Enski boltinn

Máni: Leedsarar hafa ekki sofið mikið að undanförnu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Leeds United rúllaði upp B-deildinni í vetur.
Leeds United rúllaði upp B-deildinni í vetur. vísir/getty

Leeds United tryggði sér deildarmeistaratitilinn í ensku B-deildinni um helgina og mun því leika á meðal þeirra bestu á næstkomandi leiktíð.

Leeds er fornfrægt félag í enskum fótbolta og á fjölmarga stuðningsmenn hér á landi. Einn þeirra er fjölmiðlamaðurinn Máni Pétursson.

„Síðast þegar við komumst upp í efstu deildina tók okkur tvö ár að vinna þessa deild. Ég gef þessu þrjú ár núna. Við vinnum efstu deildina eftir þrjú ár,“ segir Máni áður en hann lét gamminn geysa um önnur félög í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er loksins kominn alvöru klúbbur í þessa deild. Það eru alls konar hamborgaramerki í þessari efstu deild. Það er loksins komið eitthvað hjarta í þetta og eftir Man City dóminn á dögunum er þetta bara frábært réttlæti fyrir fótboltann í heild sinni að fá alvöru lið í deildina,“ segir Máni

Nánar er rætt við Mána í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Máni um Leeds



Fleiri fréttir

Sjá meira


×