Betra að ráðast á læknana sem skrifa upp á of mikið af þessum lyfjum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júlí 2020 17:00 Rapparinn Emmsjé Gauti segir fáránlegt að horfa á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Skjáskot/Youtube Emmsjé Gauti, sem gefur út plötuna Bleikt Ský í dag, er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta hlaðvarpi Sölva. Í viðtalinu segist Gauti persónulega þekkja fólk sem hefur dáið úr ofneyslu. Hann ræðir einnig um glæpavæðingu fíkniefna, tónlistina, kvíðatímabilið sem hann gekk í gegnum, trúarbrögð, guð og skoðanakúgun. Veikt fólk ekki glæpamenn „Nú þekki ég sjálfur fólk sem hefur dáið úr ofneyslu læknadóps og ég hef sjálfur fundið það þegar ég fékk skrifað upp á Parkodín Forte í massavís eftir hálskirtlatöku hvað ópíóðar eru hættulegt dæmi,“ segir Gauti í viðtalinu við Sölva og bætir við: „Ég held að það fyrsta sem þurfi að fara að gera í þessari umræðu er að ráðast á læknana sem eru að útskrifa allt of mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum sem er síðan verið að selja, eins og Oxy, Parkódín Forte og Fentanýl sem er í umferð og er að drepa fólk.“ Hann segir fáránlegt að enn sé horft á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Það sé löngu úrelt að eiga við hlutina með þessum hætti og ástæðan fyrir því að svo mikill greinarmunur sé gerður á áfengi og öðrum efnum sé fyrst og fremst vegna þess að áfengi sé samfélagslega viðurkennt og fólk sé háð því með einum eða öðrum hætti. Gauti tekur það skýrt fram að hann sé alls ekki hrifinn af fíkniefnum, en er algjörlega sannfærður um að glæpavæðing efnanna sé löngu úrelt leið til þess að eiga við vandann. „Ég vildi óska þess að það þyrfti enginn að nota fíkniefni… en ég held til dæmis að það sé augljóst að þú lagir ekki sprautufíkil með því að handtaka hann og færa hann í fangageymslu.“ Platan Bleikt ský er væntanleg á streymisveitur á miðnætti en útgáfutónleikarnir fara fram þann 18. júlí. Brotið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sölva við Gauta er komið í heild sína á Youtube. Klippa: Podcast með Sölva Tryggva - Emmsjé Gauti Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Heilbrigðismál Tónlist Tengdar fréttir Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Björn Steinbekk er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann meðal annars um EM miðamálið frá því fyrir fjórum árum. 30. júní 2020 10:03 Emmsjé Gauti: „Kominn tími á þetta bull aftur“ „Stundum elskaði ég hana og stundum langaði mig bara að henda henni. En núna er ég mjög spenntur og stoltur“, þetta segir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. 1. júlí 2020 12:58 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Emmsjé Gauti, sem gefur út plötuna Bleikt Ský í dag, er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta hlaðvarpi Sölva. Í viðtalinu segist Gauti persónulega þekkja fólk sem hefur dáið úr ofneyslu. Hann ræðir einnig um glæpavæðingu fíkniefna, tónlistina, kvíðatímabilið sem hann gekk í gegnum, trúarbrögð, guð og skoðanakúgun. Veikt fólk ekki glæpamenn „Nú þekki ég sjálfur fólk sem hefur dáið úr ofneyslu læknadóps og ég hef sjálfur fundið það þegar ég fékk skrifað upp á Parkodín Forte í massavís eftir hálskirtlatöku hvað ópíóðar eru hættulegt dæmi,“ segir Gauti í viðtalinu við Sölva og bætir við: „Ég held að það fyrsta sem þurfi að fara að gera í þessari umræðu er að ráðast á læknana sem eru að útskrifa allt of mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum sem er síðan verið að selja, eins og Oxy, Parkódín Forte og Fentanýl sem er í umferð og er að drepa fólk.“ Hann segir fáránlegt að enn sé horft á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Það sé löngu úrelt að eiga við hlutina með þessum hætti og ástæðan fyrir því að svo mikill greinarmunur sé gerður á áfengi og öðrum efnum sé fyrst og fremst vegna þess að áfengi sé samfélagslega viðurkennt og fólk sé háð því með einum eða öðrum hætti. Gauti tekur það skýrt fram að hann sé alls ekki hrifinn af fíkniefnum, en er algjörlega sannfærður um að glæpavæðing efnanna sé löngu úrelt leið til þess að eiga við vandann. „Ég vildi óska þess að það þyrfti enginn að nota fíkniefni… en ég held til dæmis að það sé augljóst að þú lagir ekki sprautufíkil með því að handtaka hann og færa hann í fangageymslu.“ Platan Bleikt ský er væntanleg á streymisveitur á miðnætti en útgáfutónleikarnir fara fram þann 18. júlí. Brotið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sölva við Gauta er komið í heild sína á Youtube. Klippa: Podcast með Sölva Tryggva - Emmsjé Gauti
Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Heilbrigðismál Tónlist Tengdar fréttir Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Björn Steinbekk er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann meðal annars um EM miðamálið frá því fyrir fjórum árum. 30. júní 2020 10:03 Emmsjé Gauti: „Kominn tími á þetta bull aftur“ „Stundum elskaði ég hana og stundum langaði mig bara að henda henni. En núna er ég mjög spenntur og stoltur“, þetta segir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. 1. júlí 2020 12:58 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Björn Steinbekk er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann meðal annars um EM miðamálið frá því fyrir fjórum árum. 30. júní 2020 10:03
Emmsjé Gauti: „Kominn tími á þetta bull aftur“ „Stundum elskaði ég hana og stundum langaði mig bara að henda henni. En núna er ég mjög spenntur og stoltur“, þetta segir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. 1. júlí 2020 12:58