Áður óséð verk eftir Picasso á uppboði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:03 Kolateikning eftir Picasso frá árinu 1931 verður á uppboði í lok júlímánaðar. Sotheby's London Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Verkið er kolateikning af konu og heitir Femme endormie eða Kona sofandi en listamaðurinn varðveitti það hjá sér til dauðadags. Bernard sonur hans erfði síðan verkið. Marie-Therese Walter og Pablo Picasso áttu í ástarsambandi á árunum 1927 og 1936. Tuttugu og átta ára aldursmunur var á milli þeirra en þau kynntust þegar Walter var táningur. Picasso og Walter áttu saman dótturina Maríu de la Concepción sem ætíð hefur verið kölluð Maya.Vísir/Getty Viðfang listaverksins er Marie-Thérèse Walter en þau áttu í ástarsambandi og hittust fyrst þegar Picasso var 45 ára en Walter einungis 17 ára. Picasso var að eigin sögn óhamingjusamur í hjónabandi sínu þegar Walter varð á vegi hans. Hann tók fyrst eftir henni þegar hann leit inn um gluggann á Galeries Lafayette í París árið 1927. Hann rölti í áttina til hennar og sagði: „Ég er viss um að við munum gera frábæra hluti saman. Ég heiti Picasso.“ Olivier Widmaier Picasso, dóttursonur listmálarans, segir Picasso hafa endurfæðst þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hún fyllti Picasso andagift en Walter er viðfang fjölda málverka, teikninga og höggmynda. Sum listaverkanna eru talin vera bestu verk listamannsins en ferill hans spannar átta áratugi. Þrjú af málverkunum sem Picasso gerði af Walter voru til sýnis á einkasýningu Pablos Picasso á Tate Modern-safninu í Lundúnum árið 2018. Á sýningu með verkum Pablos Picasso í Tate Modern-safninu í Lundúnum mátti sjá nokkur af þeim verkum sem fjalla um Marie-Thérèse Walter. Sýningin hét Picasso 1932 - ást, frægð, harmleikur.Vísir/Getty Picasso var giftur Olgu Khokhlovu þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hann átti þá soninn Paulo með Khokhlovu. Khokhlova var ballett-dansari frá Úkraínu en hún komst ekki að framhjáhaldinu fyrr en seint. Árið 1934 varð Walter ólétt að dóttur þeirra Picassos, Maríu de la Concepcion, en þegar Khokhlova komst að þunguninni bað hún um hjónaskilnað. Listamaðurinn Pablo Picasso á vinnustofunni sinni í París. Vísir/Getty Picasso var ekki trúr Walter frekar en Khokhlovu. Tveimur árum eftir fæðingu dóttur þeirra Walters og Picassos hélt Picasso framhjá Walter með Doru Maar sem Picasso taldi vera „vitsmunalegan jafningja“ sinn. Þegar Khoklova lést ákvað Picasso að biðja Walters en hún hafnaði bónorðinu eftir svikin. Walter framdi sjálfsvíg árið 1977. Myndlist Menning Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Verkið er kolateikning af konu og heitir Femme endormie eða Kona sofandi en listamaðurinn varðveitti það hjá sér til dauðadags. Bernard sonur hans erfði síðan verkið. Marie-Therese Walter og Pablo Picasso áttu í ástarsambandi á árunum 1927 og 1936. Tuttugu og átta ára aldursmunur var á milli þeirra en þau kynntust þegar Walter var táningur. Picasso og Walter áttu saman dótturina Maríu de la Concepción sem ætíð hefur verið kölluð Maya.Vísir/Getty Viðfang listaverksins er Marie-Thérèse Walter en þau áttu í ástarsambandi og hittust fyrst þegar Picasso var 45 ára en Walter einungis 17 ára. Picasso var að eigin sögn óhamingjusamur í hjónabandi sínu þegar Walter varð á vegi hans. Hann tók fyrst eftir henni þegar hann leit inn um gluggann á Galeries Lafayette í París árið 1927. Hann rölti í áttina til hennar og sagði: „Ég er viss um að við munum gera frábæra hluti saman. Ég heiti Picasso.“ Olivier Widmaier Picasso, dóttursonur listmálarans, segir Picasso hafa endurfæðst þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hún fyllti Picasso andagift en Walter er viðfang fjölda málverka, teikninga og höggmynda. Sum listaverkanna eru talin vera bestu verk listamannsins en ferill hans spannar átta áratugi. Þrjú af málverkunum sem Picasso gerði af Walter voru til sýnis á einkasýningu Pablos Picasso á Tate Modern-safninu í Lundúnum árið 2018. Á sýningu með verkum Pablos Picasso í Tate Modern-safninu í Lundúnum mátti sjá nokkur af þeim verkum sem fjalla um Marie-Thérèse Walter. Sýningin hét Picasso 1932 - ást, frægð, harmleikur.Vísir/Getty Picasso var giftur Olgu Khokhlovu þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hann átti þá soninn Paulo með Khokhlovu. Khokhlova var ballett-dansari frá Úkraínu en hún komst ekki að framhjáhaldinu fyrr en seint. Árið 1934 varð Walter ólétt að dóttur þeirra Picassos, Maríu de la Concepcion, en þegar Khokhlova komst að þunguninni bað hún um hjónaskilnað. Listamaðurinn Pablo Picasso á vinnustofunni sinni í París. Vísir/Getty Picasso var ekki trúr Walter frekar en Khokhlovu. Tveimur árum eftir fæðingu dóttur þeirra Walters og Picassos hélt Picasso framhjá Walter með Doru Maar sem Picasso taldi vera „vitsmunalegan jafningja“ sinn. Þegar Khoklova lést ákvað Picasso að biðja Walters en hún hafnaði bónorðinu eftir svikin. Walter framdi sjálfsvíg árið 1977.
Myndlist Menning Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira