Bjarni sagði sögur af glaumgosa: Þurfti að hoppa úr liðsrútunni á leið í leik því hann sá reyk úr íbúðinni sinni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2020 16:15 Andy van der Meyde í leik með Everton. vísir/getty Bjarni Þór Viðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðinu hjá Jóhanni Skúla Jónssyni þar sem hann valdi þá ellefu leikmenn í Draumaliðið sitt. Einn þeirra var glaumgosinn Andy van der Meyde. Van Der Meyde var einn þeirra sem kom til tals. Hollendingurinn var á mála hjá Everton frá 2005 til 2009 en Bjarni var samningsbundinn Everton frá 2004 til 2008. Hann segir að Van Der Meyde, sem kom frá Inter Milan, hafi verið ansi skrautlegur og það byrjaði ekki vel hjá honum á Englandi. „Ég var með sama umboðsmann og hann á þessum tíma. Van Der Meyde kemur og fyrsta daginn þá mætti hann á gulum Ferrari. Allt í lagi. Það voru allir á flottum bílum en það var kannski ekki alveg stemningin þarna fyrir gulum Ferari. Það var Skoti sem var þjálfari en jæja,“ sagði Bjarni Þór. „Ég held að hann hafi byrjað ágætlega en mjög fljótlega var hann byrjaður að sofa yfir sig. Hann átti líka erfitt persónulega. Mig minnir að dóttir hans hafi verið langveik og fyrsta sinn sem hann mætti ekki á æfingu þurfti hann að fara til læknis með hana. Moyes var brjálaður að hann hafi ekki látið sig vita og þetta var allt svona.“ Draumaliðið · Bjarni Þo r Viðarsson Bjarni og Van Der Meyde voru ekki að komast í liðið hjá aðalliði Everton og því spiluðu þeir marga leiki með varaliði félagsins. Þar náðu þeir ágætlega saman. „Það var mjög gaman að spila með honum í varaliðinu. Við spiluðum á rúgbí-velli og það var gaman að honum. Þegar hann var að klobba einhvern, þá kallaði hann það og hann var alltaf eitthvað að djóka. Hann var mjög fyndinn karakter.“ „Ég var kannski ekkert hressasti á þessum tíma en hann leitaði til mín, kannski útaf því ég var eini útlendingurinn í varaliðinu ásamt honum. Það eru fullt af skemmtilegum sögum af honum og kannski ekki allar við hæfi hér.“ Bjarni ákvað þó að rifja upp eina sögu af Hollendingnum skrautlega en hann lifði afar skrautlegu lífi. „Ein góð er þegar við vorum að keyra í varaliðsleik gegn Wigan. Við erum að keyra framhjá Albert Dock, sögufrægum stað í Liverpool. Hann bjó hliðin á því og minn maður byrjar svo: „F***, what's going on?“ Þá er hann alveg brjálaður með hollenskum hrein. Þá er reykur úr íbúðinni hans. Þá hafði hann gleymt að slökkva á eldivélinni.“ „Rútan þurfti að stoppa og hann þurfti að fara út. Löggan og slökkviliðið var komið fyrir utan og hann spilaði ekki leikinn. Þetta var týpískur hann. Hann var svo að þruma á rúðuna þegar við vorum að keyra, gefa fólki fokkputta og múna. Helvíti flottur,“ sagði Bjarni. Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Bjarni Þór Viðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðinu hjá Jóhanni Skúla Jónssyni þar sem hann valdi þá ellefu leikmenn í Draumaliðið sitt. Einn þeirra var glaumgosinn Andy van der Meyde. Van Der Meyde var einn þeirra sem kom til tals. Hollendingurinn var á mála hjá Everton frá 2005 til 2009 en Bjarni var samningsbundinn Everton frá 2004 til 2008. Hann segir að Van Der Meyde, sem kom frá Inter Milan, hafi verið ansi skrautlegur og það byrjaði ekki vel hjá honum á Englandi. „Ég var með sama umboðsmann og hann á þessum tíma. Van Der Meyde kemur og fyrsta daginn þá mætti hann á gulum Ferrari. Allt í lagi. Það voru allir á flottum bílum en það var kannski ekki alveg stemningin þarna fyrir gulum Ferari. Það var Skoti sem var þjálfari en jæja,“ sagði Bjarni Þór. „Ég held að hann hafi byrjað ágætlega en mjög fljótlega var hann byrjaður að sofa yfir sig. Hann átti líka erfitt persónulega. Mig minnir að dóttir hans hafi verið langveik og fyrsta sinn sem hann mætti ekki á æfingu þurfti hann að fara til læknis með hana. Moyes var brjálaður að hann hafi ekki látið sig vita og þetta var allt svona.“ Draumaliðið · Bjarni Þo r Viðarsson Bjarni og Van Der Meyde voru ekki að komast í liðið hjá aðalliði Everton og því spiluðu þeir marga leiki með varaliði félagsins. Þar náðu þeir ágætlega saman. „Það var mjög gaman að spila með honum í varaliðinu. Við spiluðum á rúgbí-velli og það var gaman að honum. Þegar hann var að klobba einhvern, þá kallaði hann það og hann var alltaf eitthvað að djóka. Hann var mjög fyndinn karakter.“ „Ég var kannski ekkert hressasti á þessum tíma en hann leitaði til mín, kannski útaf því ég var eini útlendingurinn í varaliðinu ásamt honum. Það eru fullt af skemmtilegum sögum af honum og kannski ekki allar við hæfi hér.“ Bjarni ákvað þó að rifja upp eina sögu af Hollendingnum skrautlega en hann lifði afar skrautlegu lífi. „Ein góð er þegar við vorum að keyra í varaliðsleik gegn Wigan. Við erum að keyra framhjá Albert Dock, sögufrægum stað í Liverpool. Hann bjó hliðin á því og minn maður byrjar svo: „F***, what's going on?“ Þá er hann alveg brjálaður með hollenskum hrein. Þá er reykur úr íbúðinni hans. Þá hafði hann gleymt að slökkva á eldivélinni.“ „Rútan þurfti að stoppa og hann þurfti að fara út. Löggan og slökkviliðið var komið fyrir utan og hann spilaði ekki leikinn. Þetta var týpískur hann. Hann var svo að þruma á rúðuna þegar við vorum að keyra, gefa fólki fokkputta og múna. Helvíti flottur,“ sagði Bjarni.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira