Enski boltinn

Engin bikar­þynnka hjá Leeds sem fékk heiðurs­vörð frá Roon­ey og fé­lögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Leeds ganga inn á völlinn í dag.
Leikmenn Leeds ganga inn á völlinn í dag. vísir/getty

Leeds vann 3-1 sigur á Derby á útivelli í dag en liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir helgi eftir sextán ára bið.

Chris Martin kom Derby yfir á 54. mínútu eftir darraðadans í teig Leeds en Pablo Hernandez jafnaði metin með laglegu skoti tveimur mínútum síðar.

Hinn ungi Jamie Shackleton kom Leeds yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok og þriðja mark Leeds skoraði Matthew Clarke með sjálfsmarki sem var ansi skrautlegt. Lokatölur 3-1.

Leeds er því með átta stiga forystu á toppnum fyrir lokaumferðina en liðið er með 90 stig eftir 27 sigurleiki, níu jafntefli og níu töp.

Derby er í 12. sætinu með 61 stig.


Tengdar fréttir

Sextán ára bið Leeds á enda

Leeds United mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en þetta varð ljóst eftir að WBA mistókst að vinna Huddersfield í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×