Enski boltinn

Leik­­menn Liver­pool völdu lag með Cold­play er bikarinn fer á loft

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ætli Van Dijk hafi valið Coldplay-lagið?
Ætli Van Dijk hafi valið Coldplay-lagið? vísir/getty

Liverpool mun lyfta enska meistaratitlinum í kvöld í fyrsta sinn í þrjátíu ár en verðlaunaafhendingin verður með nokkuð öðruvísi sniði en venjulega þar sem engir áhorfendur verða á vellinum.

Liverpool mun heldur ekki lyfta bikarnum inni á vellinum heldur ætla þeir að taka við titlinum í Kop-stúkunni en það verður táknrænt fyrir að þakka stuðningsmönnum Liverpool fyrir stuðninginn.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, fær að lyfta bikarnum eftir leik liðsins gegn Chelsea í kvöld en leikurinn er liður í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið.

Samkvæmt heimildum The Athletic er búið að byggja svið í Kop-stúkunni en Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish mun taka þátt í verðlaunaafhendingunni.

Leikmennirnir fengu að velja tónlistina sem verður undir er bikarinn fer á loft og þar má finna lag með Coldplay. Ekki Yellow, ekki Viva la Vida heldur lagið A Sky Full Of Stars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×