Mercedes-Benz E 63 fær nýtt útlit Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. júní 2020 07:00 Mercedes-AMG E 63 S Limousine Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit en þessi sportlegi fólksbíll úr AMG smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans hefur verið goðsögn síðan hann kom fyrst á markað árið 1986. Nýr E 63 býður upp á nútíma stíl og fágaðan sportleika og undir vélarhlífinni er gríðarmikið afl. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju er E 63 með aflmikla fjögurra lítra V8 vél sem skilar bílnum alls 612 hestöflum. Hann er aðeins 3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Bíllinn er búinn 4MATIC fjórhjóladrifi Mercedes-Benz. Nýi E 63 kemur bæði sem stallbakur (sedan) og langbakur (station) og er útlitsbreytingin mjög vel heppnuð í alla staði. Bíllinn hefur fengið nýtt AMG grill að framan sem gefur honum volduga ásýnd ásamt nýjum LED ljósum að framan og aftan. Innanrýmið er talsvert breytt frá forveranum. Nýr E 63 er með tveimur 10,25" skjáum eða svokölluðu widescreen mælaborði. Einfalt er að stjórna skjáunum með stýrinu, snertifletinum eða á snertiskjá. Bíllinn er með MBUX afþreyingarkerfinu sem er búið gervigreind og lærir sífellt betur á ökumanninn með tímanum. Bíllinn er mjög vel búinn akstursaðstoðar- og öryggiskerfum. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent
Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit en þessi sportlegi fólksbíll úr AMG smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans hefur verið goðsögn síðan hann kom fyrst á markað árið 1986. Nýr E 63 býður upp á nútíma stíl og fágaðan sportleika og undir vélarhlífinni er gríðarmikið afl. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju er E 63 með aflmikla fjögurra lítra V8 vél sem skilar bílnum alls 612 hestöflum. Hann er aðeins 3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Bíllinn er búinn 4MATIC fjórhjóladrifi Mercedes-Benz. Nýi E 63 kemur bæði sem stallbakur (sedan) og langbakur (station) og er útlitsbreytingin mjög vel heppnuð í alla staði. Bíllinn hefur fengið nýtt AMG grill að framan sem gefur honum volduga ásýnd ásamt nýjum LED ljósum að framan og aftan. Innanrýmið er talsvert breytt frá forveranum. Nýr E 63 er með tveimur 10,25" skjáum eða svokölluðu widescreen mælaborði. Einfalt er að stjórna skjáunum með stýrinu, snertifletinum eða á snertiskjá. Bíllinn er með MBUX afþreyingarkerfinu sem er búið gervigreind og lærir sífellt betur á ökumanninn með tímanum. Bíllinn er mjög vel búinn akstursaðstoðar- og öryggiskerfum.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent