Lét tónlistardrauminn loksins rætast eftir fertugt Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. júlí 2020 20:00 Fatahönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Gunni Hilmarsson talar um tónlistina, tískuna, textana og ástina. Saga Sig „Það er kannski óvenjulegt að byrja feril í tónlist eftir fertugt en ég er bara óhræddur við að gera hluti og geri bara það sem hjartað segir mér að gera,“ segir Gunnar Hilmarsson í viðtali við Makamál um tónlistina, textana og ástina. Gunnar, eða Gunni eins og hann er oftast kallaður, á langan feril að baki í tísku og hönnun en hann og kona hans Kolbrún hafa verið áberandi í íslensku hönnunarsenunni í gegnum árin. En hvað kom til að þú fórst svo út í tónlist? „Það er löng saga satt að segja. Þegar ég var 15-20 ára þá var ég á kafi í tónlist og stefndi á það að verða tónlistarmaður. Ég var í hljómsveit og við spiluðum oft og víða.“ Þegar ég var tvítugur þá fluttist ég til London til þess að gera tónlistina að ævistarfi. Það má segja svo að ástin hafi breytt þeim plönum því að á sama tímapunkti kynntist ég Kollu konunni minni og lífið tók aðra stefnu. Gunni og Kolla kona hans hafa unnið saman nánast daglega í 25 ár. Saga Sig Fólk gefst alltof fljótt upp Gunni og Kolla hafa unnið saman nánast daglega í 25 ár en saman hafa þau komið víða við. Þau stofnuðu tískuvöruverslunina GK Reykjavík árið 1997 og byrjuðu að hanna saman fatalínu undir því nafni. „Ég hef líka mikið verið á flakki um heimsins höf og vann meðal annars sem hönnuður fyrir Nokia, Top Shop, Day Birger et Mikkelsen og All Saints í London, svo eitthvað sé nefnt. Einnig endurvöktum við merkið Andersen & Lauth.“ Í dag hanna Gunni og Kolla saman undir merki sínu Freebird en samhliða því vinna þau í hönnun og framleiðslu fyrir erlend fyrirtæki. Gunni segir jafnframt að sum verkefni eru þess eðlis að ekki megi fjalla um þau. Einnig starfar hann sem yfirhönnuður Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar. En hvernig gengur það fyrir ykkur sem hjón að vinna saman, hefur það ekki verið krefjandi? Saga Sig „Stundum líða dagar eða jafnvel vikur án þess að við séum frá hvoru öðru meira en eitt augnablik. Það hefur alltaf reynst okkur auðvelt en ég átta mig á því að það er ekki fyrir alla að vinna svona. Við erum afar samrýmd, róleg og yfirveguð og þekkjum kosti og galla hvors annars. Ef pör nálgast hvort annað af ást og virðingu og jafnaðargeði þá er allt hægt. Hún er líka frábær hönnuður með mikla reynslu svo að betri félaga í þeim efnum er ekki hægt að finna.“ Þegar við tölum um hjónabandið segir Gunni að honum finnist fólk gefast alltof fljótt upp en það sé mikilvægt að flýja ekki af hólmi þegar það kemur stormur. Gott hjónaband er langhlaup með fullt af alveg frábærum stoppum þar sem best er að sitjast niður og njóta! En það er vinna og það er enginn einn í sambandi. Það þarf tvo til að valsa. Gítarinn var alltaf nálægt „Tíska og hönnun tók allt yfir en gítarinn var alltaf nálægt mér og það var bara spurning um tíma hvenær sá heimur myndi opnast aftur. Í raun lét ég bara draum rætast sem ég var búinn að geyma en alls ekki gleyma, frá unglingnum mér. Ég átti þetta eftir og gat ekki beðið lengur.“ Það er kannski óvenjulegt að byrja feril í tónlist eftir fertugt en ég er bara óhræddur við að gera hluti og geri bara það sem hjartað segir mér að gera. Ég er frekar óttalaus en lífið er bara skemmtilegra ef maður lítur á það sem tækifæri en ekki hindrun. Hver veit hvað ég geri eftir tíu ár? Árið 2016 sendi Gunni Ágústu Evu skilaboð á Facebook og bauð henni í kakóbolla og spjall. Sex mánuðum síðar kom svo út fyrsta lag Sycamore Tree. „Það var mér síðan mikið lán að tónlistin færði mér samstarfið við Ágústu Evu þar sem listagyðjan hefur verið okkur afar góð. Við vinnum vel saman og á milli okkar ríkir vinátta, virðing og skilningur. Við erum eins og samrýmd systkini sem myndum verja hvort annað fyrir öllu slæmu.“ Það er ákveðin dulúð yfir textum Sycamore Tree og óhætt að segja að þeir séu flest allir mjög tilfiningaþrungnir. Hvor ykkar sér um textagerð? „Ég sem lögin og textana sem við höfum gefið út til þessa. Reyndar með undantekningu í nýjasta laginu okkar Beast in My Bones. Þar var ég tilbúinn með textann en Ágústa Eva lagði til breytingar sem gerðu hann mun betri og breytti merkingu hans.“ Gunni segir Ágústu Evu alls ekki vera sama um hvaða texta hún syngur og haldi hún honum því á tánum í textasmíð sinni. Saga Sig „Ágústu Evu er ekki sama um hvaða texta hún er að syngja og rekur það mig áfram að gera alltaf betur í textasmíðum. Hún er sjálf frábær með orðið og á örugglega eftir að gera meira af okkar textum í framtíðinni. Hún á til dæmis tvo texta í lögum sem eru að koma út á næstu mánuðum.“ Kannski þegar ég verð stór Við tölum um sögur og texta og segist Gunni vera mjög hrifinn af söguforminu. Hann segist lengi hafa verið að skrifa og semja texta og vel geta hugsað sér að skrifa meira. „Ég samdi mikið af textum og ljóðum þegar ég var unglingur og í kringum tvítugt en lagði það svo til hliðar þangað til að ég fór á fullt í tónlistina.“ Ég gæti vel hugsað mér að skrifa meira. Stuttar sögur og þess háttar. Ég er viss um að ég á eftir að gera meira í því. Kannski þegar ég verð loksins stór þá fer ég að gefa mér tíma til þess.“ Texta Sycamore Tree segir Gunni alla vera litlar sögur þar sem kafað er djúpt inn í allan tilfinningaskalann. Þegar hann er spurður hver aðalinnblásturinn sé í skrifum sínum er hann fljótur að svara. „Lífið! Allir litir lífsins. Það er svo kærkomið þegar fólk er að hlusta á tónlistina sem við erum að gera og að fá tækifæri til að segja eitthvað. Tala til hlustandans, segja sögur. Annaðhvort eigin upplifanir, sögur annarra eða ímyndaðar persónur.“ Sumar sögur fjalla um fallegu hliðar ástarinnar og lífsins og aðrar ekki eins fallegar hliðar.Saga Sig „Það er alveg glatað að skrifa bara eitthvað eða ekki neitt. Lögin eru öll litlar sögur. Sumar stórar, aðrar litlar. Sumar sögur fjalla um fallegu hliðar ástarinnar og lífsins en aðrar ekki eins fallegar. Sumar sögur eru um sorgina, söknuð og þrá og svo eru sögur sem fjalla meira að segja um dauðann. Skuggahliðarnar. Lífið er jú allskonar!“ Sögurnar yfirleitt alltaf sannar Á tónleikum Sycamore Tree segir Gunni að hverju lagi fylgi yfirleitt saga og finnst honum mikilvægt að fá tækifæri til þess að segja frá því hvað búi að baki hverju lagi. „Þeir sem koma á tónleika hjá okkur þekkja það vel að yfirleitt fylgir saga með hverju einasta lagi. Saga um hvað lagið og textinn fjallar um og hvers vegna það varð til. Ég finn að fólk tengir allt öðruvísi við tónlistina þegar ég útskýri hvað býr að baka hverju verki. Það breytist allt og tónleikaupplifunin verður allt önnur.“ Við erum bæði mjög opin og heiðarleg sem listamenn og ég held að það hafi ekki farið óánægður tónleikagestur frá okkur. Gunni segir að sögurnar geti stundum verið mjög persónulegar eða sagðar út frá fólki sem hann þekkir en í langflestum tilvikum séu þær sannar sögur. „Ég er alltaf hugsandi og leitandi að upplifunum og hvert lag er heimur. Heimur þar sem eru myndir, litir, jafnvel lykt og ég get lokað augunum og verið staddur í laginu. Þess vegna held ég að fólk fái einmitt stundum þannig tilfinningu þegar það hlustar. Að heimur laganna fari eitthvað með hlustandann. Fyrir mér þýðir það að mér tókst það sem ég ætlaði mér.“ Gunni segir þau Ágústu Evu fá útrás fyrir country ástríðuna sína í nýrri smáskífu sveitarinnar sem er væntanleg á næstunni. Saga Sig Tvær plötur á árinu Á þessu ári koma tvær plötur út frá Sycamore Tree og er sú fyrri stuttskífa sem hann segir aðeins undir áhrifum af country tónlist. „Þetta er sería af lögum þar sem hægt er að finna smásögur í formi laga. Fyrsta lagið, Beast In My Bones, kom út fyrir stuttu og svo er annað lag plötunnar, Storm, væntanlegt innan fárra daga.“ Við erum aðeins að fókusera á country ástríðuna í okkur báðum á þessari stuttskífu og er hún nokkurs konar hliðarverkefni stóru plötunnar sem kemur út í haust. Lögin Fire og Wild Wind eru hluti af stóru plötu Sycamore Tree sem væntanleg er í haust og segir Gunni lögin og textana á þeirri plötu innihalda stórar sögur sem hann hlakki til að segja fólki frá. „Við erum búin að vera að vinna þessa plötu með Arnari Guðjónssyni og Rick Nowels. Arnar Guðjóns er í raun ósýnilegi meðlimur Sycamore Tree og spilar stórt hlutverk í allri okkar vinnu þessa dagana. Hann hefur meðal annars verið í hljómsveitunum Leaves, Warmland og Kaleo. Rick Nowels er einn af þessum stóru í bransanum og hefur unnið með listamönnum á borð við Adele, Madonnu, Lana Del Ray, Sia, Dua Lipa, Paul McCartney og Lykke Li, listinn er endalaus.“ Gunni segir að planið sé að vera með mikið af tónleikum næsta árið og eru næstu tónleikar sveitarinnar föstudaginn 18.júlí. „Við erum að spila á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ núna á morgun, á Akureyri 7. ágúst og í Hveragerði 15. ágúst, svo það er nóg að gera. Í haust verða svo stórir útgáfutónleikar.“ Framundan er mikið að gera hjá Sycamore Tree en næstu tónleikar eru föstudaginn 18. júlí, á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Saga Sig Að lokum segist Gunni mjög spenntur fyrir komandi tímum í öllu því sem hann hefur fyrir stafni og að nú sé tónlistin komin til að vera í hans lífi. Ég mun pottþétt vera í tónlist um ókomna tíð og vonast til að eldast eins og gott vín í þeim bransa. Aðsend mynd Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Fluttu lagið Wild Wind í beinni hjá Gumma Ben og Sóla Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree komu fram í beinni útsendingu í Föstudagskvöld með Gumma Ben og Sóla Hólm á Stöð 2 fyrir helgi. 24. febrúar 2020 16:30 „Lagið er í raun nútíma ættjarðaróður“ „Þetta fyrsta lagið sem Rick Nowels próduserar fyrir okkur. Hann hefur próduserað meðal annars fyrir Adele, Madonnu, Lana Del Ray, Lykke Li, SIA, N´Sync, Dua Lipa og marga fleiri.