Djöflarnir gerðu jafntefli við Hamrana | Einn sigur í síðustu fjórum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 18:55 Greenwood bjargaði stigi fyrir Manchester United í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images Manchester United tókst ekki að landa þremur stigum gegn West Ham United í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1 og Man Utd aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum. Leikurinn var ekki upp á marga fiska enda bæði lið eflaust orðin þreytt sökum leikjaálags undanfarnar vikur. Sást það sérstaklega vel á leikmönnum Man Utd sem töpuðu fyrir Chelsea í FA-bikarnum um helgina. Því vakti athygli að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, gerði aðeins tvær skiptingar í leik dagsins. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik allt þangað til gestirnir fengu vítaspyrnu rétt áður en flautað var til hálfleiks. Fyrst brau Timothy Fosu-Mensah klaufalega af sér á miðjum vellinum. Aukaspyrnan var tekin þéttingsföst inn á vítateig heimamanna þar sem boltinn stefndi í andlit Paul Pogba. Miðjumaðurinn franski setti hendurnar fyrir andlitið og boltinn small í þeim. Vítaspyrna dæmd og Michael Antonio brást ekki bogalistin á punktinum. Gestirnir því 1-0 yfir í hálfleik. Ungstirnið Mason Greenwood jafnaði fyrir heimamenn á 51. mínútu með frábæru marki en nær komust heimamenn ekki, lokatölur 1-1. Man Utd mætir Leicester City í síðustu umferð deildarinnar í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur er liðið með 63 stig í 3. sæti á meðan Leicester er í 5. sæti með 62 stig. West Ham er með 38 stig í 15. sæti og hefur endanlega bjargað sér frá falli. Enski boltinn
Manchester United tókst ekki að landa þremur stigum gegn West Ham United í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1 og Man Utd aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum. Leikurinn var ekki upp á marga fiska enda bæði lið eflaust orðin þreytt sökum leikjaálags undanfarnar vikur. Sást það sérstaklega vel á leikmönnum Man Utd sem töpuðu fyrir Chelsea í FA-bikarnum um helgina. Því vakti athygli að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, gerði aðeins tvær skiptingar í leik dagsins. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik allt þangað til gestirnir fengu vítaspyrnu rétt áður en flautað var til hálfleiks. Fyrst brau Timothy Fosu-Mensah klaufalega af sér á miðjum vellinum. Aukaspyrnan var tekin þéttingsföst inn á vítateig heimamanna þar sem boltinn stefndi í andlit Paul Pogba. Miðjumaðurinn franski setti hendurnar fyrir andlitið og boltinn small í þeim. Vítaspyrna dæmd og Michael Antonio brást ekki bogalistin á punktinum. Gestirnir því 1-0 yfir í hálfleik. Ungstirnið Mason Greenwood jafnaði fyrir heimamenn á 51. mínútu með frábæru marki en nær komust heimamenn ekki, lokatölur 1-1. Man Utd mætir Leicester City í síðustu umferð deildarinnar í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur er liðið með 63 stig í 3. sæti á meðan Leicester er í 5. sæti með 62 stig. West Ham er með 38 stig í 15. sæti og hefur endanlega bjargað sér frá falli.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti