Þríeykið gott dæmi um að teymi virka betur en einstaka stjórnendur Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. júlí 2020 10:00 Teymi eru leiðtogar framtíðarinnar segir Pétur Arason og bendir á þríeykið svonefnda sem gott dæmi. Vísir/Vilhelm „Í sinn ýktustu mynd ef þú ert að leita að sterkum stjórnanda eða leiðtoga færðu oft týpurnar sem eru annaðhvort ofstjórnendur (e. micro managers), óttastjórnendur eða týpur sem eiga auðvelt með að heilla og ráðkast með fólk og fá það til að gera eitthvað sem það í raun vill ekki,“ segir Pétur Arason frumkvöðull og stofnandi Manino sem mælir frekar með því að vinnustaðir horfi til teymanna í heild frekar en einstakra stjórnenda. Hann segir mýtuna sterka um súperhetjuna sem allt getur og aldrei gerir mistök, stendur fremst í stafni, tekur aldrei frí, slekkur alla elda o.s.frv. en þetta eru að hans mati oft þeir eiginleikar sem fyrirtæki og stofnanir leita að þegar þeim vantar sterkan leiðtoga eða stjórnanda. „Rót vandans liggur í þessari óbilandi trú okkar á að pýramídinn og deildarskipulagið sé eina og besta leiðin til að vinna leikinn. Þetta skipulagsform er gamalt og það virkar að sjálfsögðu, annars værum við ekki að nota það. En er þetta það besta skipulag sem við getum notað?“ spyr Pétur sem segir þríeykið svonefnda gott dæmi um hversu vel teymi geta virkað. Pétur segir að til þess að teymisvinna virki sem best þarf að treysta starfsfólkinu. Pétur Arason.Vísir/Vilhelm „Ég vil meina að leiðtogi framtíðarinnar sé teymið. Hættum að líta til þess að við þurfum einhvern einn sem leiðir okkur áfram, við höfum öll burði til að flytja fyrirtækin okkar áfram og oftast höfum við mun betri upplýsingar í þeirri stöðu sem við erum í en einhver leiðtogi eða yfirmaður sem oft er langt í burtu frá því sem við erum að gera.“ Að sögn Péturs er of sjaldan horft til þess hvað vantar inn í teymin þegar verið er að ráða inn nýtt fólk. „Flest fyrirtæki hugsa eingöngu um hæfni nýrra starfsmanna en ekki hvernig manneskjur þau eru. Sum fyrirtæki eru vissulega að skoða hvort að viðkomandi persóna passi inn í menninguna, en þetta er alltof sjaldgæft ekki síst að teymin sjálf velji starfsmenn út frá ákveðnum mannlegum eiginleikum sem vantar inn í teymin,“ segir Pétur. Pétur segir að sú staða sem er uppi í heiminum í dag sýni vel hvernig teymi geta virkað betur en einstakir stjórnendur. „Til að setja þetta í samhengi við ástandið sem við erum að ganga í gegnum þá er þríeykið okkar ágætis birtingarmynd þess sem ég er að tala um. Það sést vel á viðbrögðum þjóða heims hvaða aðferðir eru að virka einna best til að eiga við þessa stöðu. Okkur lánaðist að setja saman hóp fólks, teymi, sem tók á sig ábyrgðina á að leiða okkur í gegnum stöðuna og það þurfti að öllum líkindum ákveðna auðmýkt og samkennd að hálfu þeirra sem ráða til að velja þessa leið,“ segir Pétur. Pétur segir meiri skynsemi í því fólgin að byggja upp teymi frekar en að treysta á einstaka einstaklinga enda geti enginn einn einstaklingur búið yfir sama fjölbreytileika og teymi. Gott teymi geti búið yfir eiginleikum eins og ákveðni, forvitni, framsýni, drifkrafti, útsjónarsemi, úthaldi, kænsku, dirfsku, auðmýkt, ígrundun, húmor, athyglisgáfu, félagsfærni, hæfni í mannlegum samskiptum o.s.frv. „En með því að greina þetta og hafa augun á þessu er auðvelt að setja saman teymi þar sem allir þessir styrkleikar geta verið til staðar. Í slíkum teymum er nánast öruggt að eitthvað skemmtilegt gerist, að einhverjir galdrar verða til,“ segir Pétur. Stjórnun Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Sjá meira
„Í sinn ýktustu mynd ef þú ert að leita að sterkum stjórnanda eða leiðtoga færðu oft týpurnar sem eru annaðhvort ofstjórnendur (e. micro managers), óttastjórnendur eða týpur sem eiga auðvelt með að heilla og ráðkast með fólk og fá það til að gera eitthvað sem það í raun vill ekki,“ segir Pétur Arason frumkvöðull og stofnandi Manino sem mælir frekar með því að vinnustaðir horfi til teymanna í heild frekar en einstakra stjórnenda. Hann segir mýtuna sterka um súperhetjuna sem allt getur og aldrei gerir mistök, stendur fremst í stafni, tekur aldrei frí, slekkur alla elda o.s.frv. en þetta eru að hans mati oft þeir eiginleikar sem fyrirtæki og stofnanir leita að þegar þeim vantar sterkan leiðtoga eða stjórnanda. „Rót vandans liggur í þessari óbilandi trú okkar á að pýramídinn og deildarskipulagið sé eina og besta leiðin til að vinna leikinn. Þetta skipulagsform er gamalt og það virkar að sjálfsögðu, annars værum við ekki að nota það. En er þetta það besta skipulag sem við getum notað?“ spyr Pétur sem segir þríeykið svonefnda gott dæmi um hversu vel teymi geta virkað. Pétur segir að til þess að teymisvinna virki sem best þarf að treysta starfsfólkinu. Pétur Arason.Vísir/Vilhelm „Ég vil meina að leiðtogi framtíðarinnar sé teymið. Hættum að líta til þess að við þurfum einhvern einn sem leiðir okkur áfram, við höfum öll burði til að flytja fyrirtækin okkar áfram og oftast höfum við mun betri upplýsingar í þeirri stöðu sem við erum í en einhver leiðtogi eða yfirmaður sem oft er langt í burtu frá því sem við erum að gera.“ Að sögn Péturs er of sjaldan horft til þess hvað vantar inn í teymin þegar verið er að ráða inn nýtt fólk. „Flest fyrirtæki hugsa eingöngu um hæfni nýrra starfsmanna en ekki hvernig manneskjur þau eru. Sum fyrirtæki eru vissulega að skoða hvort að viðkomandi persóna passi inn í menninguna, en þetta er alltof sjaldgæft ekki síst að teymin sjálf velji starfsmenn út frá ákveðnum mannlegum eiginleikum sem vantar inn í teymin,“ segir Pétur. Pétur segir að sú staða sem er uppi í heiminum í dag sýni vel hvernig teymi geta virkað betur en einstakir stjórnendur. „Til að setja þetta í samhengi við ástandið sem við erum að ganga í gegnum þá er þríeykið okkar ágætis birtingarmynd þess sem ég er að tala um. Það sést vel á viðbrögðum þjóða heims hvaða aðferðir eru að virka einna best til að eiga við þessa stöðu. Okkur lánaðist að setja saman hóp fólks, teymi, sem tók á sig ábyrgðina á að leiða okkur í gegnum stöðuna og það þurfti að öllum líkindum ákveðna auðmýkt og samkennd að hálfu þeirra sem ráða til að velja þessa leið,“ segir Pétur. Pétur segir meiri skynsemi í því fólgin að byggja upp teymi frekar en að treysta á einstaka einstaklinga enda geti enginn einn einstaklingur búið yfir sama fjölbreytileika og teymi. Gott teymi geti búið yfir eiginleikum eins og ákveðni, forvitni, framsýni, drifkrafti, útsjónarsemi, úthaldi, kænsku, dirfsku, auðmýkt, ígrundun, húmor, athyglisgáfu, félagsfærni, hæfni í mannlegum samskiptum o.s.frv. „En með því að greina þetta og hafa augun á þessu er auðvelt að setja saman teymi þar sem allir þessir styrkleikar geta verið til staðar. Í slíkum teymum er nánast öruggt að eitthvað skemmtilegt gerist, að einhverjir galdrar verða til,“ segir Pétur.
Stjórnun Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Sjá meira