Ætla að reyna slá heimsmet í beinni: „Við ætlum ekki að klúðra þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2020 09:00 Eggert Unnar Snæþórsson verður á Stöð 2 eSport í kvöld ásamt þeim Ými og Axel. mynd/eggert unnar Eggert Unnar Snæþórsson, Axel Guðmundsson og Ýmir Kolka Júlíusson setja markið hátt og ætla sér að slá heimsmetið í flestum „eliminatons“ í Call of Duty: Warzone. Allir eru þeir hluti af liði Fylkis sem vann til gullverðlauna í Call of Duty-deildinni fyrir ekki svo löngu og Eggert Unnar var spenntur fyrir kvöldinu er Vísir sló á þráðinn. „Fyrr á árinu í miðju kórónuveirunni þá kom út leikur sem heitir Call of Duty: Warzone sem tók yfir heiminn og er búinn að vera ógeðslega vinsæll. Það er alltaf keppni hver nær flestum „eliminations“ í hverjum leik. Það er eiginlega bara eitt stig fyrir hvert,“ sagði Eggert Unnar og hélt áfram. „Ég, Ýmir og Axel erum allir hjá Fylki og eigum Íslandsmetið. Planið upphaflega var að tékka hverjir væru með Íslandsmetið en svo kom í ljós að við værum með það. Þannig að við sögðum bara: Af hverju setjumst við ekki allir saman niður og förum í beina útsendingu og sjáum hvort að við getum ýtt á heimsmetið ef við reynum virkilega.“ „Þannig að við ætlum að setjast þarna niður og spila í þrjá tíma og gera okkar besta í að reyna slá heimsmetið í flestum „killum“ í þríleik.“ Spurður út í möguleikana fyrir kvöldið segir Eggert að miði sé möguleiki en þetta séu einir allra bestu spilarar landsins sem reyna við heimsmetið í það minnsta. „Ýmir og Axel eru ótrúlega góðir og ég er nokkuð góður. Þeir eru Íslandsmeistarar í COD. Það var Íslandsmeistaramót á dögunum og þeir unnu það ekki einu sinni tæpt. Þeir rústuðu því. Þetta eru yfirgnæfandi bestu leikmenn landsins og ef það væri til landslið í COD þá væri það þetta.“ „Maður veit aldrei hvað getur gerst því við erum dálítið að reyna á heppnina. Þú þarft að vera heppinn því það koma 150 manns í hverjum leik. Þú þarft að veðja á að margir séu ekki að drepa hvorn annan og þú sért að finna alla vondu kallana. Við munum 100% slá okkar eigið met en það er 60 í þriggja manna leik.“ Bein útsending frá spilun strákanna hefst klukkan 20.00 í kvöld á Stöð 2 eSport og er eins og vanalega í opinni útsendingu. „Þetta er í beinni á Stöð 2 eSport. Við verðum í stúdíói og það verður flott framleiðsla í kringum þetta. Við gerum smá atburð úr þessu og ég held að það sé gaman. Við hvetjum alla til þess að horfa og sjá hvort að við getum þetta. Við ætlum ekki að klúðra þessu,“ sagði Eggert Unnar. Rafíþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Eggert Unnar Snæþórsson, Axel Guðmundsson og Ýmir Kolka Júlíusson setja markið hátt og ætla sér að slá heimsmetið í flestum „eliminatons“ í Call of Duty: Warzone. Allir eru þeir hluti af liði Fylkis sem vann til gullverðlauna í Call of Duty-deildinni fyrir ekki svo löngu og Eggert Unnar var spenntur fyrir kvöldinu er Vísir sló á þráðinn. „Fyrr á árinu í miðju kórónuveirunni þá kom út leikur sem heitir Call of Duty: Warzone sem tók yfir heiminn og er búinn að vera ógeðslega vinsæll. Það er alltaf keppni hver nær flestum „eliminations“ í hverjum leik. Það er eiginlega bara eitt stig fyrir hvert,“ sagði Eggert Unnar og hélt áfram. „Ég, Ýmir og Axel erum allir hjá Fylki og eigum Íslandsmetið. Planið upphaflega var að tékka hverjir væru með Íslandsmetið en svo kom í ljós að við værum með það. Þannig að við sögðum bara: Af hverju setjumst við ekki allir saman niður og förum í beina útsendingu og sjáum hvort að við getum ýtt á heimsmetið ef við reynum virkilega.“ „Þannig að við ætlum að setjast þarna niður og spila í þrjá tíma og gera okkar besta í að reyna slá heimsmetið í flestum „killum“ í þríleik.“ Spurður út í möguleikana fyrir kvöldið segir Eggert að miði sé möguleiki en þetta séu einir allra bestu spilarar landsins sem reyna við heimsmetið í það minnsta. „Ýmir og Axel eru ótrúlega góðir og ég er nokkuð góður. Þeir eru Íslandsmeistarar í COD. Það var Íslandsmeistaramót á dögunum og þeir unnu það ekki einu sinni tæpt. Þeir rústuðu því. Þetta eru yfirgnæfandi bestu leikmenn landsins og ef það væri til landslið í COD þá væri það þetta.“ „Maður veit aldrei hvað getur gerst því við erum dálítið að reyna á heppnina. Þú þarft að vera heppinn því það koma 150 manns í hverjum leik. Þú þarft að veðja á að margir séu ekki að drepa hvorn annan og þú sért að finna alla vondu kallana. Við munum 100% slá okkar eigið met en það er 60 í þriggja manna leik.“ Bein útsending frá spilun strákanna hefst klukkan 20.00 í kvöld á Stöð 2 eSport og er eins og vanalega í opinni útsendingu. „Þetta er í beinni á Stöð 2 eSport. Við verðum í stúdíói og það verður flott framleiðsla í kringum þetta. Við gerum smá atburð úr þessu og ég held að það sé gaman. Við hvetjum alla til þess að horfa og sjá hvort að við getum þetta. Við ætlum ekki að klúðra þessu,“ sagði Eggert Unnar.
Rafíþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti