Umferðin á höfuðborgarsvæðinu að ná jafnvægi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. júní 2020 07:00 Margir hafa lagt í ferðalög innanlands undanfarið. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur hefur verið áþekk umferð á svæðinu í sömu vikum á síðasta ári. Miklar sveiflur eru á umferðinni eftir vikum en hugsanlega spilar veðurspáin þar inn í en fleiri halda út á land af höfuðborgarsvæðinu ef spáin er góð. Umferðin í viku 24, 8. - 14. júní jókst um 4,4% á milli ára á þremur lykilmælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er sú mesta fyrir eina viku það sem af er árinu. Í síðustu viku, viku 25, 15. - 21. júní minnkaði umferð um 1,4% á milli ára á sömu mælisniðum. Segir á vefsíðu Vegagerðarinnar. Mestu munaði í viku 24 um 6,8% aukningu á mælisniði á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi. Landamærin voru opnuð í upphafi 25. viku og því er raunaukningin í 24. viku í mun meiri en tölurnar gera ráð fyrir. Það vantar nánast alla umferð erlendra ferðamanna á bílaleigubílum í þessar tölur. Hefði erlendra ferðamanna á bílaleigubílum notið við hefði aukningin líklega orðið enn meiri. Samgöngur Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur hefur verið áþekk umferð á svæðinu í sömu vikum á síðasta ári. Miklar sveiflur eru á umferðinni eftir vikum en hugsanlega spilar veðurspáin þar inn í en fleiri halda út á land af höfuðborgarsvæðinu ef spáin er góð. Umferðin í viku 24, 8. - 14. júní jókst um 4,4% á milli ára á þremur lykilmælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er sú mesta fyrir eina viku það sem af er árinu. Í síðustu viku, viku 25, 15. - 21. júní minnkaði umferð um 1,4% á milli ára á sömu mælisniðum. Segir á vefsíðu Vegagerðarinnar. Mestu munaði í viku 24 um 6,8% aukningu á mælisniði á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi. Landamærin voru opnuð í upphafi 25. viku og því er raunaukningin í 24. viku í mun meiri en tölurnar gera ráð fyrir. Það vantar nánast alla umferð erlendra ferðamanna á bílaleigubílum í þessar tölur. Hefði erlendra ferðamanna á bílaleigubílum notið við hefði aukningin líklega orðið enn meiri.
Samgöngur Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent