Enski boltinn

Solskjær byrjar með Pogba á bekknum í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba í síðasta leiknum sem hann spilaði með United, gegn Newcastle á öðrum degi jóla.
Pogba í síðasta leiknum sem hann spilaði með United, gegn Newcastle á öðrum degi jóla. vísir/getty

Manchester United spilar sinn fyrsta leik í tæpa þrjá mánuði í kvöld er liðin mætir Tottenham á útivelli í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið.

Daily Mail greinir frá því að Paul Pogba muni ekki vera á meðal þeirra ellefu sem byrja inn á hjá United í kvöld en hann hefur ekki leikið síðan á öðrum degi jóla.

Ökklinn hefur verið að stríða Pogba á leiktíðinni og síðasti leikur sem hann spilaði var 26. desember gegn Newcastle. Hann hefur einungis spilað átta leiki á leiktíðinni.

Solskjær vill fara varlega með Pogba en eins og áður segir hefur hann varla spilað fótbolta í hálft ár. Norðmaðurinn vill flýta sér hægt með heimsmeistarann en United er á ellefu leikja skriði án taps.

Pogba hefur unnið hörðum höndum í hléinu að ná sér vegna meiðslanna en flautað verður til leiks á Tottenham-leikvanginum klukkan 19.15 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×