Enski boltinn

Gomes var nánast orð­laus er hann sá og heyrði af ís­lensku Liver­pool messunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joe Gomez varnarmaður Liverpool.
Joe Gomez varnarmaður Liverpool. vísir/getty

Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, var í viðtali hjá Símanum í gær en hann ræddi þar við Tómas Þór Þórðarson um tímabilið hjá Liverpool.

Gomez hefur leikið vel í vörn Liverpool á leiktíðinni, þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar gegn Man. City á dögunum, en en hann er einungis 23 ára.

Hann hefur myndað öflugt miðvarðarpar með Virgil van Dijk en Tómas Þór, hjá Símanum, sýndi Gomez myndefni frá Liverpool messunni sem haldinn var á lokadegi síðasta tímabils.

Þó er ljóst að mikill hugur var í stuðningsmönnum sem fjölmenntu í messuna og sungu af mikilli innlifun þegar You‘ll Never Walk Alone var sungið í messunni en þar báðu þeir fyrir heppilegum úrslitum í lokaumferðinni.

Þeir urðu þó ekki að ósk sinni þar sem Man. City vann Brighton á útivelli og varð enskur meistari en Liverpool náði þó að tryggja sér enska meistaratitilinn í ár eftir þrjátíu ára bið.

Þegar Gomez var sýnt myndefni frá messunni sagði hann að félagið ætti bestu stuðningsmenn í heimi og að leikmenn liðsins vildu skila því aftur til stuðningsmannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×