Enski boltinn

Gæsa­húðar­mynd­band fyrir stuðnings­menn Liver­pool: Nafnið skrifað á bikarinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Búið að rita nafn Liverpool á bikarinn.
Búið að rita nafn Liverpool á bikarinn. mynd/skjáskot/skysports

Það verða mikil hátíðarhöld hjá Liverpool á morgun er þeir lyfta enska meistaratitlinum í fyrsta sinn í þrjátíu ár eftir leik liðsins gegn Chelsea á heimavelli.

Undir lok síðasta mánaðar var ljóst að Liverpool væri búið að gulltryggja sér enska meistaratitilinn en bikarinn fer loksins á loft á morgun.

Liverpool ætlar að lyfta titlinum í Kop-stúkunni til heiðurs þeim áhorfendum sem ekki geta mætt á leikinn vegna kórónuveirunnar.

Goðsögnin Kenny Dalglish mun taka þátt í verðlaunafhendingunni eftir sérstakt leyfi Liverpool frá ensku úrvalsdeildinni en nafn Liverpool er komið á bikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×