Mokveiði í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2020 15:26 Reynir með lax úr Rangánum Mynd: Árni Baldursson FB Það er óhætt að segja að það sé mokveiði í Eystri Rangá en það hefur aldrei veiðst jafnvel jafn snemma á tímbilinu í ánni. Flestum þótti það ansi gott þegar ekki nema fyrir viku síðan að áinn var að skila 40-50 löxum á dag og þá var strax haft á orði að besti tíminn í ánni sem er frá miðjum júlí gæti orðið mjög góður. Það hefur heldur betur ræst og gott betur. Gærdagurinn skilaði 102 löxum á land og það var mikið líf alls staðar í ánni. Þetta þýðir að hver stöng er að jafnaði með 5-6 laxa og þar fyrir utan eru menn að missa töluvert. Aldrei í sögu Eystri Rangár hefur veiðin farið svona vel af stað og það á bara eftir að bæta í því besti tíminn í ánni er eins og áður segir eftir miðjan júlí. Ágúst og september eru síðan mjög góðir líka en ef þetta er staðan þá er ljóst að þeir mánuðir ættu að verða góðir og að sama skapi held ég að Eystri sé hratt og óðfluga að ná flugi sem aflahæsta á landsins í sumar. Nái hún því á þessum takti á engin á eftir að ná henni. Það er bara þannig, Stangveiði Mest lesið Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði
Það er óhætt að segja að það sé mokveiði í Eystri Rangá en það hefur aldrei veiðst jafnvel jafn snemma á tímbilinu í ánni. Flestum þótti það ansi gott þegar ekki nema fyrir viku síðan að áinn var að skila 40-50 löxum á dag og þá var strax haft á orði að besti tíminn í ánni sem er frá miðjum júlí gæti orðið mjög góður. Það hefur heldur betur ræst og gott betur. Gærdagurinn skilaði 102 löxum á land og það var mikið líf alls staðar í ánni. Þetta þýðir að hver stöng er að jafnaði með 5-6 laxa og þar fyrir utan eru menn að missa töluvert. Aldrei í sögu Eystri Rangár hefur veiðin farið svona vel af stað og það á bara eftir að bæta í því besti tíminn í ánni er eins og áður segir eftir miðjan júlí. Ágúst og september eru síðan mjög góðir líka en ef þetta er staðan þá er ljóst að þeir mánuðir ættu að verða góðir og að sama skapi held ég að Eystri sé hratt og óðfluga að ná flugi sem aflahæsta á landsins í sumar. Nái hún því á þessum takti á engin á eftir að ná henni. Það er bara þannig,
Stangveiði Mest lesið Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði