Draga til baka umdeilda rannsókn á malaríulyfi Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 12:21 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni hydroxychloroquine gegn Covid-19. Rannsókn sem benti til þess að lyfið yki dánartíðini sjúklinga með sjúkdóminn hefur þó verið dregin til baka. AP/Ben Margot Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum. Hydroxychloroquine hefur orðið að hápólitísku deiluefni eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hampaði lyfinu sem nokkurs konar töfralausn gegn kórónuveirufaraldrinum og sagðist jafnvel taka það sjálfur þrátt fyrir að hann hefði ekki greinst smitaður af veirunni. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Breska læknariti Lancet hefur nú tekið grein um rannsóknina úr birtingu eftir að þrír höfunda hennar drógu hana til baka. Að sögn Reuters-fréttastofunnar vísuðu höfundarnir til áhyggna af gæðum og áreiðanleika gagnanna sem þeir notuðu. Þeir gætu ekki ábyrgst gögnin eftir að bandaríska einkafyrirtækið Surgisphere, sem útvegaði þau, neitaði að gera þau aðgengileg fyrir óháða endurskoðun. Sapan Desai, forstjóri Surgisphere, sem var einn höfunda greinar um rannsóknina, hefur ekki tjáð sig um að greinin hafi verið dregin til baka. Önnur rannsókn sem byggði einnig á gögnum Surgisphere en um annað efni var tekin úr birtingu hjá New England Journal of Medicine (NEJM), af sömu ástæðum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti í gær að hún ætlaði að halda áfram tilraunum með malaríulyfið í ljósi þess að rannsóknin hefur verið dregin til baka. Chris Chambers, prófessor í sálfræði og sérfræðingur hjá breskum samtökum um gegnsæi í vísindum, segir að Lancet og NEJM ættu að rannsaka hvernig rannsóknirnar komust í gegnum ritrýni og yfirferð ritstjórnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Trump slapp við aukaverkanir vegna malaríu-lyfsins Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu. 3. júní 2020 21:36 Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. 3. júní 2020 13:11 WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum. Hydroxychloroquine hefur orðið að hápólitísku deiluefni eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hampaði lyfinu sem nokkurs konar töfralausn gegn kórónuveirufaraldrinum og sagðist jafnvel taka það sjálfur þrátt fyrir að hann hefði ekki greinst smitaður af veirunni. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Breska læknariti Lancet hefur nú tekið grein um rannsóknina úr birtingu eftir að þrír höfunda hennar drógu hana til baka. Að sögn Reuters-fréttastofunnar vísuðu höfundarnir til áhyggna af gæðum og áreiðanleika gagnanna sem þeir notuðu. Þeir gætu ekki ábyrgst gögnin eftir að bandaríska einkafyrirtækið Surgisphere, sem útvegaði þau, neitaði að gera þau aðgengileg fyrir óháða endurskoðun. Sapan Desai, forstjóri Surgisphere, sem var einn höfunda greinar um rannsóknina, hefur ekki tjáð sig um að greinin hafi verið dregin til baka. Önnur rannsókn sem byggði einnig á gögnum Surgisphere en um annað efni var tekin úr birtingu hjá New England Journal of Medicine (NEJM), af sömu ástæðum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti í gær að hún ætlaði að halda áfram tilraunum með malaríulyfið í ljósi þess að rannsóknin hefur verið dregin til baka. Chris Chambers, prófessor í sálfræði og sérfræðingur hjá breskum samtökum um gegnsæi í vísindum, segir að Lancet og NEJM ættu að rannsaka hvernig rannsóknirnar komust í gegnum ritrýni og yfirferð ritstjórnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Trump slapp við aukaverkanir vegna malaríu-lyfsins Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu. 3. júní 2020 21:36 Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. 3. júní 2020 13:11 WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Trump slapp við aukaverkanir vegna malaríu-lyfsins Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu. 3. júní 2020 21:36
Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. 3. júní 2020 13:11
WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41