“ 27. mars 2020 15:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál „Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Það er kannski óvenjulegt að byrja feril í tónlist eftir fertugt en ég er bara óhræddur við að gera hluti og geri bara það sem hjartað segir mér að gera,“ segir Gunnar Hilmarsson í viðtali við Makamál um tónlistina, textana og ástina. Gunnar, eða Gunni eins og hann er oftast kallaður, á langan feril að baki í tísku og hönnun en hann og kona hans Kolbrún hafa verið áberandi í íslensku hönnunarsenunni í gegnum árin. En hvað kom til að þú fórst svo út í tónlist? „Það er löng saga satt að segja. Þegar ég var 15-20 ára þá var ég á kafi í tónlist og stefndi á það að verða tónlistarmaður. Ég var í hljómsveit og við spiluðum oft og víða.“ Þegar ég var tvítugur þá fluttist ég til London til þess að gera tónlistina að ævistarfi. Það má segja svo að ástin hafi breytt þeim plönum því að á sama tímapunkti kynntist ég Kollu konunni minni og lífið tók aðra stefnu. Gunni og Kolla kona hans hafa unnið saman nánast daglega í 25 ár. Saga Sig Fólk gefst alltof fljótt upp Gunni og Kolla hafa unnið saman nánast daglega í 25 ár en saman hafa þau komið víða við. Þau stofnuðu tískuvöruverslunina GK Reykjavík árið 1997 og byrjuðu að hanna saman fatalínu undir því nafni. „Ég hef líka mikið verið á flakki um heimsins höf og vann meðal annars sem hönnuður fyrir Nokia, Top Shop, Day Birger et Mikkelsen og All Saints í London, svo eitthvað sé nefnt. Einnig endurvöktum við merkið Andersen & Lauth.“ Í dag hanna Gunni og Kolla saman undir merki sínu Freebird en samhliða því vinna þau í hönnun og framleiðslu fyrir erlend fyrirtæki. Gunni segir jafnframt að sum verkefni eru þess eðlis að ekki megi fjalla um þau. Einnig starfar hann sem yfirhönnuður Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar. En hvernig gengur það fyrir ykkur sem hjón að vinna saman, hefur það ekki verið krefjandi? Saga Sig „Stundum líða dagar eða jafnvel vikur án þess að við séum frá hvoru öðru meira en eitt augnablik. Það hefur alltaf reynst okkur auðvelt en ég átta mig á því að það er ekki fyrir alla að vinna svona. Við erum afar samrýmd, róleg og yfirveguð og þekkjum kosti og galla hvors annars. Ef pör nálgast hvort annað af ást og virðingu og jafnaðargeði þá er allt hægt. Hún er líka frábær hönnuður með mikla reynslu svo að betri félaga í þeim efnum er ekki hægt að finna.“ Þegar við tölum um hjónabandið segir Gunni að honum finnist fólk gefast alltof fljótt upp en það sé mikilvægt að flýja ekki af hólmi þegar það kemur stormur. Gott hjónaband er langhlaup með fullt af alveg frábærum stoppum þar sem best er að sitjast niður og njóta! En það er vinna og það er enginn einn í sambandi. Það þarf tvo til að valsa. Gítarinn var alltaf nálægt „Tíska og hönnun tók allt yfir en gítarinn var alltaf nálægt mér og það var bara spurning um tíma hvenær sá heimur myndi opnast aftur. Í raun lét ég bara draum rætast sem ég var búinn að geyma en alls ekki gleyma, frá unglingnum mér. Ég átti þetta eftir og gat ekki beðið lengur.“ Það er kannski óvenjulegt að byrja feril í tónlist eftir fertugt en ég er bara óhræddur við að gera hluti og geri bara það sem hjartað segir mér að gera. Ég er frekar óttalaus en lífið er bara skemmtilegra ef maður lítur á það sem tækifæri en ekki hindrun. Hver veit hvað ég geri eftir tíu ár? Árið 2016 sendi Gunni Ágústu Evu skilaboð á Facebook og bauð henni í kakóbolla og spjall. Sex mánuðum síðar kom svo út fyrsta lag Sycamore Tree. „Það var mér síðan mikið lán að tónlistin færði mér samstarfið við Ágústu Evu þar sem listagyðjan hefur verið okkur afar góð. Við vinnum vel saman og á milli okkar ríkir vinátta, virðing og skilningur. Við erum eins og samrýmd systkini sem myndum verja hvort annað fyrir öllu slæmu.“ Það er ákveðin dulúð yfir textum Sycamore Tree og óhætt að segja að þeir séu flest allir mjög tilfiningaþrungnir. Hvor ykkar sér um textagerð? „Ég sem lögin og textana sem við höfum gefið út til þessa. Reyndar með undantekningu í nýjasta laginu okkar Beast in My Bones. Þar var ég tilbúinn með textann en Ágústa Eva lagði til breytingar sem gerðu hann mun betri og breytti merkingu hans.“ Gunni segir Ágústu Evu alls ekki vera sama um hvaða texta hún syngur og haldi hún honum því á tánum í textasmíð sinni. Saga Sig „Ágústu Evu er ekki sama um hvaða texta hún er að syngja og rekur það mig áfram að gera alltaf betur í textasmíðum. Hún er sjálf frábær með orðið og á örugglega eftir að gera meira af okkar textum í framtíðinni. Hún á til dæmis tvo texta í lögum sem eru að koma út á næstu mánuðum.“ Kannski þegar ég verð stór Við tölum um sögur og texta og segist Gunni vera mjög hrifinn af söguforminu. Hann segist lengi hafa verið að skrifa og semja texta og vel geta hugsað sér að skrifa meira. „Ég samdi mikið af textum og ljóðum þegar ég var unglingur og í kringum tvítugt en lagði það svo til hliðar þangað til að ég fór á fullt í tónlistina.“ Ég gæti vel hugsað mér að skrifa meira. Stuttar sögur og þess háttar. Ég er viss um að ég á eftir að gera meira í því. Kannski þegar ég verð loksins stór þá fer ég að gefa mér tíma til þess.“ Texta Sycamore Tree segir Gunni alla vera litlar sögur þar sem kafað er djúpt inn í allan tilfinningaskalann. Þegar hann er spurður hver aðalinnblásturinn sé í skrifum sínum er hann fljótur að svara. „Lífið! Allir litir lífsins. Það er svo kærkomið þegar fólk er að hlusta á tónlistina sem við erum að gera og að fá tækifæri til að segja eitthvað. Tala til hlustandans, segja sögur. Annaðhvort eigin upplifanir, sögur annarra eða ímyndaðar persónur.“ Sumar sögur fjalla um fallegu hliðar ástarinnar og lífsins og aðrar ekki eins fallegar hliðar.Saga Sig „Það er alveg glatað að skrifa bara eitthvað eða ekki neitt. Lögin eru öll litlar sögur. Sumar stórar, aðrar litlar. Sumar sögur fjalla um fallegu hliðar ástarinnar og lífsins en aðrar ekki eins fallegar. Sumar sögur eru um sorgina, söknuð og þrá og svo eru sögur sem fjalla meira að segja um dauðann. Skuggahliðarnar. Lífið er jú allskonar!“ Sögurnar yfirleitt alltaf sannar Á tónleikum Sycamore Tree segir Gunni að hverju lagi fylgi yfirleitt saga og finnst honum mikilvægt að fá tækifæri til þess að segja frá því hvað búi að baki hverju lagi. „Þeir sem koma á tónleika hjá okkur þekkja það vel að yfirleitt fylgir saga með hverju einasta lagi. Saga um hvað lagið og textinn fjallar um og hvers vegna það varð til. Ég finn að fólk tengir allt öðruvísi við tónlistina þegar ég útskýri hvað býr að baka hverju verki. Það breytist allt og tónleikaupplifunin verður allt önnur.“ Við erum bæði mjög opin og heiðarleg sem listamenn og ég held að það hafi ekki farið óánægður tónleikagestur frá okkur. Gunni segir að sögurnar geti stundum verið mjög persónulegar eða sagðar út frá fólki sem hann þekkir en í langflestum tilvikum séu þær sannar sögur. „Ég er alltaf hugsandi og leitandi að upplifunum og hvert lag er heimur. Heimur þar sem eru myndir, litir, jafnvel lykt og ég get lokað augunum og verið staddur í laginu. Þess vegna held ég að fólk fái einmitt stundum þannig tilfinningu þegar það hlustar. Að heimur laganna fari eitthvað með hlustandann. Fyrir mér þýðir það að mér tókst það sem ég ætlaði mér.“ Gunni segir þau Ágústu Evu fá útrás fyrir country ástríðuna sína í nýrri smáskífu sveitarinnar sem er væntanleg á næstunni. Saga Sig Tvær plötur á árinu Á þessu ári koma tvær plötur út frá Sycamore Tree og er sú fyrri stuttskífa sem hann segir aðeins undir áhrifum af country tónlist. „Þetta er sería af lögum þar sem hægt er að finna smásögur í formi laga. Fyrsta lagið, Beast In My Bones, kom út fyrir stuttu og svo er annað lag plötunnar, Storm, væntanlegt innan fárra daga.“ Við erum aðeins að fókusera á country ástríðuna í okkur báðum á þessari stuttskífu og er hún nokkurs konar hliðarverkefni stóru plötunnar sem kemur út í haust. Lögin Fire og Wild Wind eru hluti af stóru plötu Sycamore Tree sem væntanleg er í haust og segir Gunni lögin og textana á þeirri plötu innihalda stórar sögur sem hann hlakki til að segja fólki frá. „Við erum búin að vera að vinna þessa plötu með Arnari Guðjónssyni og Rick Nowels. Arnar Guðjóns er í raun ósýnilegi meðlimur Sycamore Tree og spilar stórt hlutverk í allri okkar vinnu þessa dagana. Hann hefur meðal annars verið í hljómsveitunum Leaves, Warmland og Kaleo. Rick Nowels er einn af þessum stóru í bransanum og hefur unnið með listamönnum á borð við Adele, Madonnu, Lana Del Ray, Sia, Dua Lipa, Paul McCartney og Lykke Li, listinn er endalaus.“ Gunni segir að planið sé að vera með mikið af tónleikum næsta árið og eru næstu tónleikar sveitarinnar föstudaginn 18.júlí. „Við erum að spila á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ núna á morgun, á Akureyri 7. ágúst og í Hveragerði 15. ágúst, svo það er nóg að gera. Í haust verða svo stórir útgáfutónleikar.“ Framundan er mikið að gera hjá Sycamore Tree en næstu tónleikar eru föstudaginn 18. júlí, á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Saga Sig Að lokum segist Gunni mjög spenntur fyrir komandi tímum í öllu því sem hann hefur fyrir stafni og að nú sé tónlistin komin til að vera í hans lífi. Ég mun pottþétt vera í tónlist um ókomna tíð og vonast til að eldast eins og gott vín í þeim bransa. Aðsend mynd
Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Fluttu lagið Wild Wind í beinni hjá Gumma Ben og Sóla Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree komu fram í beinni útsendingu í Föstudagskvöld með Gumma Ben og Sóla Hólm á Stöð 2 fyrir helgi. 24. febrúar 2020 16:30 „Lagið er í raun nútíma ættjarðaróður“ „Þetta fyrsta lagið sem Rick Nowels próduserar fyrir okkur. Hann hefur próduserað meðal annars fyrir Adele, Madonnu, Lana Del Ray, Lykke Li, SIA, N´Sync, Dua Lipa og marga fleiri.“ 27. mars 2020 15:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál „Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Fluttu lagið Wild Wind í beinni hjá Gumma Ben og Sóla Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree komu fram í beinni útsendingu í Föstudagskvöld með Gumma Ben og Sóla Hólm á Stöð 2 fyrir helgi. 24. febrúar 2020 16:30
„Lagið er í raun nútíma ættjarðaróður“ „Þetta fyrsta lagið sem Rick Nowels próduserar fyrir okkur. Hann hefur próduserað meðal annars fyrir Adele, Madonnu, Lana Del Ray, Lykke Li, SIA, N´Sync, Dua Lipa og marga fleiri.“ 27. mars 2020 15:30