Enski boltinn

Özil fengið greidd 787 þúsund pund fyrir hverja tæk­lingu á leik­tíðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil í æfingaleik á tímum kórónuveirunnar.
Özil í æfingaleik á tímum kórónuveirunnar. vísir/getty

Það vakti athygli á miðvikudagskvöldið er enski fótboltinn snéri aftur eftir kórónuveiruhléið að enginn Mesut Özil var í leikmannahópi Arsenal sem tók á móti Manchester City.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði eftir leikinn að ástæða þess að Þjóðverjinn hafi ekki verið í leikmannahópnum hafi verið af taktískum ástæðum.

Mail Online fór því að kafa enn betur ofan í frammistöðu Özil á leiktíðinni en hann þénar 350 þúsund pund á viku og er lang launahæsti leikmaður Arsenal. Hann er einnig sagður hafa neitað að taka á sig launalækkun á tímum kórónuveirunnar og hefur þénað 15,75 milljónir punda frá því að leiktíðin hófst.

Hann hefur einungis skorað eitt mark og lagt upp þrjú. Hvert mark hefur því kostað Arsenal 15,75 milljónir punda og hver stoðsending 5,25 milljónir punda. Hann hefur fengið borgað rúmlega 787 þúsnd pund fyrir hverja tæklingu og 8692 pund fyrir hverja mínútu sem hann hefur spilað.

Alla úttektina má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×