Bjarni sagði sögur af glaumgosa: Þurfti að hoppa úr liðsrútunni á leið í leik því hann sá reyk úr íbúðinni sinni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2020 16:15 Andy van der Meyde í leik með Everton. vísir/getty Bjarni Þór Viðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðinu hjá Jóhanni Skúla Jónssyni þar sem hann valdi þá ellefu leikmenn í Draumaliðið sitt. Einn þeirra var glaumgosinn Andy van der Meyde. Van Der Meyde var einn þeirra sem kom til tals. Hollendingurinn var á mála hjá Everton frá 2005 til 2009 en Bjarni var samningsbundinn Everton frá 2004 til 2008. Hann segir að Van Der Meyde, sem kom frá Inter Milan, hafi verið ansi skrautlegur og það byrjaði ekki vel hjá honum á Englandi. „Ég var með sama umboðsmann og hann á þessum tíma. Van Der Meyde kemur og fyrsta daginn þá mætti hann á gulum Ferrari. Allt í lagi. Það voru allir á flottum bílum en það var kannski ekki alveg stemningin þarna fyrir gulum Ferari. Það var Skoti sem var þjálfari en jæja,“ sagði Bjarni Þór. „Ég held að hann hafi byrjað ágætlega en mjög fljótlega var hann byrjaður að sofa yfir sig. Hann átti líka erfitt persónulega. Mig minnir að dóttir hans hafi verið langveik og fyrsta sinn sem hann mætti ekki á æfingu þurfti hann að fara til læknis með hana. Moyes var brjálaður að hann hafi ekki látið sig vita og þetta var allt svona.“ Draumaliðið · Bjarni Þo r Viðarsson Bjarni og Van Der Meyde voru ekki að komast í liðið hjá aðalliði Everton og því spiluðu þeir marga leiki með varaliði félagsins. Þar náðu þeir ágætlega saman. „Það var mjög gaman að spila með honum í varaliðinu. Við spiluðum á rúgbí-velli og það var gaman að honum. Þegar hann var að klobba einhvern, þá kallaði hann það og hann var alltaf eitthvað að djóka. Hann var mjög fyndinn karakter.“ „Ég var kannski ekkert hressasti á þessum tíma en hann leitaði til mín, kannski útaf því ég var eini útlendingurinn í varaliðinu ásamt honum. Það eru fullt af skemmtilegum sögum af honum og kannski ekki allar við hæfi hér.“ Bjarni ákvað þó að rifja upp eina sögu af Hollendingnum skrautlega en hann lifði afar skrautlegu lífi. „Ein góð er þegar við vorum að keyra í varaliðsleik gegn Wigan. Við erum að keyra framhjá Albert Dock, sögufrægum stað í Liverpool. Hann bjó hliðin á því og minn maður byrjar svo: „F***, what's going on?“ Þá er hann alveg brjálaður með hollenskum hrein. Þá er reykur úr íbúðinni hans. Þá hafði hann gleymt að slökkva á eldivélinni.“ „Rútan þurfti að stoppa og hann þurfti að fara út. Löggan og slökkviliðið var komið fyrir utan og hann spilaði ekki leikinn. Þetta var týpískur hann. Hann var svo að þruma á rúðuna þegar við vorum að keyra, gefa fólki fokkputta og múna. Helvíti flottur,“ sagði Bjarni. Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Bjarni Þór Viðarsson var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðinu hjá Jóhanni Skúla Jónssyni þar sem hann valdi þá ellefu leikmenn í Draumaliðið sitt. Einn þeirra var glaumgosinn Andy van der Meyde. Van Der Meyde var einn þeirra sem kom til tals. Hollendingurinn var á mála hjá Everton frá 2005 til 2009 en Bjarni var samningsbundinn Everton frá 2004 til 2008. Hann segir að Van Der Meyde, sem kom frá Inter Milan, hafi verið ansi skrautlegur og það byrjaði ekki vel hjá honum á Englandi. „Ég var með sama umboðsmann og hann á þessum tíma. Van Der Meyde kemur og fyrsta daginn þá mætti hann á gulum Ferrari. Allt í lagi. Það voru allir á flottum bílum en það var kannski ekki alveg stemningin þarna fyrir gulum Ferari. Það var Skoti sem var þjálfari en jæja,“ sagði Bjarni Þór. „Ég held að hann hafi byrjað ágætlega en mjög fljótlega var hann byrjaður að sofa yfir sig. Hann átti líka erfitt persónulega. Mig minnir að dóttir hans hafi verið langveik og fyrsta sinn sem hann mætti ekki á æfingu þurfti hann að fara til læknis með hana. Moyes var brjálaður að hann hafi ekki látið sig vita og þetta var allt svona.“ Draumaliðið · Bjarni Þo r Viðarsson Bjarni og Van Der Meyde voru ekki að komast í liðið hjá aðalliði Everton og því spiluðu þeir marga leiki með varaliði félagsins. Þar náðu þeir ágætlega saman. „Það var mjög gaman að spila með honum í varaliðinu. Við spiluðum á rúgbí-velli og það var gaman að honum. Þegar hann var að klobba einhvern, þá kallaði hann það og hann var alltaf eitthvað að djóka. Hann var mjög fyndinn karakter.“ „Ég var kannski ekkert hressasti á þessum tíma en hann leitaði til mín, kannski útaf því ég var eini útlendingurinn í varaliðinu ásamt honum. Það eru fullt af skemmtilegum sögum af honum og kannski ekki allar við hæfi hér.“ Bjarni ákvað þó að rifja upp eina sögu af Hollendingnum skrautlega en hann lifði afar skrautlegu lífi. „Ein góð er þegar við vorum að keyra í varaliðsleik gegn Wigan. Við erum að keyra framhjá Albert Dock, sögufrægum stað í Liverpool. Hann bjó hliðin á því og minn maður byrjar svo: „F***, what's going on?“ Þá er hann alveg brjálaður með hollenskum hrein. Þá er reykur úr íbúðinni hans. Þá hafði hann gleymt að slökkva á eldivélinni.“ „Rútan þurfti að stoppa og hann þurfti að fara út. Löggan og slökkviliðið var komið fyrir utan og hann spilaði ekki leikinn. Þetta var týpískur hann. Hann var svo að þruma á rúðuna þegar við vorum að keyra, gefa fólki fokkputta og múna. Helvíti flottur,“ sagði Bjarni.
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti