Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 10:36 Íbúar hverfis í Peking bíða þess að komast í sýnatöku. Getty/Lintao Zhang Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. Í hluta kínversku höfuðborgarinnar var útgöngubann sett í gildi í gærkvöldi og hafa öryggishlið verið sett upp milli hverfa til að koma í veg fyrir óþarfa ferðalög milli þeirra. Þá hefur fólki sem talið er líklegt að sé smitað verið bannað að yfirgefa borgina. Yang Zhanqiu, forseti smitsjúkdómadeildar háskólans í Wuhan, sagði í samtali við innlenda fréttamiðla að hann teldi að það afbrigði veirunnar sem nú herjar á Peking borg sé skæðara en það sem reið yfir Wuhanborg í upphafi faraldursins. Meira en 20 hverfi í Peking hafa verið skilgreind sem miðlungs-áhættusvæði og heilbrigðisyfirvöld sögðu á þriðjudag að fólk sem ekki má yfirgefa heimili sín og þeir sem eru í einangrun muni fá mat og lyf send heim. Allar íþróttamiðstöðvar og -mannvirki voru lokaðar í gær og einhver íþróttalið sem hittust í gær hafa verið send í sýnatöku. Þá hafa 106 ný tilfelli verið staðfest á síðustu dögum, þar á meðal greindust 27 ný tilfelli í dag, þriðjudag. Upptök veirunnar hafa verið rakin til markaðar í suð-vesturhluta Peking sem er sá stærsti sinnar gerðar í Asíu. Meira en 200 þúsund manns hafa farið á markaðinn frá 30. maí. Fleiri héruð hafa hert reglur og er öllum þeim sem ferðast hafa til Peking skylt að fara í sóttkví. Yfirvöld í Sjanghæ hafa gefið út að allir sem ferðist þangað frá svæðum sem talin eru áhættusvæði af miðlungs eða alvarlegu stigi þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Þá hafa meira en átta þúsund starfsmenn markaðarins verið sendir í sýnatöku og halda nú til í farsóttahúsum. Aðrir markaðir í Peking og meira en þrjátíu þúsund veitingastaðir hafa verið hreinsaðir hátt og lágt. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. Í hluta kínversku höfuðborgarinnar var útgöngubann sett í gildi í gærkvöldi og hafa öryggishlið verið sett upp milli hverfa til að koma í veg fyrir óþarfa ferðalög milli þeirra. Þá hefur fólki sem talið er líklegt að sé smitað verið bannað að yfirgefa borgina. Yang Zhanqiu, forseti smitsjúkdómadeildar háskólans í Wuhan, sagði í samtali við innlenda fréttamiðla að hann teldi að það afbrigði veirunnar sem nú herjar á Peking borg sé skæðara en það sem reið yfir Wuhanborg í upphafi faraldursins. Meira en 20 hverfi í Peking hafa verið skilgreind sem miðlungs-áhættusvæði og heilbrigðisyfirvöld sögðu á þriðjudag að fólk sem ekki má yfirgefa heimili sín og þeir sem eru í einangrun muni fá mat og lyf send heim. Allar íþróttamiðstöðvar og -mannvirki voru lokaðar í gær og einhver íþróttalið sem hittust í gær hafa verið send í sýnatöku. Þá hafa 106 ný tilfelli verið staðfest á síðustu dögum, þar á meðal greindust 27 ný tilfelli í dag, þriðjudag. Upptök veirunnar hafa verið rakin til markaðar í suð-vesturhluta Peking sem er sá stærsti sinnar gerðar í Asíu. Meira en 200 þúsund manns hafa farið á markaðinn frá 30. maí. Fleiri héruð hafa hert reglur og er öllum þeim sem ferðast hafa til Peking skylt að fara í sóttkví. Yfirvöld í Sjanghæ hafa gefið út að allir sem ferðist þangað frá svæðum sem talin eru áhættusvæði af miðlungs eða alvarlegu stigi þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Þá hafa meira en átta þúsund starfsmenn markaðarins verið sendir í sýnatöku og halda nú til í farsóttahúsum. Aðrir markaðir í Peking og meira en þrjátíu þúsund veitingastaðir hafa verið hreinsaðir hátt og lágt.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35 Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. 15. júní 2020 07:35
Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. 14. júní 2020 11:53
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54