfirmenn vita um framgang verkefna, áskoranir og áfangasigra þarf að vera eitthvað sem unnið er að markvisst og reglubundið. 4. Vertu leiðandi í að viðurkenna framlag annarra Að vilja viðurkenningu fyrir störf sín þýðir líka að þú þarft að vera meðvitaður um að virða og viðurkenna störf annarra. Þetta á við um bæði samstarfsfólk, undirmenn eða yfirmenn. Ef yfirmaðurinn er til dæmis ekki duglegur að hrósa eða koma með jákvæða endurgjöf inn í hópinn, er ekkert sem segir að þú ættir ekki að gera það enda hefur jákvæðni oftast einhver smitandi og góð áhrif á samstarfshópa og teymi. Það besta býr í sjálfum þér En hvað sem yfirmönnunum líður eða þeirra framkoma gagnvart þér, felst besta og dýrmætasta viðurkenningin í því hvernig þú metur og upplifir þína eigin frammistöðu og framlag. Gott ráð er að gefa sér smá tíma í lok hverrar viku og fara yfir verkefni vikunnar, hvernig gekk, hvað gekk mjög vel og hvað ertu ánægðastur/ánægðust með. Ef eitthvað fór ekki eins vel og þú hefðir viljað, nýttu það þá sem lærdóm til að gera enn betur næst en passaðu þig á því að hugsa meira um það sem jákvætt er en það sem miður fór.
Góðu ráðin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira