Enski boltinn

Fergu­son keypti ekki Hender­son til United vegna göngu­lagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jordan Henderson var á radarnum hjá Man. United.
Jordan Henderson var á radarnum hjá Man. United. vísir/getty

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, segir að hann hafi ekki keypt Jordan Henderson vegna göngulag hans. Henderson lék á þeim tíma með Sunderland en gekk síðar í raðir Liverpool.

Miðjumaðurinn vakti áhuga margra liða hjá Sunderland og topp liðin í enska boltanum voru á meðal þeirra sem höfðu áhuga. Steve Bruce var þá þjálfari Sunderland og hann ræddi m.a. við Ferguson um miðjumanninn.

En eftir að hafa skoðað Henderson i bak á fyrir hættu United-menn að skoða hann og það var ekki vegna fótboltahæfileika heldur göngulag hans. Þessu greinir Sir Alex frá í æviágripi sínu.

„Við skoðuðum Jordan Henderson mikið og Bruce var mjög hrifinn af honum. Við tókum eftir því að Henderson hleypur með hnjánum og upprétt bak á meðan nútímafótboltamaður hleypur með mjöðmunum,“ sagði Ferguson.

„Við héldum að þetta göngulag gæti valdið honum vandamálum síðar á ferlinum.“

Henderson gekk svo í raðir Liverpool, eins og flestir vita, og er nú fyrirliði liðsins. Hann hefur séð ummælin.

„Það sem var skrifað í þessari bók truflar mig ekki. Til þess að vera hreinskilinn þá lít ég á þetta sem hrós. Sú staðeynd að Sir Alex Ferguson var að horfa á mig á einhverjum tímapunkti segir til um að ég var að gera eitthvað rétt.“

„Ég var aldrei var við áhuga United og ég er ánægður hvernig hlutirnir þróuðust. Ég er að njóta fótboltans.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×