Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur skorið upp herör gegn rusli í Kolgrafarvík á Ströndum á norðaustanverðum Vestfjörðum. Hann hefur einsett sér að hreinsa víkina á næstu fjórum árum. „Þetta er stóreflis og breið vík sem er að skemmta sér með og glíma við norðanbálið árið um kring þegar það eru ekki fallegir dagar eins og núna,“ segir Hrafn og horfir yfir ströndina stráða gráleitum rekaviði og marglitu plastdrasli. Honum telst til að hann hafi verið 70 til 80 klukkustundir við hreinsunina til þessa frá í vor.“ Hrafn kom Árneshreppi á Ströndum á kortið með bókinni Þar sem vegurinn endar. Í bókinni lýsir Hrafn því hvernig hann tók ástfóstri við Strandir og fólkið sem þar býr. Hann var sendur þangað átta ára í sveit og hefur síðan komið þangað ár eftir ár. Einn daginn hyorfði hann yfir Kolgrafarvík og rann til rifja hvernig ströndin leit út, þakin rusli, þar sem áður voru hans tæru ævintýraheimar. Hrafn Jökulsson rithöfundur horfir yfir Kolgrafarvík, þar sem er verk að vinna við hreinsunarstörf næstu árin. „Ég bara byrjaði og þessir 70 til 80 tímar sýna mér að það þarf að minnsta kosti fimm þúsund vinnustundir til þess að ná tökum á þessu ástandi almennilega; til þess að hreinsa jarðveginn, flokka þetta timbur, bera hér úr slaginu og plokka plastið úr kömbunum. Hér er óheyrilega mikið líka af netadræsum og kaðladrasli.“ Risavaxið verkefni Þó að strandlengjan í Kolgrafarvík sé í sjálfu sér ekki löng þá er verkefnið risavaxið. Efsta jarðlagið í gjörvallri víkinni er mengað plasti og öðrum efnum, þar á meðal haglaskotum í hundruðatali og plastögnum úr fiskikerum í þúsundatali. Að auki er rekaviðurinn, sem fram á allra síðustu ár var litið á sem dýrmæta auðlind, farinn að hrúgast upp því hann er lítið nýttur nú orðið, þó að í sveitinni sé enn að finna menn sem saga hann niður í byggingar og ýmsa gripi. „Þið sjáið þessar endalausu breiður af auðlind; hver spýta er auðlind sem við erum að vanrækja og í raun forakta, því þetta er hafið að færa okkur og það er okkar að nýta þetta en við erum að breyta þessu í ruslahauga,“ segir Hrafn. „Hneykslaður á sjálfum mér“ „Það verður að breyta því. Það dugar ekki bara að tala um að sjómennirnir okkar þurfi að passa betur upp á sitt. Við sem erum í landi, við þurfum líka að taka á móti og við höfum ekki verið að standa okkur í því.“ Gífurlegt magn af rusli hefur skolað upp á ströndina í Kolgrafarvík undanfarna áratugi. Nú er svo komið að plastagnir, haglaskot og annað drasl hafa nánast lagt undir sig efsta jarðlagið í víkinni. „Þess vegna ákvað ég það um daginn þegar ég kom hérna í Kolgrafarvík eldsnemma morguns þegar ég kom hérna og horfði yfir og mundi hvernig víkin var þegar ég kom hérna fyrst 1974, ævintýraheimur, snyrtileg, fjara sem breyttist frá degi til dags en nú var þetta orðið að öskuhaugum, þessi ævintýraheimur. Þá uppgötvaði ég að árum saman hafði ég hneykslast á því hvernig ástandið væri þannig að nú var ég bara hneykslaður á sjálfum mér og ákvað að gera eitthvað í málinu.“ Safnar fyrir börn á Grænlandi Fátt af því sem Hrafn tekur sér fyrir hendur er einóma; það eru yfirleitt fleiri víddir í verkefninu. Í þetta sinn er Hrafn ekki bara að hreinsa vík af drasli heldur notar hann tækifærið til að skora á fólk að heita á sig með fjárstuðningi við börn í Tasiilaq þorpi á Grænlandi. Þar hefur Hrafn staðið fyrir margvíslegu hjálparstarfi undanfarin ár, einkum í gegnum Hrókinn, skákfélagið sem hann og félagar hans lögðu niður eftir 22 ár fyrr í þessum mánuði. Hrafn hefur einsett sér að safna þremur milljónum króna fyrir 17. júní og hefur þegar náð inn helmingi fjárins. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta lagt framlög inn á söfnunarreikning Kalak-félagsins, sem er 0322-13-100141, kt. 430394-2239. Þó að fjársöfnunin klárist á næstu dögum – og Hrafn sé sannfærður um að ná markinu og jafnvel gott betur – þá mun hreingerningin í Kolgrafarvík taka lengri tíma. Hrafn á hins vegar auðvelt með að fá fólk í lið með sér og þar sem hann reif kaðla upp úr blautri jörðinni kom þar að um tíu manna hópur sem var á ferðalagi um héraðið og vildi endilega taka þátt. En inn á milli – og kannski oftast – þá er þetta eins manns verk. „Þannig að það er nóg að gera. Ég sé fram á að geta verið bara að stússa í þessu eitthvað á næstunni, allavega.“ Umhverfismál Árneshreppur Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið
Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur skorið upp herör gegn rusli í Kolgrafarvík á Ströndum á norðaustanverðum Vestfjörðum. Hann hefur einsett sér að hreinsa víkina á næstu fjórum árum. „Þetta er stóreflis og breið vík sem er að skemmta sér með og glíma við norðanbálið árið um kring þegar það eru ekki fallegir dagar eins og núna,“ segir Hrafn og horfir yfir ströndina stráða gráleitum rekaviði og marglitu plastdrasli. Honum telst til að hann hafi verið 70 til 80 klukkustundir við hreinsunina til þessa frá í vor.“ Hrafn kom Árneshreppi á Ströndum á kortið með bókinni Þar sem vegurinn endar. Í bókinni lýsir Hrafn því hvernig hann tók ástfóstri við Strandir og fólkið sem þar býr. Hann var sendur þangað átta ára í sveit og hefur síðan komið þangað ár eftir ár. Einn daginn hyorfði hann yfir Kolgrafarvík og rann til rifja hvernig ströndin leit út, þakin rusli, þar sem áður voru hans tæru ævintýraheimar. Hrafn Jökulsson rithöfundur horfir yfir Kolgrafarvík, þar sem er verk að vinna við hreinsunarstörf næstu árin. „Ég bara byrjaði og þessir 70 til 80 tímar sýna mér að það þarf að minnsta kosti fimm þúsund vinnustundir til þess að ná tökum á þessu ástandi almennilega; til þess að hreinsa jarðveginn, flokka þetta timbur, bera hér úr slaginu og plokka plastið úr kömbunum. Hér er óheyrilega mikið líka af netadræsum og kaðladrasli.“ Risavaxið verkefni Þó að strandlengjan í Kolgrafarvík sé í sjálfu sér ekki löng þá er verkefnið risavaxið. Efsta jarðlagið í gjörvallri víkinni er mengað plasti og öðrum efnum, þar á meðal haglaskotum í hundruðatali og plastögnum úr fiskikerum í þúsundatali. Að auki er rekaviðurinn, sem fram á allra síðustu ár var litið á sem dýrmæta auðlind, farinn að hrúgast upp því hann er lítið nýttur nú orðið, þó að í sveitinni sé enn að finna menn sem saga hann niður í byggingar og ýmsa gripi. „Þið sjáið þessar endalausu breiður af auðlind; hver spýta er auðlind sem við erum að vanrækja og í raun forakta, því þetta er hafið að færa okkur og það er okkar að nýta þetta en við erum að breyta þessu í ruslahauga,“ segir Hrafn. „Hneykslaður á sjálfum mér“ „Það verður að breyta því. Það dugar ekki bara að tala um að sjómennirnir okkar þurfi að passa betur upp á sitt. Við sem erum í landi, við þurfum líka að taka á móti og við höfum ekki verið að standa okkur í því.“ Gífurlegt magn af rusli hefur skolað upp á ströndina í Kolgrafarvík undanfarna áratugi. Nú er svo komið að plastagnir, haglaskot og annað drasl hafa nánast lagt undir sig efsta jarðlagið í víkinni. „Þess vegna ákvað ég það um daginn þegar ég kom hérna í Kolgrafarvík eldsnemma morguns þegar ég kom hérna og horfði yfir og mundi hvernig víkin var þegar ég kom hérna fyrst 1974, ævintýraheimur, snyrtileg, fjara sem breyttist frá degi til dags en nú var þetta orðið að öskuhaugum, þessi ævintýraheimur. Þá uppgötvaði ég að árum saman hafði ég hneykslast á því hvernig ástandið væri þannig að nú var ég bara hneykslaður á sjálfum mér og ákvað að gera eitthvað í málinu.“ Safnar fyrir börn á Grænlandi Fátt af því sem Hrafn tekur sér fyrir hendur er einóma; það eru yfirleitt fleiri víddir í verkefninu. Í þetta sinn er Hrafn ekki bara að hreinsa vík af drasli heldur notar hann tækifærið til að skora á fólk að heita á sig með fjárstuðningi við börn í Tasiilaq þorpi á Grænlandi. Þar hefur Hrafn staðið fyrir margvíslegu hjálparstarfi undanfarin ár, einkum í gegnum Hrókinn, skákfélagið sem hann og félagar hans lögðu niður eftir 22 ár fyrr í þessum mánuði. Hrafn hefur einsett sér að safna þremur milljónum króna fyrir 17. júní og hefur þegar náð inn helmingi fjárins. Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta lagt framlög inn á söfnunarreikning Kalak-félagsins, sem er 0322-13-100141, kt. 430394-2239. Þó að fjársöfnunin klárist á næstu dögum – og Hrafn sé sannfærður um að ná markinu og jafnvel gott betur – þá mun hreingerningin í Kolgrafarvík taka lengri tíma. Hrafn á hins vegar auðvelt með að fá fólk í lið með sér og þar sem hann reif kaðla upp úr blautri jörðinni kom þar að um tíu manna hópur sem var á ferðalagi um héraðið og vildi endilega taka þátt. En inn á milli – og kannski oftast – þá er þetta eins manns verk. „Þannig að það er nóg að gera. Ég sé fram á að geta verið bara að stússa í þessu eitthvað á næstunni, allavega.“