Bournemouth í vandræðum eftir tap á Etihad | Wolves kastaði frá sér sigrinum Anton Ingi Leifsson skrifar 15. júlí 2020 18:55 Jesus fagnar í kvöld. vísir/getty Manchester City vann nokkuð þægilegan 2-1 sigur á Bournemouth á heimavelli í dag en City hefur ekki miklu að keppa í ensku úrvalsdeildinni. David Silva skoraði fyrsta markið beint úr aukaspyrnu á sjöttu mínútu en þetta er í annað skiptið í síðustu þremur leikjum sem Silva skorar úr aukaspyrnu. Annað markið skoraði Gabriel Jesus á 39. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Bournemouth virtist vera minnka muninn í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir VARsjá. Þeir náðu þó að minnka muninn á 89. mínútu er David Brooks minnkaði muninn en nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1. David Silva now has 93 Premier League assists, overtaking Steven Gerrard to become the 6th all-time assist provider in the competition s history.One legend surpasses another. pic.twitter.com/GSDzVs5ZkB— Squawka Football (@Squawka) July 15, 2020 City er í öðru sætinu með 75 stig en Bournemouth er í 18. sætinu með 31 stig. Þeir eru þremur stigum frá öruggu sæti er tvær umferðir eru eftir en Watford og West Ham, sem eru í sætunum fyrir ofan, eiga leik inni. Wolves gerði svo 1-1 jafntefli á Burnley á útivelli. Raul Jimenez skoraði fyrsta markið stundarfjórðungi fyrir leikslok en Chris Wood jafnaði metin úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Wolves er í 6. sætinu með 56 stig, þremur stigum á eftir United og Leicester sem eru í 4. og 5. sætinu svo Meistaradeildardraumur Úlfanna lifir enn. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 30. mínútu en Burnley er í 10. sætinu. Raul Jimenez is the first player to score 30 Premier League goals for Wolves.A massive strike in the race for European football. pic.twitter.com/pzPoti262k— Squawka Football (@Squawka) July 15, 2020 Enski boltinn
Manchester City vann nokkuð þægilegan 2-1 sigur á Bournemouth á heimavelli í dag en City hefur ekki miklu að keppa í ensku úrvalsdeildinni. David Silva skoraði fyrsta markið beint úr aukaspyrnu á sjöttu mínútu en þetta er í annað skiptið í síðustu þremur leikjum sem Silva skorar úr aukaspyrnu. Annað markið skoraði Gabriel Jesus á 39. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Bournemouth virtist vera minnka muninn í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir VARsjá. Þeir náðu þó að minnka muninn á 89. mínútu er David Brooks minnkaði muninn en nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1. David Silva now has 93 Premier League assists, overtaking Steven Gerrard to become the 6th all-time assist provider in the competition s history.One legend surpasses another. pic.twitter.com/GSDzVs5ZkB— Squawka Football (@Squawka) July 15, 2020 City er í öðru sætinu með 75 stig en Bournemouth er í 18. sætinu með 31 stig. Þeir eru þremur stigum frá öruggu sæti er tvær umferðir eru eftir en Watford og West Ham, sem eru í sætunum fyrir ofan, eiga leik inni. Wolves gerði svo 1-1 jafntefli á Burnley á útivelli. Raul Jimenez skoraði fyrsta markið stundarfjórðungi fyrir leikslok en Chris Wood jafnaði metin úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Wolves er í 6. sætinu með 56 stig, þremur stigum á eftir United og Leicester sem eru í 4. og 5. sætinu svo Meistaradeildardraumur Úlfanna lifir enn. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 30. mínútu en Burnley er í 10. sætinu. Raul Jimenez is the first player to score 30 Premier League goals for Wolves.A massive strike in the race for European football. pic.twitter.com/pzPoti262k— Squawka Football (@Squawka) July 15, 2020
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti