Myndband: Tesla Model 3 ekur á oltinn flutningabíl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. júní 2020 07:00 Tesla Model 3 inn í flutningabílnum. Myndband náðist af Tesla Model 3, líklegast á sjálfstýringu, aka á mikilli ferð á flutningabíl sem oltið hafði á hraðbraut í Taívan. Sjálfvirka bremsukerfið virkaði ekki en ökumaðurinn reyndi að hemla á síðustu stundu en náði ekki að forða árekstri. Enginn slys urðu á fólki við áreksturinn. Hinn 53 ára Huang var undir stýri og segir bílinn hafa verið á sjálfstýringu og hafa verið á um 110 km/klst þegar áreksturinn varð. Þegar hann sá flutningabílinn steig hann á bremsuna að eigin sögn, en þá var orðið of seint að stöðva bílinn og forða árekstri. Engir loftpúðar virðast hafa sprungið út í bílnum við áreksturin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tesla mistekst að stöðva í tæka tíð þegar kyrrstæð ökutæki verða í vegi Tesla. Svo virðist sem sjálfstýringin sé haldin einhverjum ágöllum þegar kemur að því að greina kyrrstæða hluti. Bíllinn hefði klárlega átt að stöðva sjálfur í þessum aðstæðum sem ættu að vera afar einfaldar fyrir kerfið að greina. Hér að neðan má sjá tíst um atvikið. All that and not a single airbag in the car appears to have gone off. That should be the bigger story here pic.twitter.com/ssi9339vOO— Fred Lambert is never getting his Roadster (@jsin86524368) June 1, 2020 Umferðaröryggi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent
Myndband náðist af Tesla Model 3, líklegast á sjálfstýringu, aka á mikilli ferð á flutningabíl sem oltið hafði á hraðbraut í Taívan. Sjálfvirka bremsukerfið virkaði ekki en ökumaðurinn reyndi að hemla á síðustu stundu en náði ekki að forða árekstri. Enginn slys urðu á fólki við áreksturinn. Hinn 53 ára Huang var undir stýri og segir bílinn hafa verið á sjálfstýringu og hafa verið á um 110 km/klst þegar áreksturinn varð. Þegar hann sá flutningabílinn steig hann á bremsuna að eigin sögn, en þá var orðið of seint að stöðva bílinn og forða árekstri. Engir loftpúðar virðast hafa sprungið út í bílnum við áreksturin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tesla mistekst að stöðva í tæka tíð þegar kyrrstæð ökutæki verða í vegi Tesla. Svo virðist sem sjálfstýringin sé haldin einhverjum ágöllum þegar kemur að því að greina kyrrstæða hluti. Bíllinn hefði klárlega átt að stöðva sjálfur í þessum aðstæðum sem ættu að vera afar einfaldar fyrir kerfið að greina. Hér að neðan má sjá tíst um atvikið. All that and not a single airbag in the car appears to have gone off. That should be the bigger story here pic.twitter.com/ssi9339vOO— Fred Lambert is never getting his Roadster (@jsin86524368) June 1, 2020
Umferðaröryggi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent