Brýna fyrir fólki að vera heima er titillinn fer á loft: „Besta sætið í húsinu er stofan“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2020 09:30 Hópur stuðningsmanna Liverpool safnaðist saman við Anfield og fagnaði Englandsmeistaratitlinum er ljóst var að félagið hafði tryggt sér titilinn. VÍSIR/GETTY Háttsett fólk innan Liverpool-borgar hefur brýnt fyrir stuðningsmönnum félagsins að halda sig heima á morgun en Liverpool lyftir þá enska meistaratitlinum í fyrsta skipti í 30 ár. Liverpool mætir Chelsea annað kvöld en liðið tryggði sér enska meistaratitilinn fyrr í mánuðinum. Á morgun fer svo titillinn loks á loft er liðið spilar sinn síðasta heimaleik. Engir áhorfendur mega koma á völlinn vegna kórónuveirufaraldursins og eru því margir hverjir hræddir um að margt fólk muni safnast saman fyrir utan leikvang liðsins og fagna. Það er þó stranglega bannað. „Í þessum aðstæðum þá er besta sætið í húsinu, í stofunni hjá þér. Það er enginn ávinningur í því að safnast í kringum völlinn því við sem borg höfum við ekki efni á því að fólk safnist saman,“ segir Natalie Perischine, aðstoðar varðstjóri hjá Merseyside lögreglunni. „Við lifum enn á fordæmalausum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og það síðasta sem einhver vill er að endurvakning tilfella á Merseyside þar sem hvert líf sem við missum er harmleikur.“ 'As a city we cannot afford for people to gather in large numbers'Liverpool urge fans to not visit Anfield on Wednesday https://t.co/OcD1712cQH— MailOnline Sport (@MailSport) July 20, 2020 „Það síðasta sem við viljum á svæðinu er að við þurfum að loka borginni aftur eins og við höfum séð á öðrum svæðum,“ sagði Natalie enn fremur en í borginni Leicester hefur þurft að skella í lás í tvígang vegna kórónuveirunnar. Matt Ashton, yfirmaður læknateymis Liverpool-borgar, tekur undir orð Natalie og segir að það sé mikilvægt að fólk haldi áfram að fara eftir öllum settum reglum. Hann segir að kórónuveiran sé enn í loftinu. „Vonandi verður hægt að horfa frítt á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpinu og vonandi getur borgin fagnað þessu í náinni framtíð. Þangað til þá, forðist að safnast mörg saman og njótið þess að Liverpool er enskur meistari.“ Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira
Háttsett fólk innan Liverpool-borgar hefur brýnt fyrir stuðningsmönnum félagsins að halda sig heima á morgun en Liverpool lyftir þá enska meistaratitlinum í fyrsta skipti í 30 ár. Liverpool mætir Chelsea annað kvöld en liðið tryggði sér enska meistaratitilinn fyrr í mánuðinum. Á morgun fer svo titillinn loks á loft er liðið spilar sinn síðasta heimaleik. Engir áhorfendur mega koma á völlinn vegna kórónuveirufaraldursins og eru því margir hverjir hræddir um að margt fólk muni safnast saman fyrir utan leikvang liðsins og fagna. Það er þó stranglega bannað. „Í þessum aðstæðum þá er besta sætið í húsinu, í stofunni hjá þér. Það er enginn ávinningur í því að safnast í kringum völlinn því við sem borg höfum við ekki efni á því að fólk safnist saman,“ segir Natalie Perischine, aðstoðar varðstjóri hjá Merseyside lögreglunni. „Við lifum enn á fordæmalausum tímum vegna kórónuveirufaraldursins og það síðasta sem einhver vill er að endurvakning tilfella á Merseyside þar sem hvert líf sem við missum er harmleikur.“ 'As a city we cannot afford for people to gather in large numbers'Liverpool urge fans to not visit Anfield on Wednesday https://t.co/OcD1712cQH— MailOnline Sport (@MailSport) July 20, 2020 „Það síðasta sem við viljum á svæðinu er að við þurfum að loka borginni aftur eins og við höfum séð á öðrum svæðum,“ sagði Natalie enn fremur en í borginni Leicester hefur þurft að skella í lás í tvígang vegna kórónuveirunnar. Matt Ashton, yfirmaður læknateymis Liverpool-borgar, tekur undir orð Natalie og segir að það sé mikilvægt að fólk haldi áfram að fara eftir öllum settum reglum. Hann segir að kórónuveiran sé enn í loftinu. „Vonandi verður hægt að horfa frítt á verðlaunaafhendinguna í sjónvarpinu og vonandi getur borgin fagnað þessu í náinni framtíð. Þangað til þá, forðist að safnast mörg saman og njótið þess að Liverpool er enskur meistari.“
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira