Enski boltinn

Sextán ára bið Leeds á enda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leeds er komið í deild þeirra bestu.
Leeds er komið í deild þeirra bestu. vísir/getty

Leeds United mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en þetta varð ljóst eftir að WBA mistókst að vinna Huddersfield í kvöld.

Leeds vann 1-0 sigur á Barnsley í gærkvöldi sem þýddi að ef WBA færi ekki með stigin þrjú frá Huddersfield í dag, þá yrði sætið í efstu deild tryggt.

Það varð raunin. Chris Willock kom Huddersfield yfir á 4. mínútu en Dara O'Shea jafnaði fyrir WBA á 42. mínútu.

Sigurmark Huddersfield skoraði lánsmaðurinn frá Arsenal, Emile Smith-Rowe, fjórum mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

WBA er í 2. sætinu með 82 stig en Leeds er á toppnum með 87 stig. WBA kemst því ekki upp fyrir Leeds þar sem liðið á einungis einn leik eftir og Leeds því komið í deild þeirra bestu í fyrsta skipti síðan tímabilið 2013/2014.

Huddersfield er í 17. sæti deildarinnar með 51 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×