Enski boltinn

Stuðningsmaður Man Utd veðjaði aleigunni á að Liverpool myndi vinna titilinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Tony Ward setti aleiguna undir á að erkifjendurnir í Liverpool myndu vinna ensku úrvalsdeildina.
Tony Ward setti aleiguna undir á að erkifjendurnir í Liverpool myndu vinna ensku úrvalsdeildina. mynd/dailystar

Tony Ward, stuðningsmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, veðjaði aleigu sinni á að erkifjendurnir í Liverpool myndu vinna Englandsmeistaratitilinn.

Ward veðjaði 55.000 pundum, rúmum 9,5 milljónum króna, í október á að Liverpool myndi vinna titilinn. Þá var stuðullinn 4/6 og vann hann því 91.000 pund, tæplega 16 milljónir króna.

Ward erfði upphæðina þegar móðir hans lést árið 2017 82 ára gömul og ákvað eins og áður segir að setja alla upphæðina á að Liverpool myndi vinna ensku deildina í fyrsta sinn í 30 ár. 

Þetta leit mjög vel út fyrir Ward þangað til í mars, þegar deildarkeppninni var frestað vegna Kórónuveirunnar. Um tíma var ekki ljóst hvort hún yrði kláruð og þar með hvort Ward myndi vinna veðmálið. Það fór þó allt saman vel að lokum, Liverpool tryggði sér titilinn í lok júní og við það varð Ward 6 milljón krónum ríkari. 

„Ég held ég hefði fengið peninginn til baka, ef tímabilið hefði ekki verið klárað. Það hefði samt verið ósanngjarnt, Liverpool þurfti bara sex stig til að verða meistari,“ sagði Ward um hvað hefði gerst ef ekki hefði tekist að klára deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×