Enski boltinn

Arteta von­góður að Auba­mey­ang skrifi undir nýjan samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang fagnar marki í búningi Arsenal.
Aubameyang fagnar marki í búningi Arsenal. vísir/getty

Mikel Areta, þjálfari Arsenal, er ekki búinn að gefa upp vonina að Pierre-Emerick Aubameyang skrifi undir nýjan samning við félagið en núverandi samningur hans rennur út næsta sumar.

Núverandi samningur Aubameyang hljóðar upp á 200 þúsund pund á viku en Arsenal vill bjóða honum nýjan og betri samning en lið eins og Barcelona, Inter Milan og Real Madrid eru sögð fylgjast með framherjanum öfluga.

Samkvæmt heimildum Evening Standard þá hefur hinn spænski Arteta hins vegar ekki misst trúnna á því að Aubameyang skrifi undir nýjan samning við félagið og vill hann halda áfram að byggja upp liðið í kringum framherjann þrítuga.

Aubameyang hefur verið í viðræðum við Arsenal en hann hefur þó enn ekki fengið samningstilboð. Arsenal ku ætla bíða með þangað til útséð er hvernig fjárhagstaða félagsins verður eftir kórónuveirufaraldurinn.

Framherjinn, sem kemur frá Gabon, er sagður vilja spila aftur í Meistaradeildinni, þar sem hann lék með Dortmund áður en hann kom til Arsenal, en Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mun að öllum líkindum ekki leika í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×