Ísland í 17. sæti í Evrópu í notkun öryggisbelta Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júní 2020 07:00 Það tekur bara tvær sekúndur að gera ýmislegt. Þar á meðal að spenna öryggisbelti. Hvað varðar almenna notkun á öryggisbeltum er Ísland í 17. sæti. Nú hefur Samgöngustofa hrundið af stað herferðinni 2 sekúndur, til að breyta því. Myndbönd sem hafa verið gefin út vegna herferðarinnar má sjá í fréttinni. Þar sjást Annie Mist, Flóni, Gunnar Nelson og Anna Lára sleppa einhverju sem tekur tvær sekúndur en er samt ekki eins fáránleg og að nota ekki öryggisbelti. Rannsóknir sýna að rétt tæplega 10% Íslendinga nota ekki öryggisbelti skv. heimasíðu Samgöngustofu. Þar segir enn frekar að „0kumaður sem notar ekki bílbelti er í 8 sinnum meiri hættu á að lenda í banaslysi en sá sem notar beltið. Það sést á samanburði á beltanotkunartíðni annars vegar og tíðni beltanotkunar þeirra sem látast í umferðarslysum hins vegar. Í rannsóknum á banaslysum þar sem fólk hefur ekki notað belti hefur komið í ljós að í langflestum tilfellum hefði viðkomandi bjargast hefði hann notað belti.“ Nafn herferðarinnar vísar til þess að það tekur aðeins tvær sekúndur að spenna á sig öryggisbelti. Markmiðið er að hvetja til notkunar öryggisbelta og „varpar hún ljósi á fáránleika þess að nota ekki öryggisbeltin,“ segir enn fremur á heimasíðu Samgöngustofu. Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent
Hvað varðar almenna notkun á öryggisbeltum er Ísland í 17. sæti. Nú hefur Samgöngustofa hrundið af stað herferðinni 2 sekúndur, til að breyta því. Myndbönd sem hafa verið gefin út vegna herferðarinnar má sjá í fréttinni. Þar sjást Annie Mist, Flóni, Gunnar Nelson og Anna Lára sleppa einhverju sem tekur tvær sekúndur en er samt ekki eins fáránleg og að nota ekki öryggisbelti. Rannsóknir sýna að rétt tæplega 10% Íslendinga nota ekki öryggisbelti skv. heimasíðu Samgöngustofu. Þar segir enn frekar að „0kumaður sem notar ekki bílbelti er í 8 sinnum meiri hættu á að lenda í banaslysi en sá sem notar beltið. Það sést á samanburði á beltanotkunartíðni annars vegar og tíðni beltanotkunar þeirra sem látast í umferðarslysum hins vegar. Í rannsóknum á banaslysum þar sem fólk hefur ekki notað belti hefur komið í ljós að í langflestum tilfellum hefði viðkomandi bjargast hefði hann notað belti.“ Nafn herferðarinnar vísar til þess að það tekur aðeins tvær sekúndur að spenna á sig öryggisbelti. Markmiðið er að hvetja til notkunar öryggisbelta og „varpar hún ljósi á fáránleika þess að nota ekki öryggisbeltin,“ segir enn fremur á heimasíðu Samgöngustofu.
Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent